Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 12
Tœp 200þúsund smakka íslenskt lambakjöt í haust og vetur íslenska lambakjötið í verslunum Whole Foods í Ameríku kemur frá Norðlenska á Húsavík en Áform, með Baldvin Jónsson í farar- broddi, ruddi brautina. Nú er hægt að fá lambakjöt í verslunum Whole Foods víða um Bandaríkin og líkur benda til að á næsta ári verði kjötið í 120 verslunum. Fimm ár em nú liðin fiá því að Norðlenska sendi lamba- kjöt fyrst til Bandaríkjanna. Á dögunum fóm nokkrir íslendingar til Washington til að skoða sölu á lambakjöti í höfúðborg Bandaríkjanna, en þessu greinar- komi er ætlað að varpa ljósi á söguna og fyrirtækið fyrir vestan sem selur lambakjötið. í ljósi aukinnar útflutningsskyldu sláturleyfishafa er þessi útflutningur enn mikilvægari en áður fyrir Norðlenska og er allt kapp lagt á að auka það magn afúrða sem flutt verður út til Bandaríkjanna í ár frá fyrra ári. í samstarfi við Áform og Whole Foods er stefht að því að flytja út í ár allt að 90 tonnum af fersku, unnu lambakjöti sem er ígildi 160- 180 tonna í skrokkum. í fyrra fóru tæp 40 tonn af unnu lambakjöti. í september keyptu verslanir WF álíka magn af lambakjöti og allt árið í fyrra og þá var meðalskilaverð Ameríkuútflutnings til afúrðastöðvar um um 640 krónur. Gert er ráð fyrir að sambærileg tala fyrir núverandi tímabil verði eitthvað lakari því dollarinn er allnokkuð lægri en hann var í fyrra. Afkoma afúrðastöðvar versnar þó ekki mikið því meira magn fer með skipi nú sem er ódýrari flutningur og vegur það nokkuð upp lágt gengi dollars. Greiðslur til bónda vegna útflutnings tekur mið af meðalút- flutningsverði afúrðastöðvar því er mikilvægt að reyna að flytja sem mest út á "góða" markaði eins og sá bandaríski er. Ef allur útflutningur færi á markaði sem skila eins og Bandaríkin þá myndu afúrðastöðvar geta hækkað greiðslur fyrir útflutn- ing þannig að minni munur væri milli greiðslna á kjöti á innanlands- markað og kjöti sem fer í útflutning - "útflutningsskyldu". Bjartsýnir benda á að dollarinn þurfi ekki að lyfta sér mikið til þess að hægt sé að skila sama verði til bænda af Ameríkuútflutningi eins og af kjöt á innanlandsmarkaði. Lambakjötinu er vagúmpakkað í 10 kg pakkningar og er ýmist um að ræða svokallaða lambapakka þar sem í eru lambalæri, hryggur, ffam- partur og skankar eða meira unnar afúrðir s.s. hálf- og fúllúrbeinuð læri og auðvitað þær vörur sem eftir- spumin er hvað mest eftir, aftur- og ffamhiyggur. I haust er í fyrsta skiptið flutt út umtalsvert magn sjó- leiðina í 40 feta gámum, sjóffakt er ódýrari en flug svo þessi útflutningur mun gefa betri ffamlegð til afúrða- stöðvar sem væntalega getur greitt hærra verð til bóndans í ffamtíðinni. Kjötið er nú gaspakkað sem gefúr mun lengra geymsluþol og fiyggir að hægt sé að bjóða upp á lamba- kjötið ffam yfir jól. Hryggir eru afar vinsælir meðal neytenda ytra og sagði Sigmundur Ófeigsson að helst vildi WF að það væru tveir hryggir á hveiju lambi... I haust og ffam að jólum efúir Áform til 700 kynninga í WF verslunum - og ekki af ástæðulausu því það hefúr sýnt sig að 80% þeirra sem fást til að smakka kjötið, kaupa það. Gert er ráð fyrir að 180.000 manns fái að smakka kjöt í fyrir- huguðum kynningum í haust og eru bundnar miklar vonir við að nú hefjist hin raunverulega markaðs- setning fyrir alvöru. Þar sem tak- markað fjármagn er til ráðstöfúnar við markaðssetninguna hafa menn þurft að sníða sér stakk eftir vexti. WF stefhir að því að auka kaup á lambakjöti verulega ár hvert næstu fimm árin. Mikill hagnaður af rekstri Whole Foods Saga Whole Foods hófst árið 1978 þegar núverandi aðalforstjóri, John Mackey, opnaði Safer Way Natural Foods í Austin, Texas. Þegar fyrirtækið sameinaðist annarri verslun árið 1980 varð til sam- steypan Whole Foods. Eftir að hafa