Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 4
4 Bændablaðíð Þriðjudagur 28. október 2003 Auglýsinga- og markaOsmál í íyriprúmi á haustfundi Sambands garflyrkjuhænda Haustfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn í Sunnusal Hótel Sögu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Aðalefni fundarins verða auglýsinga- og markaðs- mál greinarinnar. Að sögn Hauks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra sam- bandsins, verður farið yfir það sem gert hefur verið í þessum efnum síðan farið var að vinna markvisst að auglýsinga- og markaðs- málum SG og hvernig staðan er eftir sumarið. Sömuleiðis verður rætt um hvernig þessum málum verður hagað á næstunni. Haukur segir að undanfarin misseri hafi verið um ákveðna þróun að ræða í pökkun á garðyrkju- vörum sem hefur lýst sér í því að um meiri pökkun á íslensku grænmeti hefur verið að ræða og um leið sérstakri merkingu sem sýnir að um innlenda afurð sé að ræða. „Við munum á þessum haustfundi meta árangurinn af starfmu í sumar og halda áffam að þróa það. Við teljum að markaðurinn hafí tekið þessu vel en við getum skoðað hjá sjálfum okkur hvort við þurfum ekki að pakka meira magni, og merkja næsta sumar þannig að íslenskt grænmeti verði sýnilegra í verslununum en það var í sumar er leið. Það var farið af stað með þessa pökkun og merkingar sl. vor og við teljum að meira hefði átt að gera af því en raun varð á. Það var pakkað minna magni í " íslensk- merktar umbúðir" heldur en við höfðum vænst og Því sáu færri neytendur þessa aðgreiningu íslenska græn- metisins skýrt frá innflutn- ingnum. Úr þessu þarf að bæta því viðtökumar voru góðar þar sem þetta var í lagi," segir Haukur. Nýjungar í rœktun í Garðyrkjuskólanum á Reykjum hafa verið gerðar tilraunir með ræktun á nýrri tegund salats sem heitir batavísalat og kemur mjög vel út að sögn Hauks. Nú er unnið að því á gmnni að- lögunarsamningsins í sam- vinnu við ákveðna fram- leiðendur, Matra og Sölu- félagið, að þróa þessa vöm inn á markaðinn. Að sögn Hauks er þetta eitt af þeim málum sem verður til umræðu á haust- fundinum þegar rætt verður um auglýsinga- og markaðs- mál enda um nýjung að ræða sem þarf að markaðs- setja. Hagkvæmara verð Haukur segir að SG hafi í haust gert verðathugun hjá þeim sem selja lampa og perur til gróðurhúsalýsingar. Út úr því kom ýmislegt áhugavert, þeim upplýs- ingum var komið til félaga í SG og komið á sambandi bænda og þeirra sem buðu lægsta verðið. Nú stendur yfir sams konar könnun á verði hjá þeim sem selja mold, áburð, steinull, dúka og ræktun- arílát. Sömuleiðis er verið að leita eftir áhuga bænda á þessum vörum. Eftir það verður þetta unnið með svipuðum hætti og með lampana og perumar. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um vörur sem margir eru með í miklu magni til að ná ffarn hag- kvæmni vegna stærðar pantananna," sagði Haukur. Skiladagur „forðagæslu- skýrslua" nálgast Á síöastliönu ári tóku gildi ný lög og reglugerð um búfjáreftirlit og foröagæslu. Ein breytingin í nýjum lögum er aö bændur / bú- fjáreigendur eiga nú aö fylla út s.k. haustskýrslu um búfjárfjölda og gróffóöurforöa og skila til bú- fjáreftirlitsmanns á sínu eftirlits- svæöi fyrir 20. nóvember ár hvert. Um næstu mánaðamót munu Bændasamtökin senda öllum sem eru á skrá í foröagæslunni eyöublöö til útfyllingar. í ár verður bændum gefinn kostur á aö skrá (Excel) og senda skýrsluna rafrænt til eftirlitsmannsins meö tölvupósti. Skýrslunni munu fylgja haldgóöar leiöbeiningar um útfyllingu og hvert skal senda skýrsluna. Langflest sveitarfélög í landinu hafa nú gengiö frá ráðningu bú- fjáreftirlitsmanna og mikill meirihluti þeirra hefur sótt nám- skeið / samræmingarfund á vegum Bændasamtakanna. Námskeiöin voru haldin í Skagafiröi, Reykjavík og Egilsstööum dagana 20.