Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 13
Charles Edmunds verslunarstjóri. Bændablaðið Þriðjudagur 28. október 2003 NOW AVAfLABLE! Vesturheimi í verslunum WF. Þetta var gert að undirlagi yfirmanna Gordons sem treystu honum manna best til að sjá til þess markaðssetning vistvænna landbúnaðarafurða gengi sem best. Auk þess vill WF að á milli verslun- ar og framleiðanda sé milliliður. Nú er Gordon sumsé verktaki hjá gamla vinnuveitandanum sínum og allir eru ánægðir! Þannig er nú lífið í henni Ameríku. "Þetta lítur vel út. Salan eykst stöðugt," sagði Gordon í stuttu spjalli við Bændablaðið. "Við byijuðum að flytja inn um 15 þúsund pund en á þessu ári verða þetta 175 til 200 þúsund pund." Á þessum fimm árum hefúr Gordon margoft komið til íslands og m.a. lagt sitt af mörkum til að kenna starfsmönnum Norðlenska að vinna kjötið fyrir ameríska markaðinn. "Gæði kjötsins eru ótvíræð og við fáum mikið afjákvæðum viðbrögðum fiá viðskiptavinum WF," sagði Gordon sem leggur áherslu á að um leið og kjötið er kynnt til sögunnar sé greint frá Is- landi, hvemig sauðfjárrækt sé stund- uð og hvemig rétt sé að matreiða kjötið. "Þetta hefúr verið unnið af Áformi í samvinnu við okkur og WF - og ég er viss um að við erum á réttri leið," sagði Gordon "en við vildum gjaman lengja sölutímabilið. Helst vildum við hefja söluna um miðjan ágúst og eiga nóg af því alla jólahátíðina. Við leggja áherslu á ferskt kjöt því fiyst kjöt á ekki upp á pallborðið hjá fólki. Þetta var reynt fyrir nokkrum árum en gafst ekki vel." Fór í réttir i haust Charles Edmunds, verslunarstjóri WF í miðborg Washington, sagði að það hefði verið að haustlagi fyrir tveimur árum að hann fyrst smakkaði íslenskt lambakjöt og féll fyrir því. "Við- skiptavinir mínir em lfka afar hrifnir af kjötinu sem er mun mildara en þeir eiga að venjast. Við emm með kynningar tvisvar í viku um helgar." Charles sagði að til marks um áhuga fólks á kjötinu mætti nefna að í lok sölutímabilsins keypti fólk gjaman mikið af íslensku lambakjöti. "Fólk setur þetta í ftystikistuna sína og geymir ffam eftir vetri. Þetta er gæðavara og við höfúm aldrei þurft að kvarta undan gæðum." í um- rædda búð koma um 30 þúsund viðskiptavinir á viku. Starfsmenn losa 200 - sem er ótrúlega mikill fjöldi en þjónustustig búðarinnar er líka afar hátt. Þess má geta að Charles kom til íslands í haust og fór í réttir. "Landið var fallegt og ég sá þama stór- kostlega hluti sem ég hef aldrei áður séð," sagði verslunarstjórinn og brosti breitt. Fólk vill magurt kjöt Huge, kjötiðnaðarmaður og starfsmaður WH, er ffanskur að ætt og uppruna - og bjó raunar í Dan- mörku í nokkur ár áður en hann flutti til Bandaríkjanna. Enski hreimurinn er svo ffönskuskotinn að það er magnað að rabba við strákinn sem hafði betri þekkingu á lambakjöti en margur annar sem Bændablaðið hitti ytra. "Viðskiptavinir okkar vilja magurt kjöt og það fá þeir í íslenska kjötinu," sagði ffanski Bandaríkja- maðurinn og bætti við að íslenska kjötið væri afar vel auglýst í búðum WF - sem er rétt. Islenska lamba- kjötið var raunar eina kjöttegundin sem var yfirleitt sérmerkt og auglýst í kjötborðum WF þegar Bænda- blaðið var þama á ferð. Gafgrœnmetisœtu lambakjöt! Siggi Hall er líklega einn víðforlasti matreiðslumeistari lands- ins. Hann var einmitt í Washington á dögunum og skar lambalæri og ræddi - eins og honum er einum lagið - við viðskiptavini verslana WF. "Þeir taka þessu ffábærlega vel. Margir bera þetta saman við banda- ríska og nýsjálenska lambið og segja að bragðið af íslenska kjötinu sé allt annað. Ég hef margoft upplifað það að fólk sem segist ekki bragða lambakjöt lætur undan og fær sér bita - og fellur fyrir því. Þá hef ég líka séð grænmetisætu til þijátíu ára fá sér íslenskt lambakjöt af því að hún trúði því sem satt er að kjötið væri heilbrigt og gott." Ásættanlegt verð i Bandaríkjunum "Mér finnst stórkostlegt að hafa fengið tækifæri til að sjá hvemig ís- lenska lambakjötið er markaðssett í Bandaríkjunum," sagði Jóhannes Verslanir WF voru merktar íslandi í bak og fyrir, en hér eru f.v. Özur Lárusson, Jóhannes Sigfússon, Fjóia Runólfsdóttir og Haukur Halldórsson. Sigfússon, formaður Landssam- bands sauðfjárbænda."