Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. október 2003 Bændablaðið 7 Mældu rctt strákur Einhverjir muna þessa setningu: „Mældu rétt strákur" í Islandssögunni í grunnskóla. Þama var kaupmaðurinn að minna Skúla heitinn Magnússon á að mæla rétt. í því tilfelli þýddi rétt, kaupmanninum í vil og kúnnanum í óhag. Mér var hugsað til aðstöðu Skúla þegar kjötmatsmenn við sauðfjárslátrun bárust í tal um daginn. Með fækkun og stækkun sláturhúsa hlýtur álag að aukast til muna á matsmennina. Þeim er ætlað að meta innlegg bóndans í verð- flokka sem sláturleyfíshafmn þarf síðan að greiða. Matsmennimir em í sumum tilfellum starfsmenn sláturleyfishafans og því væntan- lega í valdi hans að skammta þeim laun, hækka þau eða lækka, nú eða að segja viðkomandi upp störfum ef svo ber undir. Býður þetta fyrir- komulag ekki upp á hagsmunaárekstra? Að sjálfsögðu reyna matsmenn að meta eftir bestu samvisku, um það efast enginn. Hið fom- kveðna segir að: „sá á hund sem elur“ og bera ekki góðir starfsmenn hag vinnuveitanda síns fyrst og fremst fyrir brjósti? En skiptir þessi verðmunur flokkanna máli? Nú er ég ekki sérffæðingur á neinn hátt hvað varðar kjötmat eða kjötverð en lít á málið með augum leikmanns. Því þekki ég ekki nákvæm- lega munin á EUROP flokkunum en las að verðmunur á tveimur verðflokkum DU 1 og DR 1 gæti verið tólf krónur á hvert kíló. Væri 2000 lömbum slátrað á dag er því fræðilega mögulegt að matsmenn stæðu ffamrni fyrir því við að velja á milli þessara flokka, tvö þúsund sinnum, á einum og sama vinnudeginum. Ekki öfúndsvert hlutskipti það. Væri meðalþungi þann daginn 15 kg þá gæti munað 360.000 krónum, eftir því í hvom flokkinn væri metið. Féllu öll þessi vafaatriði bóndanum í hag, væri matsmaður að auka hráefhiskostnað fyrirtækis- ins um sem þessu nemur. Félli matið slátur- leyfishafanum í hag, hefúr matsmaður sannar- lega unnið fyrir kaupinu sínu þann daginn. Raunar skil ég ekki til fulls tilganginn með verðflokkakerfinu og kjötmatinu. Að mér skilst er EUROP matið tilskipun frá Brussel og kannski erfitt að komast á bí við það. Það breytir ekki að væntanlega hefúr sláturleyfis- hafinn mestan hag í því að hafa hlutina eins einfalda hægt er. Fita og bein eru ekki markaðsvara af skiljanlegum ástæðum og kjötið sjálft hin raunverulegu verðmæti. Væri því hugsanlega nóg að hafa lægra verð á feitu og illa kjötfylltu skrokkunum og síðan einn verð- flokk fyrir allt annað? Selst ekki læri eða hryggur af DUl á sama verði og af DRl þegar komið er í kjötborðið? Er hangiálegg úr DP2 ódýrara en úr öðrum flokkum eða má sjá á merkingum úr hvaða gæðaflokk varan er unnin? Kannski er markaður fyrir sérmerkt gæðakjöt, þá væntalega Selst hugsanlega allt kjöt á sama verði þegar varan er komin í smásölu? Hver væri þá tilgangurinn með kjötflokkunum (annað en að hjálpa til við ræktun)? Hvemig er hægt að ætlast til að bóndinn nenni að rækta fé í dýrari verðflokka, með ærinni vinnu og til- kostnaði, þegar hann sér að kúnninn þarf að kaupa allt kjöt fúllu verði? Hver tekur til sín þær krónur sem sláturleyfishafinn dregur af bóndanum fyrir ódýrari verðflokk? Það væri beinlínis ljótt að ætla slátur- Ieyfishafanum að vera skara eld að sinni eigin köku með verðfellingu í kjötmati og sannarlega þarf sláturleyfishafmn að fá það sem honum ber. Þó væri ljótara að ætla kjötmatsmönnunum að draga taum vinnuveitanda síns. Halda mætti að með allri þeirri tækni sem til er, hljóti að verða mögulegt framtíðinni að skanna hvem skrokk, og tölva meti fitu og kjötprósentu og þar með raunveruleg verðmæti skrokksins. Þá stæði a.m.k. enginn