Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 28. október 2003 Heslamenn og ferfia|ijónustub»ndnr í samstarf Landsmót hestamanna ehf., Landssamband hestamannafélaga og Ferðaþjónusta bænda undirrituðu á dögunum samstarfssamning vegna landsmóta hestamanna og annarra kynningarmála. í samningum kemur fram að aðilarnir munu sameinast um að kynna verkefni hvers annars og skiptast á auglýsingum og kynningarefni, auk þess að sameinast um dreifingu á slíku efni víða um heim. Einnig munu verða settar upp tengingar á heimasíður þeirra á netinu og áhersla lögð á jákvætt samstarf aðilanna, enda eiga verkefnin vel saman. Samningurinn gildir fyrir næstu þrjú landsmót eða til ársins 2008. Samningsaðilar munu funda árlega til að endurskoða samstarfið og skipuleggja framtíðina. Undir samninginn rituðu Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH, Lárus D. Pálsson, framkvæmdastjóri Landsmóts og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Guðrúo OgmundsdótHr alþingismaóur Eðlilegl að landbúnaóar- háskólarnir falli undir manntamúlarððuneyflð „Mér finnst að allir skólar á háskólastigi eigi að falla undir menntamálaráðuneytið en ekki fagráðuneyti. Það væri eðlileg samhæfing á skólakerii lands- ins," sagði Guðrún Ögmunds- dóttir alþingismaður í samtali við Bbl. Hún hefur lagt fram á Alþingi íyrirspum til landbúnaðarráðherra þess efnis hvort uppi séu áform um að flytja yfírstjóm landbúnaðarhá- skólanna á Hvanneyri, Hólum og Garðyrkjuskólann frá landbúnað- arráðuneyti til menntamálaráðu- neytisins. Guðrún sagðist verða vör við það að fólk undrist að þessir skólar skuli ekki heyra undir mennta- málaráðuneytið. Hún sagðist leggja fyrirspumina ffarn til þess að fá svör við þvi hvort það sé á döfinni að fella þessa skóla undir menntamálaráðuneytið. „Að láta landbúnaðarskólana falla undir landbúnaðarráðuneytið er ákvörðun frá gamalli tíð og maður hlýtur að spyrja hvort það eigi að vera svo um aldur og ævi. Ég er ekki að segja að það fari illa um skólana hjá landbúnaðarráðu- neytinu heldur er þetta bara spum- ing um samræmda stefnu í menntamálum," sagði Guðrún Ög- mundsdóttir. Skúli Skúlason, rektor Hóla- skóla, sagði að umræða um að flytja landbúnaðarháskólana undir menntamálaráðuneytið hefði kom- ið upp öðm hvom á undanfömum ámm og því komi hún ekkert á óvart nú. „Mín skoðun er sú að þessir skólar séu landsbyggðinni og framtíð landbúnaðarins ákaf- lega mikilvægir og á því hefur ríkt fullur skilningur hjá landbúnaðar- ráðherra. Hann hefúr eflt háskóla- starf bæði á Hólum og hjá Garð- yrkjuskólanum sem ég tel skýrt merki um þann skilning sem nú ríkir í landbúnaðarráðuneytinu um mikilvægi skólanna. Ég vil líka taka fram að við höfúm átt mjög farsælt samstarf við háskóla sem em undir menntamálaráðu- neytinu," sagði Skúli Skúlason. Margar hendur vinna létt verk - og ekki er verra ef stórvirkir kranar koma til aóstoðar! Hey til uppgræðslu Fyrr í mánuðinum lögðu sex flutningabílar og ein dráttarvél af stað frá Hellu áleiðis að Hafrafelli. Farmurinn var 210 heyrúllur ætlaðar til upp- græðslu. Forsaga málsins er aö Jón Ingi Guömundsson forstöðumaður áhaldahússins á Hellu haföi samband viö verktaka á svæðinu og leitaöi eftir tilboðum í flutning á heyi til uppgræðslu. Þeim fannst hugmyndin góð, ákváðu að leggja endurgjaldslaust til sex flutningabila og dráttarvél. Heyið var sett í rofabörð við Selflöt og á vikurspiidur við Hafrafell. Von- andi tekst vel til meö uppgræösluna. Sjálfboöaliðarnir eiga þakkir skildar fyrir góðverkiö við landiö okkar. Þeir sem tóku þátt í leiðangrinum voru Pierre Davíð Jónsson hjá Grafvélum, Árni Pálsson á Rauðalæk, Magnús Kristjánsson, Helluverki, Vilhjálmur Þórarinsson, Litlu-Tungu, Jón Ingi Guðmundsson og Ingi Hlynur Jónsson. Haukur Tryggvason, Mýri i Bárðardal, var að snyrta hófa á hrossi einu á Hólum í Hjaltadal þegar Bbl. kikkaði inn i hesthús. Fjarskiptamál í Norður-Þingeyjarsýslu enn í ólestri Ljósleiðarinn lagOur fram hjð Köpaskeri og Raufarhðfn Enn einu sinni er komin fram á Alþingi fyrirspurn um úrbætur