Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið Þriðjudagur 28. október 2003 Bændablaðið er málgagn íslenskra bænda Bændablaðið kemur út hálfsmánaöarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaöinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur aö blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðiö, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eirfkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: 9500 eintök islandspóstur annast dreifingu blaðsins aö mestu leyti. ISSN 1025-5621 Lambakjöt til Bandaríkjanna í blaðinu í dag er ítarleg umfjöllun um sókn Norðlenska á bandarískan markað. Athygli vekur hvað íslenska lambakjötið er dýrt í verslunum Whole Foods - og ekki síður sú staðreynd að bændur fá sæmilegt verð fyrir kjötið. Dollarinn þyrfti reyndar ekki að hækka mikið til þess að skilaverð til bænda vegna þessa útflutnings væri viðunandi. íslenska lambakjötið er meðhöndlað og selt í umræddum verslunum sem gæðavara og ffágangur kjötsins í kæliborðum er til fyrirmyndar. Fjóla Runólfsdóttir, bóndi í Landssveit, sem er meðal annars þekkt fyrir skelegga baráttu fyrir betri markaðssetningu lambakjöts á innanlandsmarkaði, var í Bandaríkjunum á dögunum og varð á orði að það væri einkennilegt að þurfa að fara alla leið til Vesturheims til að sjá hvað hægt væri að gera fyrir lambakjötið. Nú er það svo að vissulega eru til verslanir hér heima sem leggja alúð við lambakjötið - sem og annað kjöt sem bændur framleiða - en því er ekki að leyna að ífamsetning kjöts í mörgum verslunum er síður en svo nógu góð og spuming hvort aðrar ættu yfirleitt að fá að selja kjöt. Ekki má gleyma því að bandaríska verslunarkeðjan er ætluð þeim sem eiga nóg til hnífs og skeiðar og búðir af því tagi sem hér um ræðir em ekki til hér á landi. Markaðssetning á lambakjöti í Bandaríkjunum - rétt eins Danmörku og án efa víðar - er til mikillar fyrirmyndar. Áhersla hefúr verið lögðá að starfsfólk WF viti eitthvað um vömna og margir á vegum WF hafa lagt leið sína til íslands til að fylgjast með haustréttum svo dæmi sé tekið. Ef ný vara kemur inn í verslanir WF em 2-3 starfsmenn í hverri búð gerðir ábyrgir fyrir vömnni. Jafnt í Danmörku og Bandaríkjunum er hægt og bítandi byggð upp sú ímynd að matvömr ffá íslandi séu fágætar og eftirsóknarverðar. Þetta er háleitt markmið og gott en það er líka auðvelt að misstíga sig á krókóttum vegi vömvöndunar og loforða. Ef afurðastöðvar - og þar með bændur - ætla að halda þeim mörkuðum sem þeir em að vinna er alveg ljóst að vandvirkni og orðheldni verður að svífa yfir vötnunum. Afurðastöðvamar verða að hafa einhverja samvinnu um útflutninginn, en þegar grannt er skoðað em það hagsmunir bænda sem afurðastöðvamar verða að hafa í huga. Bændur þurfa líka að athuga að þeir verða að hlusta eftir óskum markaðarins því hvað sem hver segir þá er það neytandinn sem að lokum kveður upp sinn dóm. Markaðurinn í Bandaríkjunum er ekki síst athyglis- verður fyrir þá sök að þar bera menn mikla virðingu fyrir íslenska lambakjötinu og íslenskum landbúnaðar- vörum. Vel má vera að þama hafi opnast gátt sem á effir að koma sér vel þegar ffam líða stundir en þá verða íslendingar líka að halda vel á spilunum./ÁÞ. Gagnagrannir iyrir forvstuK Nú er komin af stað upp- lýsingasöfnun um forystufé sem miðar að því að ná saman eins miklum ættemisupplýsingum um þennan stofn og hægt er. íslenskt forystufé er einstakur fjárstofh og ekki eru heimildir um erlend fjárkyn