Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. október 2003 Bændobloðið 9 Ahrif áburOargjafar á líí og vöxl trjáplantna Undanfarin misseri hafa starfsmenn Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríksins rannsakar áhrif áburðargjafar á Iff og vöxt tjáplantna. Verkefnis- stjóri var Hreinn Óskarsson en verkefnið var samfjármagnað af Tæknisjóði RANNÍS og Framleiðnisjóði land- búnaðarins. Verkefninu lauk í ágúst. Afrakstur verkefnisins er m.a. ný þekking á áhrifum áburðargjafa á lifun, vöxt, frostþol, svepp- rótamyndum og frost- lyftingu. Gerð var áburðarblanda strax á fyrsta ári verkefnisins þar sem auð- og seinleystum áburði er blandað saman, Gróska II. Afrakstur verkeíhisins er enn- fremur ný verkþekking og verk- þáttur við nýskógrækt á Islandi sem nú þegar hefúr skilað sér í bættum árangri við nýskógrækt. Niðurstöður verkefhisins eru nú þegar nýttar við allar stærri fram- kvæmdir í skógrækt á landinu. Telja ráðunautar landshlutabund- inna skógræktarverkefna að áburð- argjöf á trjáplöntur við gróður- setningu hafi yfirleitt stórbætt árangur við skógrækt, sér í lagi á rýru landi. Hafa affoll stórminnkað og spretta á fyrstu árum eftir gróð- ursetningu aukist, og er það í fullu samræmi við niðurstöður þessa verkefnis. Má því segja að það fjármagn sem veitt var til verk- efhisins hafi ávaxtað sig margfalt strax á síðari hluta styrktímabilsins. A síðasta áratug 20. aldar jókst gróðursetning skógarplantna mjög á Islandi. Arangur var " ekki góður í öllum tilfellum og urðu affoll of mikil. Til að kanna hvort lélegt næringar- ástand kynni að valda þessu voru gerðar áburðartilraunir í skóg- rækt og í ffamhaldi af því hófst rannsóknaverkefn- ið „Áhrif áburðargjafa á líf og vöxt trjáplantna". Meginmarkmið verk- efhisins var að rannsaka hvort hægt væri að auka líf og vöxt trjáplantna með áburðargjöf. Auk þess voru nokkur undirmarkmið: O Hvort nægilegt væri að bera á trjánlöntur við gróðursetningu, eða nvort endurtaka þyrfti áburðargjöf að nokkrum árum liðnum. O Hvaða næringarefni skorti, hvaða samsetning og magn áburðar væri hagstæðust trjáplöntum. O Á hvern hátt, á hvaða tíma og á hvaða formi áburðargjöf væn hagstæðust. O Hvaða áhrif áburðargjafir hafa á aðra þætti sem valda afíollum í nygróðursetningum, s.s. kal, frostfyftingu og ranabjölluskemmdir. Helsta niðurstaða verkefhisins var sú að hægt er að bæta lifun verulega með áburðargjöf við gróðursetningu og um leið bæta árangur og draga úr kostaði við Bændaferð Búnaðarsamband Kjalarnesþings efnir til dags- ferðar um Borgarfjörð laugardaginn 1. nóv. n.k. Farið verður frá Mosfellsbæ í rútu kl. 9:30 um Hvalfjarðargöng og komið að Hesti, Reykholti, Hvanneyri, Eystri-Leirárgörðum og endað í Skessubrunni í Svínadal þar sem snæddur verður kvöldverður. Þáttakendur greiða fyrir máltíðir, um kr. 4.000 pr. mann, en Búnaðarsambandið greiðir annan kostnað. Upplýsingar og pantanir í símum 896-2217 og 566- 6217 (talhólf allan sólarhringinn). Pantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. 18:00 fimmtudaginn 30. október. ■■■■■■■■■■■■■ nýskógrækt. Ennffemur má bæta vöxt allra tegunda ef borið er á við gróðursetningu. Ef borið er á eftir þrjú ár þá má bæta vöxt flestra tegunda nema lerkis. Fyrir tré gróðursett í íslenska útjörð reyndist vera skortur á nitri (köíh- unarefni) og fosfór, bæði í jarðvegi og plöntuvefjum. Til þess að bæta úr þessum skorti reyndist nægjanlegt að bera þessi tvö næringarefhi á í vægum skömmt- um. Hæfilegt magn NP-áburðar á litlar bakkaplöntur (þ.e. 10-15 cm) var um 13 g. Bera mátti mun stærri skammta á birki á ógrónu landi á úrkomusömum svæðum landsins. Slíkt getur þó verið áhættusamt vegna hugsanlegra affalla vegna ofþornunar, sérstaklega í þurrka- tíð. Áburðargjöf reyndist ekki hafa nein áhrif á ffostþol trjáa, nema að vorffostþol grenis minnkaði. Áhrif áburðargjafa á svepprótamyndun á birkirótum var könnuð og kom í ljós að áburður hafði neikvæð áhrif á svepprætur fyrsta árið eftir áburðargjöf, en að þremur árum liðnum ffá gróðursetningu voru áhrifin horfm. Niðurstöður verk- efnisins sýndu einnig að minnka má ffostlyffingu hjá litlum bakka- plöntum með því að bera á þær áburð. Hámarks- uppskera? aðstoðar þig við gerð áburðaráætlunar og áburðarpöntunar Bændasamtök íslands Tölvudeild Sími: 563 0300 tolvudeild@bondi.i: www.bondi.is Bílskúra- og iðnaðarhuróir Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Verðdæmi: 3000 mm X 3000 mm = kr. 109.507,- Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10,110 Reykjavík Sími: 567-3440, Fax: 587-9192 Stoðir og festingar í hestagerði VÉLAVAL-Varmahlið w Simi 453 8888 Fax 453 8828 Vettang www.velavalJt Netfang velaval@/elaval.is Norræni genbankinn fyrir • Upplýsinga- og þekkingarmiðstöð fyrir sköpun verðmæta sem byggjast á sjálfbærri þróun og varðveislu erfðamengis búfjár. • Þátttakandi, ásamt ræktunar- og vern- dunarsamtökum búfjár, að því að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri stjórn á erfðaauðlindum búfjár. Skoðið vefsíðu okkar, www.nordgen.org, og sjáið m.a. stuttmynd okkar um þær hættur sem steðja að norrænum búfjárkynjum. NGH NORDISK GENBANK HUSDYR

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.