Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 18
18 Bændabloðið Þriðjudagur 28. október 2003 > > * •* % Haustfundir LK Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðum haustfundum LK um einhvern tima þar sem vinna undirbúningshóps vegna nýs mjólkursamnings stendur enn yfir. Nánar veröur auglýst síðar um fyrirkomulag fundahaldsins. Nautakjötsmál Undanfarin misseri hefur stjórn LK unnið að því að finna viöunnandi lausn við vanda nautakjöts- framleiðenda en eins og margoft hefur komið fram stendur verð á nautakjöti ekki undir framleiðslu- kostnaði. Fyrir liggja vel útfærðar tillögur um úrbætur, en þrátt fyrir skilning stjórnvalda á erfiðri stöðu gengur hægt að þoka málinu áfram. Eins og áður hefur komið fram hefur ástandið á kjötmarkaðnum komið verulega niður á sölu á nautgripa- kjöti. Þó gekk betur að selja naut- gripakjöt í september sl. en árið áður, sem gefur von um breytingar. Þrátt fyrir aukna sölu í september er sala síðustu 12 mánaða minni en árið áður og nemur tapið um 10 daga sölu á nautakjöti á ári. Á móti kemur að ástandið á markaðinum og lágt verð hafa gert hátíðarmat að hversdagsmat og því horfa margir söluaðilar til nautakjötsins um komandi hátíðir, enda margir tómir rjúpudiskar á borðum landsmanna! 10 þúsund manns Um miöjan október tók LK þátt í sýningu á vegum Femin.is í Smáralind. Þar var neytendasíða LK, www.kjot.is, kynnt og gestum boðið að gerast áskrifendur að veffréttum. Tókst þetta kynningarátak gríðarlega vel og er nú svo komið að rúmlega 10 þúsund manns fá sendar upp- lýsingar frá neytendavef okkar. Fljótlega verður farið að nota þetta frábæra tengslanet okkar til að auglýsa nautakjöt, kynningar og afslætti í einstökum verslunum. Við væntum þess að með því móti verði hægt að efla enn frekar sókn nautakjötsins á markaönum. Mjólkurmál Kúabændur landsins hafa vafalítið orðið varir við nýja herferö Markaðs- nefndar mjólkuriðnaðarins, MUU. Herferðin er rétt að byrja og hefur náð ótrúlega mikilli athygli. Sitt sýnist auðvitað hverjum um ágætið en Ijóst er að allflestir íslendingar vita nú hvað MUU stendur fyrir. Til þess var ætlast og verður áfram unnið með þessa hugmyndafræði. Jafnframt er unnið að ýmsum markaðsrann- sóknum og viðhorfskönnunum. Auglýsingar og kynningar eru svo aðlagaðar að niöurstöðum fyrrnefndra kannana og rannsókna. Óbreytt sala - ekki nógu gott máll Hvað snertir sölumál mjólkur þá varð söluaukning á mjólk í september miðað við septembermánuð 2002 upp á 3,8% en 12 mánaða uppgjöriö sýnir þó enn fall I neyslu mjólkur um 0,9%. Á móti kemur að aukning er sl. 12 mánuði í sölu á skyri, rjóma, jógúrti og ostum og er heildarniður- staðan því sú að salan er óbreytt sl. 12 mánuði miðað við fyrra ár. Á sama tima hefur þó íslendingum fjölgað og því er óbreytt ástand í raun ekki nógu gott. Stefnumótun nautgriparæktar Stefnumótun nautgriparæktar er nú á leið til allra nautgripabænda og ætti að berast þeim í vikunni. Mjólkur- framleiðendur fá hana senda með mjólkurbílunum en nautakjöts- framleiðendur með landpósti. Allir kúabændur eru hvattir til að kynna sér stefnumótunina vel. Skrifstofa LK Sími: 433 7077. Fax: 433 7078. Netfang: lk@naut.is. Veffang: www.naut.is. Heimiiisfang: Landssamband kúabænda, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnesi. Umsjón Snorri Sigurðsson, LK Eniiriaenníin laniWarins Bændasamtök Islands Endurmenntunarnámskeið fyrir bænd- ur sem Bændasamtök íslands standa fyrir Fóörun.mjólkurkúa: Rekstur á kúabúi Efni: Á námskeiðinu verður fariö yfir helstu áhersluatriði varðandi gróffóðurgæði og gróffóðuröflun á kúabúi, - fóðrun ungviðis, - sérstök áhersla lögð á fóðrun og hirðingu mjólkurkúnna á mis- munand skeiöum framleiðsluferlisins, holdafar, heilbrigði og fóðuráætlanagerð. Enn fremur verður fjallað um nokkra mikilvæga þætti I rekstri á kúabúi, einkum fóðuröflunarkostnað. Tími: Seinni hluti nóvember 2003. Einn og hálfur dagur. Staðir: Önundarfjöröur og Barðaströnd. Umsjónarmaður: Gunnar Guðmundsson, BÍ Meira fyrir búvélarnar Greining á vélaþörf og mat á vélakostnaði. Farið er yfir grundvallaratriði vélasamvinnu og verktakastarfs. Þátt- takendur geta unnið með tölur úr eigin rekstri. Lækkum búvélakostnaðinn! Dagur: 19. nóvember (miðvikudagur) Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: 10-17 Leiðbeinandi: Bjarni Guðmundsson (LBH) Rafgirðingar Markmið er að þátttakendur fái fræðilega og verklega þjálfun í uppsetningu rafgirðinga. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Bútæknideild RALA. Dagur: 20. nóvember (fimmtudagur) Staður: Hvanneyri, Bútæknihús Tími: 10-19 Leiðbeinandi: Grétar Einarsson (RALA) Kynbætur sauðfjár Efni: Á námskeiðinu verður fjallað ítarlega um erfðir og kynbætur sauðfjár, úrval fyrir mikilvægum eiginleikum, kynbótamat og ræktunarstarf. Tími: Seinni hluti nóvember 2003. Staöir: Norður-Þingeyjarsýsla, Húnavatnssýslur og Strandir. Einn og hálfur dagur. Umsjónarmaður: Jón Viðar Jónmundsson, búfjárræktarráðunautur BÍ Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Endurmenntun - námskeið framundan Tamning fjárhunda (grunnnámskeið) Undirstöðuatriði við tamningu og þjálfun fjárhunda. Þátttakendur vinna meö eigin hunda á námskeiðinu. Verkleg kennsla, fyrirlestrar og myndbandasýningar. Dagar: 31. október-2. nóvember (föstud.-sunnud.) 3.-5. nóvember (mánud.-miðvikud.) (ef næg þátttaka fæst) Staður: Suðurland (Árnes- og/eða Rangárv.sýsla) Tími: 10-18, 9-18,9-16 Leiðbeinandi: Gunnar Einarsson Tamning fjárhunda (framhaldsþjálfun) Stutt úttekt á fjárhundi og leiðbeiningar um framhalds- þjálfun. Hundur og þjálfari hans verða að hafa sótt áður grunnnámskeið fyrir fjárhunda. Dagur: 6. nóvember (fimmtudagur) Staður: Suðurland (Árnes- og/eöa Rangárv.sýsla) Tími: 10-18 Leiðbeinandi: Gunnar Einarsson Skráningu á fjárhundanámskeiö á Suöurtandi verður lokiö þegar þessi auglýsing birtist. Möguleiki er samt að hringja í endurmenntunarstjóra til að athuga hvort pláss hafi losnaö. Málmsuöa I Markmið aö þátttakendur öðlist þekkingu á undirstöðu- atriðum við málmsuðu. Námskeiðið er ætlað fólki sem hefur litla eða enga reynslu af málmsuðu. Mikið verk- legt. Dagur: 13.-15. nóvember (fimmtud.-laugard.) Staður: Hvanneyri, Bútæknihús (Ný og glæsileg aðstaða fyrir verklega kennslu) Tími: 10-18 (13.nóv.), 9-18 (14.nóv.) og 9-16 (15.nóv.) Leiðbeinandi: Hilmar Hálfdánsson (LBH) Klaufskuröur Þjálfun í klaufskurði. Auk þess fjallaö um fótagerð naut- gripa og mikilvægi góðrar klaufhirðu fyrir heilsufar naut- gripa. Verklegt og bóklegt. Dagar: 25.