með sambærileg einkenni. Sérstaða forystufjár liggur í sérstökum hæfileikum þess og vitsmunum, sem koma m.a. ffam í forystueðli og einstakri ratvísi. Forystufé var afar mikils metið fyrr á tímum, sérstaklega þegar fé var beitt á vetmm en þá var oft nauðsynlegt að geta náð fé í hús undan veðmm með stuttum fyrirvara. A seinni ár- um hefúr notagildi for- ystufjárins minnkað með breyttum búskap- arháttum þar sem sauðfé er nú nær allt á húsi allan veturinn. Stofninum hefúr þó verið haldið við, yfirleitt þannig að bændur eiga fáeinar forystukindur í hjörðinni. Til þess að styrkja við- hald forystufjárins hafa sauðfjár- sæðingastöðvamar verið með for- ystuhrúta um árabil og hefúr notkun þeirra verið veruleg. Töluverður áhugi er á því meðal fjáreigenda að viðhalda stofninum og hefúr verið stofnað sérstakt áhugamannafélag Forystufjár- ræktarfélag Islands. íslenskur landbúnaður hefúr þá sérstöðu, miðað við mörg önnur lönd, að hér hafa gömlu búfjár- kynin varðveist, án mikillar íblöndunar. Sifellt fleiri em að vakna til vitundar um mikilvægi þess að vemda þessi búfjárkyn og viðhalda með því líffræðilegum fjölbreytileika. I úttekt Lámsar Birgissonar á forystufénu árið 1993 kom fram að áætlaður fjöldi foiystukinda var þá ríflega 900 hreinræktaðar foiystu- kindur og tæplega 500 blendingar. Notkun sæðinga hefúr hafl mikil áhrif á stofninn þar sem færri bændur halda eigin forystuhrúta og nota sæðingar í staðinn. Þessi þróun hefúr því sennilega valdið vaxandi skyldleikarækt í stofhinum. Upplýsingar um forystufé hafa ekki skilað sér inn í hefðbundið af- urðaskýrsluhald í sauðfjárrækt nema að hluta til. Astæðan er sú að forystufé er ekki haldið vegna afurða í ull og kjöti eins og annað fé og margir bændur hafa því ekki séð ástæðu til að skila skýrslum um það. Ættfærsla hluta forystu- fjárstofnsins er því brotakennd í gagnagmnni sauðfjárræktarinnar og ekki em heldur tiltækar fúll- nægjandi upplýsingar um fjölda forystufjár og dreifingu þess um landið. Líklegt er þó talið að forystufé hafi ekki fækkað að marki sl. 10 ár, þ.e. frá því að úttekt Lámsar Birgissonar var gerð. Til þess að geta staðið vel að því að varðveita forystufjár- stofninn er nauðsynlegt að koma upp tæmandi skýrsluhaldi yfir hann ásamt gögnum um öll ættar- tengsl sem hægt er að nálgast. Þannig yrði til heildstætt yfirlit yfir allt forystuféð. í framhaldi af því væri hægt að gera ræktunar- áætlun sem miðaði að því að halda stofninum við á sem breiðustum erfðagmnni til langs tíma og koma í veg fyrir of mikla skyldleikarækt. Forsenda þessa er að upplýsingar fáist frá öllum þeim sem halda forystufé í landinu. Söfhun þeirra fer fram í tengslum við lokaverkefni mitt við bú- vísindadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Ég hef þegar hringt í fjöldann allan af bænd- um og þeir hafa margir hverjir þegar komið upplýsingum til mín. Hins vegar em það eflaust margir sem ég hef enn ekki náð til. Æskilegt væri að þeir hefðu samband við mig til þess að gagnabankinn gefi sem gleggsta mynd af þeim foiy'stufjárstofni sem til er. Ég hvet því alla sem þegar hafa fengið eyðublöð í hendur að fylla þau út og senda af stað. Einnig hvet ég þá sem ekki hafa fengið eyðublöð til að hafa samband og ég mun útvega þau um hæl. Virðingarfyllst, Sigríður Jóhannesdóttir Hvanneyrargata 8a 311 Borgarnes netfang: nem.sigridurj@hvanneyrLis Síntar: 437-0232 /865-7213 Hafír þú mætur á forystufé, fegin og þakklát ég væri. Að fá um þess afrek og ættartré