í spomm Skúla litla hjá kaupmanninum forðum. Kári Gunnarsson. ar landinu og nú. Þá var t.d. fólk í sveitum að byrja að selja gistingu á heimilum sínum, nokkuð sem fjöldi bændafólks hefúr vemlegar tekjur af nú. Elín Finnbogadóttir hefúr veitt upplýsingamiðstöðinni forstöðu í sumar en hún fluttist að Klaustri í vor og lauk námi á ferðamálabraut Hólaskóla á dögunum. Elín sagði að þrátt fyrir óhagstætt veður hefði mikill ferðamannastraumur verið á þessum slóðum í sumar og um 5.300 manns hefðu komið í miðstöðina. Það væri nánast óteljandi sem fólk spyrði um. Gisting væri ofarlega á lista og þar stæðu Vestur- Skaftfellingar vel að vígi því nokkrir mjög öflugir ferðaþjónustubæir væm í sveitinni með allmikið gistirými. Þá væri einnig sumarhótelið á Kirkjubæjarklaustri. Elín sagðist þó vita til þess að í sumar hefði allt gistirými í hreppnum verið upppantað. Þá væri mikið spurt um margs konar afþreyingu, gönguleiðir, þjónustumiðstöðvar á leiðinni austur yfir sandana, ferðir í Núpsstaðaskóg og Lakagíga o.m.fl. Eftir samskipti sín við ferðafólk í sumar sagðist Elín telja að gerð korta, ásamt bættum merkingum á vinsælustu gönguleiðum á svæðinu, væri eitt bfynasta verkefhið sem ráðast þurfí í á næstunni. Elín lét þess getið í lokin að til stæði að fagna með einhverjum hætti þessum tuttugu ára starfsferli upplýsingamið- stöðvarinnar síðar í haust. /ÖÞ í ár em 20 ár frá því upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Kirkjubæjarklaustri tók til starfa. Siðustu tvö sumur hefúr hún verið til húsa í félagsheimilinu Kirkjuhvoli sem er í miðju þorpinu en þar áður var hún m.a. í bragganum sem stendur við þjóðveg 1 við Skaftárbrú. Upplýsingamiðstöðin á Klaustri er opin alla daga yfir sumarmánuðina þrjá og virka daga út september í ár. Hún er ein sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og lýsir ákveðnu frumkvæði Vestur- Skaftfellinga á þessu sviði. En fyrir 20 ámm var ferðaþjónusta ekki nándar nærri jafn umfangsmikil atvinnugrein í UpplýsingamiOslttð á Kjrkjubæjarklauslri í tuttugu Það er ástæða til að ætla að sífellt fleiri bændur noti sína eigin tölvu og að þeim verkefnum fjölgi sem unnin em í tölvu. Full ástæða er því til að minna á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga og lúta að tölvunotkuninni. Hér að neðan verða gefin nokkur ráð um það hvemig á að forðast það að víms komist inn í tölvuna. Eins og flestir tölvunotendur vita gerði víms mikinn usla í tölvum landsmanna fyrir nokkmm dögum. Því er ekki úr vegi að byrja á því að skoða aðeins nánar þessi mál. Það sem fyrst og ffernst er nauðsynlegt að vita er hvemig tölvuvíms getur komist inn í og ráðist á tölvuna. Sú þekking gerir okkur betur í stakk búin til að grípa til viðeigandi aðgerða til að verja tölvuna gegn slíkum árásum. Helstu útbreiðsluleiðir tölvuvímsa em: Flytjanlegar diskettur: Diskettur, geisladiskar (heimabrenndir geisladiskar eða diskar frá varhugaverðum dreifmgaraðilum) og þjappaðir tónlistardiskar (til dæmis svokallaðir "zip"-diskar). Ef einhver þessara er sýktur, mun vímsinn dreifa sér til annarra tölva sem nýta þessa sömu diska. Innra net: Innra net samtengir tölvur (tvær eða fleiri). Hvaða tölva sem er tengd slíku innra neti (t.d. oft í fyrirtækjum) getur tengst öllum tölvunum í sama innra neti og sent gögn frá einni tölvu til annarrar. Ef einhver af þessum tölvum er sýkt mun hún sjálfkrafa sýkja tölvuna sem tekur á Tölvuyfrusar móti. Á þennan hátt geta allar tölvumar í slíku innra neti fengið víms á mjög stuttum tíma. Veraldarvefurinn (internetið): Fólk nýtir sér veraldarvefmn í æ meira til