-26. nóvember (þriðjudagur og miövikudagur) Staður: Suðurland Tími: 10-16:30 (25.nóv.), 10-16:30 (26.nóv.) Leiðbeinandi: Sigurður Oddur Ragnarsson Skráning á klaufskurðarnámskeið skal vera fyrir 11. nóvember Almennur skráningarfrestur er viku fyrir námskeið. Skráning og nánari upplýsingar um námskeið Landbúnað- arháskólans fást á skrifstofu hans í síma 433 7000 eða hjá endurmenntunarstjóra í síma 433 7040. Einnig má nálgast upplýsingar á heimasíðu skólans, www.hvanneyri.is. Hólaskóli Gæðaátak á hrossaræktarbúum Um er að ræða átaksverkefni í samvinnu við Hestamiðstöð íslands þar sem tekið er á öllum helstu þáttum í rekstri hrossabús. Þessir þættir eru m.a.: kynbætur hrossa, fóðrun, heilbrigði, landnýting, tamningar, markaðsmál, rekstur og gerð áætlana. Verkefnið, sem tekur um eitt ár, samanstendur af fimm námskeiðum (samtals 66 kennslustundir) sem fylgt er eftir með úttektum heima á bæjunum. Eftir það tekur við mat á árangri, uppfærsla markmiða og áætlana einu sinni á ári auk persónulegrar ráðgjafar. Boðið er upp á verkefnið í heild í samvinnu við stofnanir, félög eða einstaklinga. Það gæti hafist í byrjun árs 2004. Umsjón: Víkingur Gunnarsson, deildarstjóri Hólaskóla. íslenski hesturinn, saga og menning Námskeiöið er byggt upp sem 6 sjálfstæðir fyrirlestrar. Meðal efnis sem tekið er fyrir: Uppruni og sérkenni, hesturinn í menningu þjóöveldisaldar, reiðtygi og reið- fatnaður, hesturinn í skáldskap, gangtegundir íslenska hestsins og saga þeirra, saga hrossaræktar og reið- mennsku á íslandi, íslenski hesturinn meö augum erlendra ferðalanga. Námskeiðið verður haldið í Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal en endanleg tímasetning verður auglýst síðar. Umsjón: Björn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sögu- seturs íslenska hestsins. Markaðssetning þjónustu Nemendur verða leiddir i gegnum gerð einfaldrar markaðsáætlunar fyrir smærri fyrirtæki. Meðal þess sem tekið verður fyrir eru helstu markaðshugtök, skipting markaðar, markhópar, blöndun söluráða, kynning þjónustu, fjárhagsáætlun, ímynd, samvinna starfsmanna og samskipti við viðskiptavini. Dagar og timi: þriðjudagur 18. nóvember kl. 14-19 og miðvikudagur 19. nóvember kl. 9-12. Staður: Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal. Kennari: Elín Sigrún Antonsdóttir, markaðsfræðingur og kennari við Hólaskóla. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsíðu Hólaskóla (www.holar.is) og hjá Sólrúnu Harðardóttur endurmenntunarstjóra. Skráning fer fram hjá skólanum í síma 455-6300 eða í tölvupósti: solrun@holar.is Garðyrkjuskólinn Reykjum Lesið í skóginn - tálgað í tré (grunnnámskeið) Dagur: 4. nóvember (þriðjudagur) Staöur. Garðyrkjuskólinn Tími: 17 0122 Leiðbeinandi: Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum. Lesið í skóginn - tálgað í tré (fram- haldsnámskeið) Dagur: 6. nóvember og 8. nóvember (fimmtudagur og laugardagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 17 til 22 (6.nóv.) og 10 til 17 (8.nóv.) Leiðbeinandi: Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúöum. Sjúkdómar