innlegg við tækifæri. Á síðustu misserum hafa horfúr í byggðamálum breyst vemlega. Mestu framkvæmdir Islands- sögunnar í orku- og iðnaðarmálum em hafhar á Austfjörðum. Þetta verða gífúrlegar ffamkvæmdir sem standa í mörg ár. Þær munu hafa í för með sér aðra uppbyggingu í tengslum við búsetu og þjónustu við atvinnustarfsemina sem þama verður. Jafhframt þessu liggja fyrir ákvarðanir stjómvalda um gerð þriggja jarðganga á Nojðausturlandi. I byggðaáætlun sem samþykkt var á liðnu vori var aðaláhersla lögð á að styrkja Akureyri sem mótvægi við höfúðborgarsvæðið. Umhugsunarefni Það er vissulega fagnaðarefhi að nú hillir undir betri tíma á norðaustur hluta landsins. Hins vegar hlýtur það að vera umhugsunarefni hversu þær fyrirætlanir sem hér um ræðir, og allar em ffá stjómvöldum komnar, deilast ójafht niður á landið. Augljóst er að næstu ár verða öðrum svæðum í dreifbýlinu, og alveg sérstaklega í Norðvesturkjördæminu, mjög erfið. Þeirri aðalstoð í atvinnulífinu sem sjávarútvegurinn hefúr verið á mörgum þessara byggðasvæða hefúr verið sópað burt með séreignarstefhu stjómvalda á fiskinum í sjónum. Landbúnaður á í vök að veijast. Sauðfjárrækt sem hefúr verið kjöl- festa byggðar á afskekktum svæðum stendur veikari en nokkm sinni. Atvinnustarfsemi tengd henni s.s. rekstur sláturhúsa hefúr verið lögð niður. Gífúrlegar ffamkvæmdir í einum landshluta skapa óhjákvæmi- lega öðrum svæðum sem veikt standa mikinn vanda. Við jietta bætist samdráttur í ffamkvæmdum hins opinbera sem stjómvöld hafa lýst yfir að skuli beitt til mótvægis við spennuna sem myndast. Ábyrgð stjórnvalda og mótvœgisaðgerðir Stjómvöld bera alla ábyrgð í þessu efni vegna þess að hinar miklu ffamkvæmdir sem standa fyrir dyrum em fyrir atbeina þeirra. Þörf fýrir byggðaaðgerðir myndast óhjá- kvæmilega vegna þess ójafhvægis sem mun myndast milli byggðarlaga og landsvæða. Endurskoða þarf tímasetningu ffamkvæmda og aðrar fýrirætlanir sem geta haft jákvæð áhrif á búsetu og atvinnulíf annars staðar en á vaxtarsvæðunum sér- staklega með það í huga að nýta svigrúm áður en mesta spennan myndast. Þar er nærtækast að hrinda í ffamkvæmd verkefhum í samgöngu- málum, sérstaklega þeim sem mögulegt er að hefja án mikils fyrirvara. Sérstakt átak ætti að gera til að auka möguleika til ffamhalds- menntunar og að styrkja menntun í dreifbýli. Aflétta þarf höftum á atvinnu- ffelsi manna í sjávarbyggðum þannig að þær geti aflur farið að njóta nálægðarinnar við gjöfúl fiskimið. Stuðningur hins opinbera við at- vinnulíf í hinum dreifðu byggðum hefúr verið bundinn við mjólkiu"- ffamleiðslu og sauðfjárrækt. Þessum stuðningi verður í ffamtíðinni að breyta í stuðning við atvinnuiíf í dreifbýli og ffeista þess að skapa ný atvinnutækifæri. Nú er brýnast hvað þennan þátt varðar að gerður verði nýr samningur við sauðfjárbændur sem leysir þá frá útflutnings- skyldunni og opnar þeim sem það vilja leið til nýrra atvinnutækifæra. Nú þarf að bregðast við af myndugleik og verulegum krafli til að ójafhvægi milli landsvæða í dreifbýli skapi ekki nýjan vanda í byggðarlögum sem hafa hann nógan fýrir. Þess vegna höfúm við flutt tillögu til þingályktunar á Alþingi um að fela rikisstjóminni að ieggja fýrir Alþingi aðgerðaáætlun með það að markmiði að draga úr fýrirsjáanlegu ójafnvægi í byggðamálum. Jóthann Arsœlsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir, atþingismenn Samfylkingarinnar i Norðvesturkjördœmi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.