að verða sér úti um upplýsingar, senda og taka á móti tölvuskjölum og hlaða niður skjöl og forrit. Þetta byggist allt á tilfærslu á gögnum og tengslum á milli milljóna tölva um allan heim. Þetta þýðir í raun að jafn auðvelt er að fá víms eins og gögn. Vírus getur borist á milli áýmsa vegu: ■TölvupóstunSkrár og skjöl sem em send og móttekin sem viðhengi við tölvupóst geta innihaldið víms og þar með sýkt tölvu móttakanda. ■Vefsíður: Þær vefsíður sem heimsóttar em á netinu geta oft innihaldið forrit eins og ActiveX, Controls og Java Applets. Þau geta verið sýkt og þar af leiðandi sent víms í tölvu þess sem opnar síðuna. ■Hleðsla á skjölum (t.d. FTP): Mögulegt er að flytja skjöl á milli tölva hvar sem er í heiminum í gegn um svokallaðan FTP-feriI og hlaða niður upplýsingum í eigin tölvu. Þessi skjöl sem em sótt (á ensku: downloads) geta að sjálfsögðu einnig verið sýkt af víms. ■Fréttahópar: Þessi þjónusta gerir það mögulegt að taka þátt í umræðum við hvem sem er hvar sem er í heiminum, eða taka á móti fréttum um sjálfvalið efni með tölvupósti. Þessi fféttaskeyti geta innihaldið víms sem sýkir tölvuna. Að gefnu tilefni skal tekið ffam að vefþjónn Landssambands kúabænda tryggir að þeir sem tengjast ffétta- og umræðusíðunni á www.naut.is fái ekki senda vírusa! Þýtt og endursagt úr BUSKAP 4/2003 Landssamband kúabœnda Mælt af munni fram Jóhannes Sigfússon á Gunnars- stöðum orti þegar hann sá mynd af Guðna Ágústssyni landbúnaöar- ráðherra á hestbaki í Mongólíu Á ffamandi slóðum hjá frumstæðri þjóð í frægöarljóma sig baðar. Ríðandi, fattur að reka stóð ráðherra landbúnaöar. Fjóshendur Bundinn lögum Ijóðaarfs í leit að svari spurnar. Undir kúm í erli starf orti ég Fjóshendurnar Svo yrkir Hálfdan Ármann Björnsson á Hjarðarbóli á forsíðu nýútkominnar Ijóðabókar sinnar „FjóshenduT sem hann gefur út í tilefni af sjötugsafmæli sínu 12. desember 2003. Um bókina segir Hálfdan á baksíðu: „Kveðskapur sá er hér birtist, hefur aðallega orðið til á u.þ.b. 40 ára tímabili við hin daglegu störf, mest í fjósinu á Hjarðarbóli, hripaður niður á innvigtunarseöla mjólkurbílsins, fóðurblöndupoka eða annað sem til féll“. Frá hagyrðingakvöldi Hagyrðingakvöld var haldið í Skúlagarði sl. vor og urðu þá til nokkrar ágætar vísur. Mættir til leiks voru alþingismennirnir Halldór Blöndal, Jón Kristjánsson og Steingrimur J. Sigfússon. Einnig frá vísnafélaginu Kveðanda þau Ingibjörg Gfsladóttir og Ósk Þorkelsdóttir frá Húsavik og Þorfinnur Jónsson, Ingveldar- stöðum. Stjórnandi var Ólafur G. Einarsson, fyrrv. forseti alþingis. Um Ólaf G. kvað Jón Kristjáns- son heilbrigöisráðherra: Ólafur með harðan haus af hlátri stendur á öndinni, ekki er hann samt alveg laus undan bláu höndinni. Aöalspaugstofan I byrjun kvöldsins leist Þorfinni ekki á blikuna aö mæta alþingismönnunum og kvað: Kjarkurinn dvínar af kvíða ég brenn á knattvelli Ijóðastandsins, því þeir eru allir atvinnumenn frá aöalspaugstofu landsins. Um Ólaf og Halldór Steingrímur J. orti um þá Halldór Blöndal og Ólaf Garðar: Á Halldóri Blöndal er heljarkjaftur dó halli hann undir flatt, En Ólafur Garðar er genginn aftur og gerir það nokkuö bratt. Flestum hlýtt til hans Þó hann hreyfist hægt úr stað, með hægðinni kemur ýmsu að. Flestum er okkur hlýtt til hans heilbrigðismálaráðherrans. Vegamál meðfram Jökulsá Deilt hefur verið um hvort nýr vegur eigi að liggja austan eða vestan við Jökulsá og um það orti Halldór Blöndal: Um fossinn hefur Einar ort jann óð sem ég tel bestan. Vegurinn verður annaðhvort austan hans eða vestan. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.