stækkað jafht og þétt árum saman tók Whole Foods vaxtarkipp á síðari hluta tíunda áratugarins - og er nú með hátt á annað hundrað verslanir í Bandaríkjunum. Whole Foods er stærsta smá- söluyrirtæki í heimi á sviði náttúru- vænna afúrða. Hagnaðarhlutfall fyrirtækisins er rúmlega tvöfalt það hlutfall sem venjulegt má teljast í matvöruverslun. Þá má geta þess að hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað um 125% á síðustu tveimur árum. Þessi athyglisverða arðsemi WF byggist á því að laða að fyrirtækinu bestu viðskiptavinina - þá sem ekki velta mikið vöngum yfir verðrnu - og yfirtaka síðan megnið af sam- keppnisfyrirtækjunum! Sala á líffænum og náttúrulegum matvælum jókst stórkostlega á tíunda áratugnum og búist er við að sú þróun haldist. Vöxtur og viðgang- ur Whole Foods endurspeglar vax- andi áhuga neytenda á líffænum og náttúrulegum matvælum. Sala á líf- rænni fæðu hefúr nánast tvöfaldast undanfarin fimm ár, samkvæmt upp- lýsingum ffá Organic Trade Ássociation (Samtökum fyrirtækja sem selja líffæna fæðu). Gera má ráð fyrir að 3-5% bandarísku þjóðarinnar hafi áhuga á að neyta vistvænnar vöru og greiða hátt verð fyrir. Afkoma WF Um mitt sumar gaf WF út til- II kynningu um sölu og tekjur vegna þriðja ársfjórðungs sem lauk 6. júlí 2003. Á þessu 12 vikna tímabili jókst salan um 15% og fór upp í 749 milljónir dollara. Vaxandi eftirspurn eftir hfrœnni fœðu Árið 2002 jókst eftirspum eftir vottuðum, náttúrulegum og líffæn- um matvörum um 8,8% í Banda- ríkjunum og veltir greinin nú 14,4 milljörðum dollara. Hlutur líffænnar fæðu í þessari tölu er 8,5 milljarðar dollara og var söluaukningin í þess- um geira 20% árið 2002 samkvæmt viðskiptatímaritinu Nutrition Busi- ness Joumal (ársrit um viðskipti í matvælum). Verslanir WF leggja megináherslu á sjálfbæra ffam- leiðsluhætti á matvælum svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði þar sem dýravemd er höfð að leiðarljósi svo og umhverfismál og hollusta mat- væla. Uppruni matvæla er mikilvægt atriði en í verslununum em myndir af bændafjölskyldum sem ffamleiða eitt og annað sem fæst í búðunum. Áform - verkefninu er lokið Nú eru liðin sjö ár ffá því að starfsemi Áforms hófst. Það var Al- þingi sem kom Áformi á legg í þeim tilgangi að markaðssetja vörur á grundvelli sértækra, íslenskra gæða. Ekki skipti máli hvort um væri að ræða vistvænt eða líffænt - og því má bæta við að á þeim tíma var fátt um reglur á þessu sviði. Haukur Halldórsson, bóndi í Þórsmörk á Svalbarðsströnd, var formaður stjómar Áforms fiá upphafi til áramóta 2002/3. Það form sem var á Áformi hefúr breyst og sá þáttur sem sneri að líffænni ffamleiðslu var vistaður á Hvanneyri með sérstökum samningi við skólann. Núverandi formaður Áforms er Jón Sveinsson lögmaður. Fljótlega komu upp hugmyndir um að markaðssetja unnið lambakjöt í Bandaríkjunum - og nú síðast í Danmörku í samvinnu við SS. "Eitt er að finna markað og annað er að vinna hann," sagði Haukur í samtali við blaðið og bætti við að það hefði tekið allnokkum tíma að finna heppilega verslunarkeðju en það tókst m.a. fyrir atbeini vistvænna bænda sem Baldvin Jónsson kynntist í Colorado. "Nú hefúr Norðlenska selt lambakjöt til Bandaríkjanna í fjögur, ár magnið hefúr aukist ár ffá ári. Auk þess er kjötið unnið á Húsavík og þannig verður eftir umtalsverður virðisauki í landinu." Haukur sagðist hafa farið til Bandaríkjanna þegar verkefhið fór af stað og aftur fyrir tveimur árum. "Nú er ég hér í þriðja skipti - en í hin tvö fyrri var ég orðvar. Nú get ég sagt með sanni að ég er bjartsýnni á þennan útflutning en nokkru sinni áður." Við erum á réttri leið Gordon Blair, fyrrum yfirmaður kjötdeilda Whole Foods, ákvað fyrir fimm árum að helga sig m.a vist- vænu kjöti og markaðssetningu þess

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.