Ég er sann- færður um að hér er verið að gera réttan hlut. íslenska lambakjötið er kynnt sem einstakt og verðið er eftir því. Ég býst við að ef við horfúm á þennan markað einan og sér þá fái bóndinn ásættanlegt verð fyrir hvert kíló." Nú vilja forsvarsmenn WF lengja sölutímabilið - fá kjötið fyrr og reyna að gera íslenska lamba- kjötið að jólamat. Jóhannes sagði að þietta væri vissulega áhugavert en ekki mætti slaka á klónni hvað varðar gæði. Þannig væm innifóðruð lömb í desember ekki alveg eins og þau sem fæm beint í sláturhús á haustin. Jóhannes sagði að það hefði komið sér þægilega á óvart að sjá hvað WF legði mikla áherslu á að auglýsa Island sem ffamleiðsluland matvæla í hæsta gæðaflokki. Víða væm stór skilti sem minntu á ísland og starfsmenn væm merktir í bak og fyrir. "Starfsfólkið hefúr mikinn áhuga á verkefninu og er sannfært um að það sé að gera réttan hlut - og versluninni til ffamdráttar," sagði Jóhannes. Athyglisvert aó þurfa að fara til Bandaríkjanna tíl að sjá góða framsetningu á lambakjöti! Um árabil hefúr Fjóla Runólfs- dóttir, sauðfjárbóndi á Skarði í Landssveit, verið ódeig í umræðunni um markaðssetningu lambakjöts. Fjóla fór utan til þess að skoða stöðu þessara mála hjá WF í Washington. "Það er athyglisvert að ég þurfi að fara til Bandaríkjanna til þess að sjá jafn góða ffamsetningu á lambakjöti. Hér er þessu stillt út á þann hátt að fólk vill gjaman kaupa vöruna sem er þannig að það er fljótlegt að elda kjötið og kaupandinn þarf ekki að henda neinu. Hér er líka fólk sem getur svarað spumingum mínum um lambakjötið og þetta þurfúm við að gera heima á Islandi." Fjóla sagði að staða sölumála lambakjöts í Bandaríkjunum hefði komið sér á óvart. Hún hefði vart trúað hvað starfsfólk WF væri jákvætt í garð íslands. Hún drægi í land með margt af því sem hún hefði sagt um útflutning lambakjöts. En hvað annað geta sauðfjárbændur lært afWH? "Hér er boðið upp á fyrsta flokks vöru og hún er vel kynnt af fólki sem hefúr áhuga á því sem það er að gera," sagði Fjóla. Stefnan að auka frágang kjötsins heima á Islandi Bandaríkjamarkaður greiðir besta verðið sem Norðlenska fær fyrir útflutt lambakjöt. Það er líka mikils virði fyrir Norðlenska að lambakjötið sem fer á þennan markað er unnið af staifsfólki Norð- lenska á Húsavík. Kjötið er mikið unnið, nánast í neytendavöm og stefhan er sú að auka enn á ffágang kjötsins hér heima. "Við erum að flytja út góða vöm og sköpum aukna atvinnu heima í héraði," sagði Sig- mundur Ófeigsson, ffamkvæmda- stjóri Norðlenska. "Haldi þessi þróun áffam þá munu ffamleiðendur fá betra verð. Til að auka magnið sem fer á þennan markað verðum við að lengja sláturtímann, bæði byija fyrr að slátra og slátra ffam í desember. Til að örva menn í þessu sambandi þá erum við bjóða þeim hærri verð, eða rúmar 200 krónur, semkoma með fé til slátrunar seinnihluta nóvember og í desember. Þessi tala hefúr verið lægri á öðrum tímum. Bandaríkjamenn vilja fá kjöt fyrr og ef við gætum t.d. slátrað í júlí og út desember myndum við ná um- talsvert meiri sölu hér." Varðandi gæði kjötsins sagði Sigmundur að vissulega þyrfti að að skoða betur þau mál - og ekki síst þá dilka sem er slátrað seint á árinu. Það verður að tryggja að gæðin séu alltafþau sömu. Á Húsavík er búið að koma upp flæðilínum í úrbeiningu, en á þann hátt er hægt að ná mun meiri afköst- um svo og einsleitari ffamleiðslu. Sigmundur sagði að flæðilínan væri undirstaða þess að hægt væri að hafa gæðin jöfn enda hafa ekki komið kvartanir síðan hún kom til sögunn- Sjá næstu blaðsíðu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.