Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 8
8 Bændabtaðið dæmið. Þriðjudagur 28. október 2003 Það vantar mun meiri hita Vaxtartími maíss er á milli síðustu vorfrosta undir -2°C og fyrstu haustfrosta undir -2 °C. Maís þarf mikinn hita til að geta vaxið og vöxtur stöðvast þegar hiti fer undir 10°C. Svo kallaðar maís- hitaeiningar (MHE) eru notaðar til að meta þroskalíkur maíss á jaðar- svæðum. Fljótþroskuðustu maís- yrkin þurfa samtals um 2000 MHE undir plasti til þess að ná við- unandi þroskastigi sem heilsæði en um 2300 MHE án plasts. í hlýjustu sveitum hér á landi eru saman- Maisrœktun nú og þá I gegnum árin hafa af og til komið fyrirspumir til RALA um hvort ekki sé möguleiki á að rækta fóðurmaís á Islandi. Af ýmsum ástæðum, sem felst í upplagi mais- plöntunnar, hafa jarðræktarfræð- ingar ekki talið neinar líkur á að fóðurmaís geti skilað hagkvæmri uppskeru við íslenskar aðstæður. Engu að síður eru örfá dæmi um að RALA og bjartsýnir einstaklingar hafi reynt að rækta fóðurmaís hér á landi. Þær tilraunir hafa allar stað- fest að maísræktun á ekki heima á íslandi. Ræktun fóðurmaíss undir plasti er ný aðferð sem varla hefur enn slitið bamsskónum. Eftir jákvæðar rannsóknaniðurstöður í Maisræktunin 2003 Segja má að á öllum stöðum hafi maísræktunin meira og minna mistekist. Vandamálin við ræktun- ina vom fyrst og ffemst af tvenn- um toga; tæknilegum og veður- farslegum. Tæknilegu vandamálin vom aðallega: mjög mikið illgresi, víða mikill áburðarskortur, umtals- vert ótímabært plastfok og skemmdir á plöntum vegna plasts- ins. A einum stað vom þessi vandamál þó í lágmarki. Miðað við árangurinn þar og með því að skoða bara bestu blettina á öðmm stöðum, má draga ákveðnar ályktanir og sérstaklega þegar veðurfarsþátturinn er tekinn með í Hálfþroskaöur maís þolir ekki frost og mikið vindálag. Áslaug Helga- dóttir erfðavistfræðingur og að- stoðarforstjóri RALA reisir við fallinn maís 24. september. Á myndinni hér fyrir neöan eru þeir Gunnar Sigurðsson bóndi á Stóru Ökrum og Eiríkur Loftsson ráðu- nautur við sýnatöku í maís 1. september.______Bændablaðið/ ÞS Voriö 2003 var að frumkvœði Véla & þjónustu hf. flutt inn írsk sáðvél sem sáir maís undir plastfilmu. Fyrirtcekið fékk erlenda sérfrœðinga til landsins sem höfðu kynnt sér íslenskar aðstæður með tilliti til maísrœktunar og þeir voru sannfærðir um að hér vœri hægt að rœkta maís. 1 vor var maís sáð undir plasti hjá 19 bændum í samtals um 16 -18 ha. Að sögn starfsmanna Véla & þjónustu og bændanna sjálfra voru flestir akrarnir dœmdir ónýtir í byrjun ágúst. Um mánuði seinna komu hins vegar fréttir í ýmsum jjölmiðlum um góðan árangur í maísræktinni. Þess vegna taldi RALA ástœðu til að gera hlutlausa úttekt á ræktuninni og taka saman og kynna erlendar upplýsingar um maísrœktun á jaðarsvœðum. Samantektina er að finna í skýrslu sem hœgt er að nálgast á landbunadur.is. Hér verður aðeins sagtfrá helstu niðurstöðum og ályktunum. Af hverju fóðurmais? Á jaðarsvæðum er maís vot- verkaður sem heilsæði, fyrst og ffemst fyrir nautgripi. En heilsæði er það kallað þegar komtegundir em heilskomar rétt áður en fullnaðar komþroska er náð. Heil- sæði er undantekningalaust vot- verkað af rót. Það er með hátt þurr- efni, er sterkjuríkt en prótein- snautt. Það er fyrst og ffemst auðmelt sterkja sem verið er að sækjast eftir. Heilsæðismaís er talinn yfirburða gróffóður í saman- burði við bygg- og hveitiheilsæði, bæði hvað varðar magn og gæði. Samanburður við rýgresisvothey og annað gæðahey er erfiðari þar sem efhainnihald er ekki sam- bærilegt. Bretlandi á áhrifum plastyfir- breiðslu á gæði og uppskeru fóðurmaíss var þróuð tækni til þess að sá maís undir plasti í stómm stíl. Aðferðin hefur aðallega verið notuð á írlandi sem er á mörkum þess að maísræktun sé möguleg. FúOurmafs undir plasO gefur ekki nög af sér lagðar MHE frá byrjun maí til loka september um 7 - 900 að jafnaði. Það er einungis um þriðjungur þeirra hitaeininga sem þarf til að ná ásættanlegum þroska í maís. Sumarið 2003 var óvenju hagstætt fyrir nytjagróður þar sem meðal- hiti var víða allt að 2°C yfir meðal- lagi á vaxtartímanum. Mögulegur vaxtartími maíss sumarið 2003 var áætlaður 111 - 149 dagar eftir ræktunarstöðum. Nýtanlegar MHE á þessum tíma voru á bilinu 988 - 1276 sem er umtalsvert yfir meðal- tali hér á landi. Vöxtur og þroski bestu plantna var einnig í góðu samræmi við þennan reiknaða hitaeiningafjölda. í byrjun september var hæð hæstu plantna mæld ffá jarðvegsyfirborði og að hæsta upprétta blaðenda. Að