og skaöar í skógi Dagur: 7. - 8. nóvember (föstudagur og laugardagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 16 til 19 (7.nóv.) og 9 til 16 (8.nóv.) Leiðbeinandi: Guðmundur Halldórsson, Mógilsá ATH: Námskeiðið er ætlað þátttakendum í Grænni skógum á Suöurlandi Endurræktun grasflata Dagur: 14. nóvember (föstudagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Tími: 9 til 15 Leiðbeinendur: Allt sérfræðingar á þessu sviði. Jólaskreytingar og jólakonfekt Dagur: 10. desember (miðvikudagur) Staöur: Garðyrkjuskólinn Tími: 17 til 22 Leiðbeinendur. Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti og Júlíana Rannveig Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blóma- skreytingabraut skólans. Jólaskreytingar og jólakonfekt Dagur: 13. desember (laugardagur) Staður: Garðyrkjuskólinn Timi: 13 0118 Leiðbeinendur. Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti og Júlíana Rannveig Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blóma- skreytingabraut skólans. Skráning og nánari upplýsingar um námskeið Garðyrkju- skólans fást á skrifstofu hans í síma 480-4300 eða hjá endurmenntunarstjóra í síma 480-4305. Einnig má nálgast upplýsingarnar á heimasíðu skólans, www. reykir.is. Hagaskjól fyrir hross Hagaskjól fyrir hross má útbúa á ýmsan hátt. Þau þurfa þó að vera þannig úr garði gerð að þau veiti raunverulegt skjól í ríkjandi vindáttum á viðkomandi stað. Sums staðar getur hentað að ýta upp jarð- vegsgarði og græða hann upp. Slíkur garður þarf að ná að minnsta kosti 2,5 metra hæð fullsiginn. Annars staðar hentar betur að byggja skjól úr timbri. Einna einfaldasta gerðin er þá þriggja arma skjólveggur sem byggður er á öfluga staura. Best er að nota gamla síma- eða raflínustaura sem reknir eru a.m.k. 1,2 - 1,5 metra í jörðu. Gott ráð er að bora fyrir staurunum með 30 cm breiðum jarðvegsbor og púkka möl að staurunum þegar búið er að stinga þeim í holurnar. Hægt er að sækja um jarðabótaframlag út á hrossaskjól. Til þess að skjólveggurinn uppfylli reglur sem settar hafa verið um slíkt framlag þarf hæð hans yfir yfirborð jarðvegs að vera a.m.k. 2,5 metrar. Staurarnir þurfa því að standa a.m.k. 2,5 metra upp úr jörðu og útlits vegna er sjálfsagt að hafa þá alla jafn háa. Þegar búið er að ganga frá staurunum eru þeir klæddir með timbri, t.d. með borðum 25 x 100 mm eða 25 x 125 mm og rifur hafðar á milli borðanna til þess að vindurinn síist í gegnum vegginn. Best er að nota gagnvarið timbur í klæðninguna en það dugar einnig að bera karbolíntjöru á það. Karbolíntjaran kemur að verulegu leyti í veg lyrir að hrossin nagi timbrið. Gisklæddur veggur gefur mun betra skjól heldur en þéttklæddur veggur af sömu hæð. Sérstaklega gætir skjóls lengra út frá gisklædda veggnum og vindsveipir myndast oft hlémegin við þéttklædda veggi. Af þeim sökum hentar betur að klæða hrossaskjól með timbri heldur en bárujámspiötum. Meðfylgjandi myndir sýna hagaskjól af umræddri gerð. Teikningu að sh'ku skjóli geta bændur og hestamenn fengið endurgjaldslaust hjá bygginga- þjónustu Bændasamtaka Islands eða sótt hana á heimasíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.