í fjarskiptamálum í Norður- Þingeyjarsýslu en fyrirspurn þessa efnis hefur komið fram mörg undanfarin ár. Steingrím- ur J. Sigfússon hefur verið manna ötulastur að spyrja um málið og það er hann sem gerir það að þessu sinni. Ætíð hefur svarið verið á þá leið að ekki sé langt í úrbætur en nákvæmlega ekkert hefiir. gerst í þessum efiium að sögn Elvars Áma Lund, sveitarstjóra Öxar- fjarðarhrepps. Það eru Kópasker og Raufarhöfn sem verst em sett í þessum efnum. Ljósleiðarinn sem liggur til Þórshafnar var látinn sveigja ffarn hjá þessum tveimur stöðum og tekur sveiginn við Lund í Öxaríirði og yfir Öxarfjarðarheiði til Þórshafnar aðeins 20 til 30 km frá Kópaskeri. Koparþræðir sem liggja til Kópaskers em komnir til ára sinna og anna ekki lengur álaginu. Elvar Ámi sagðist hafa rætt við yfirmann fjarskiptanets Símans fyrr á þessu ári og spurst fyrir um hvenær búast mætti við ljósleiðara til Kópaskers. „Svarið sem ég fékk var á þá leið að þetta yrði skoðað. Málið væri á áætlun en ekki væri búið að samþykkja það af stjóm Símans. Mér skilst að kostnaðurinn við að leggja ljósleiðara til Kópaskers séu rúmar 20 milljónir króna. Síðan kosti næsta skref á milli 15 og 20 milljónir króna en það er að taka ljósleiðarann upp á Snarta- staðamúp og þar settur upp sendir með örbylgju fyrir Raufarhöfn. Sömuleiðis yrði tekin örbylgja frá Þórshöfn, upp á Viðarfjalli, fyrir Raufarhöfn sem þá væri komin í EMaklingsmerkingar nautgripa Einstaklingsmerkingar nautgripa eru nú komnar til framkvæmda. Til að þær gangi sem best fyrir sig þurfa kúabændur að skila mjólkur- skýrslum reglulega og skrá á þær númer allra kálfa sem settir eru á til lífs (lengur er 30 daga). Kaupi kúabændur gripi, færa þeir upplýsingar á bakhíið skýrslunnar um hvaðan gripur- inn kom og hvaða dag. Selji kúabændur gripi til lífs, færa þeir upplýsingar um sölu bæði framan og aftan á skýrslublaðið og aftan á blaðið hvert gripur- inn fór og hvenær /BúnVest. Skyldumerkingar hrossa Samkvæmt reglugerð nr. 463/2003 skulu öll ásetnings- folöld, fædd eftir 1. janúar 2003, vera einstaklingsmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Hvað varðar sláturhross skulu folöld sem slátrað er fyrir 10 mánaða aldur auðkennd þannig að fæðingarnúmer móður er gefið upp við slátrun. Með einstaklingsmerkingu er átt við ör- eða frostmerkingu sem viðurkennd er af Bænda- samtökum íslands. Einfaldasta leiðin til að koma reglu á skrán- ingu hrossa er að vera þátttak- andi í skýrsluhaldskerfi Bænda- samtaka Islands og er þá bæði átt við þá sem ala folöld til ásetnings og slátrunar. /BúnVest. Hrútadagur 31. oktöber Samkvæmt reglugerð nr. 709/2003 um breytingu á reglugerð nr. 484/1998 um gæðamat, flokkun og merkingu sláturafurða þarf að vera búið að slátra hrútlömbum fyrir 1. nóv. til þess að þau megi auðkenna með bókstafnum D. Reglugerðina er upplagt að skoða á Vefnum á www.reglugerd.is. /BúnVest. tvöfalt örbylgjusamband sem er viðunandi. Þessi heildarfram- kvæmd hljóðar upp á 35 til 40 milljónir króna," sagði Elvar Ámi. Elvar Ámi segir að koparlínumar í Núpasveitinni séu orðnar svo lélegar að yfir sumarið þegar álagið er mikið tmflist síma- samband ef bóndi á ákveðnum bæ setur rafmagnsgirðingu sína í samband. „Þetta vita þeir hjá símanum. Ástæðan fyrir þessu er sú að á kopamum em magnarar sem em raftengdir og ef rafmagnsgirðing er sett í samband hefur það áhrif á þá. Svona gamalt og lélegt er þetta kerfi orðið," sagði Elvar Ámi. Ekki á nœsta ári Bergþór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri fjarskiptasviðs Símans, sagði að hann ætti ekki von á því að ffamkvæmdir á fjar- skiptasviði í N-Þingeyjarsýslu verði á dagskrá á næsta ári. Hann sagði að ástand fjarskiptamála á þessu svæði gæti verið betra en sagðist þó vera þess fúllviss að ástand þeirra væri ekki jafn slæmt og menn á svæðinu vildu vera láta. Það væri m.a. ástæða fyrir því að ekki hafi verið hafist handa með ffamkvæmdir á svæðinu, ffamkvæmdir sem myndu kosta tugi milljóna króna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.