meðaltali var hæðin 154 (+/- 26) cm. Fyrstu tvær vikur af september héldu plöntumar áffam að þroskast. En í kuldakasti sem gerði 18. - 20. september féll maísinn, af völdum frosta og roks. Þroskuðustu plöntumar vom þá komnar með kólfa með silki fram úr hýðinu. Silkiendamir vom orðnir brúnir og visnaðir sem er vísbending um að ífjóvgun sé lokið en sterkjumyndun í ffæinu var ekki hafin. Plöntumar höfðu þó ekki eðlilega hæð miðað við þroskastig og þær vom rýrar. Það bendir til þess að kólfamyndun hafi fyrst og ffemst verið ffamkölluð með flutningi á efiii úr stöngli í ax en ekki vegna beinnar ljóstillífúnar ffá blöðum. Uppskera bestu raða í nokkmm ökmm var mæld og reyndist vera að meðaltali 2,2 (+/-0,6) þurrefnis- tonn af ha og þurrefnið var 10,4 (+/-0,8)%. Til gamans má geta þess að á Bjólu þar sem maísræktunin hafði tekist hvað best, fengust 12 rúllur af ha af maís en á sama tíma og stað fékkst 51 rúlla af ha af vetrarrepju. Að ekki sé minnst á kostnaðinn Þar þarf að vera samhengi á milli útlagðs kostnaðar, magns, gæða, ræktunaröryggis og afúrða- tekna. Maísræktun undir plasti er afar kostnaðarsöm miðað við aðra valkosti sem standa til boða. Miðað við uppskeruvæntingar í maís deilist þessi kostnaður niður á allt of fáar fóðureiningar til þess að hann sé samkeppnisfær við aðra fóðuröflun. Alyktanir Telja verður mjög ólíklegt að þróunarvinna sem lagar það sem fór úrskeiðis í sumar skili þeim árangri að maísræktun verði hag- kvæm á Islandi. Miðað við núver- andi ræktunarskilyrði eru engar líkur á því að maís, undir plasti eða ekki, geti keppt við annað gróffóð- ur sem ræktað er hér á landi, eins og t.d. vallarfoxgras, vetrarrepju og rýgresi. Til þess er ísland of langt fyrir utan jaðarsvæði maís- ræktunar. Þóroddur Sveinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum Fræi af íslenskum túngrflsum safnafi Enn eru til gömul tún hér á landi sem ekki hefúr verið sáð til og eru því eingöngu vaxin íslenskum, náttúrulegum gróðri. Þetta geta verið þaksléttur eða gamlir túnskikar í kringum bæi sem aldrei hafa verið plægðir upp, t.d. vegna grjóts, mikils bratta eða vegna þess að þetta eru tún sem þola misjafna meðferð. Þá eru víða til tún sem áður voru sléttur úthagi en hefúr verið breytt í tún með áburðargjöf. Einnig eru til gamlar engjar með náttúrulegum gróðri. Þessum túnum fer hins vegar fækkandi þar sem það færist í vöxt að menn endurvinni tún sín. Á þessu ári fól Norræni genbankinn Rannsóknastofnun landbúnaðarins að safna fræi af grösum úr slíkum túnum. í nokkrum tilvikum var einnig safnað úr mjög gömlum sáðsléttum en þá eingöngu tegundum sem ekki hafa verið í sáðblöndum. Rúmlega 100 sýnum var safnað af vallarsveifgrasi, túnvingli, snarrótarpunti og língresi, einkum hálíngresi. Fyrst og ffemst var safnað á Norður- og Austurlandi en fyrir um 20 árum safnaði Áslaug Helgadóttir á Suður- og Vesturlandi. Tíðarfarið var okkur hliðhollt því sumarið var hlýtt og ffæ því vel þroskað. Þetta fræ verður síðan varðveitt hjá Norræna genbankanum um ókomna framtíð. Það er mikilvægur liður í starfi genbankans að varðveita gamla stofha af túngrösum, komi og öðrum fóður- og matjurtum. Með því er tryggt að þeir glatist ekki og hægt verður að grípa til þeirra þegar ástæða þykir til, t.d. við kynbætur eða rannsóknir. Genbankinn vill eiga u. þ. b. 40.000 ffæ af hverju sýni og ef söfnunarsýnin eru of lítil verður að fjölga ffæinu. Þegar búið er að þreskja ffæið er það þurrkað og stór hluti hvers sýnis er geymdur í 20 stiga ffosti í húsakynnum genbankans. Restin er geymd í gömlum námum á Svalbarða þar sem ffostið er 4 gráður allan ársins hring. Þar er til varaforði ef eitthvað kemur fyrir í genbankanum. Við þessar aðstæður getur grasffæ geymst áratugum saman en með tímanum minnkar lífsþróttur þess og að lokum þarf að sá ffæinu út til að fá nýtt ffæ sem svo getur lifað í einhverja áratugi. Það felst því mikil vinna í því hjá Norræna genbankanum að endumýja þann efnivið sem til er. Sérstaklega gildir það um tegundir sem ekki em varðveittar sem ffæ t.d. kartöflur. í genbankanum em varðveitt um 60-70 afbrigði af kartöflum og þær þarf að endumýja árlega. Núna em í Norræna genbankanum um 30.000 ffæsýni af ýmsum tegundum og þeim fer stöðugt fjölgandi. Þar vinna 16 manns ffá öllum Norðurlöndunum. Bankinn er til húsa í Alnarp, skammt ffá Málmey í Suður- Svíþjóð. Alls starfa um 100 slíkir genbankar í heiminum og hafa þeir margs konar samstarf sín á milli. Guðni Þorvaldsson RALA

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.