-22. október s.l. í Bændablaöinu sem kemur út þriðjudaginn 11. nóvember veröur frekari umfjöllun um málið og sýnt hvernig bændur eiga aö fara aö því aö fylla skýrsluna út. -V J..AtÍÖ .. . .. "Við ætlum að sá hérna korni næsta vor," sagði Elvar Ólafsson, Brekku í Norðurárdal, sem var að plægja 6-7 hektara spildu þegar Bændablaðið hitti hann á dögunum. Það er Eiður Ólason á Glitstöðum sem er i þessari kornræktartilraun ásamt Elvari og þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar reyna fyrir sér á þessu sviði. Spildan er ekki langt frá Bröttubrekku og því hátt yfir sjávarmáli - og án þess að því sé slegið föstu þá hafa menn vart ræktað korn mikið hærra á þessum slóðum. Elvar býr með sauðfé og holdanaut en Eiður með kýr. Guðni Ágústsson landðúnaðarráðherra um bráðabirgðalögin vegna liskeldis Löpin voru nauðsynleg svo íslond gæti staðið við skuldbindingar sínar - verulegir viðskiptahagsmunir voru í hættu „Þegar rætt er um þessi mál, íslenskar veiðiár, fiskeldi, EES samninginn og bráðabirgðalögin sem sett voru sj. sumar, má ekki gleyma því að íslcndingar gerðu þennan samning, sem m.a. fól í sér yfirtöku á tilskipun sem hefur að geyma ákvæði um heil- brigðisskilyrði sem þarf að upp- fylla til þess að milliríkjavið- skipti geti átt sér stað með eldis- dýr og afurðir þeirra. íslend- ingar fengu lengi undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar sem féll svo úr gildi 30. júní 2002. í sumar lokuðu svo ríki ESB mörkuðum sínum gagnvart ís- lenskum fiskeldisdýrum og af- urðum þeirra vegna þess að við uppfylltum ekki þær reglur sem eru forsenda slíkra viðskipta innan Evrópu. Við áttum þá enga aðra leið færa en að setja bráðabirgðalögin til að ísland gæti staðið við skuldbindingar sínar enda voru verulegir við- skiptahagsmunir íslands í hættu. Ég er mikill áhugamaður um íslensku laxveiðiámar og hina villtu laxastofna þeirra og geri mér fúlla grein fyrir nauðsyn þess að verja þessa hagsmuni á allan hátt og við það verðum við að vanda okkur sem frekast er kostur. Ég vil líka benda á að þótt við nú upp- fyllum þessa tilskipun, sem gerir í prinsippinu ráð fyrir að hægt sé að flytja eldisfisk til landsins, þá er ekki verið að opna þar allar gáttir, síður en svo. Mér er reyndar ekki kunnugt um að fiskeldismenn ætli að flytja inn fisk enda ráða þeir yfir einhverjum heilbrigðasta og besta eldisfiski sem til er í veröld- inni. Ef þeir hins vegar gera það þá verður það ekkert auðvelt. Sá fiskur sem þeir koma hugsanlega til með að flytja inn verður að upp- fylla ströngustu heilbrigðisskilyrði og við höfúm alla möguleika á því að standa dyggilega vörð um það heilbrigðisástand sem hér ríkir. Yfirdýralæknir og hans menn munu að sjálfsögðu fylgjast grannt með þeim hugsanlega innflutningi og grípa til viðeigandi ráðstafana ef ástæða er til. En það var óhjá- kvæmilegt að fylgja umræddri tilskipun," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra um bráða- birgðalögin frá því í sumar vegna inn- og útflutnings á fiskeldis- dýrum og afúrðum þeirra sem nú bíða staðfestingar Alþingis. Guðni bendir á að hann sem landbúnaðarráðherra standi í þeim sporum að verða að fylgja þessari tilskipun eftir. Málið hafi verið komið í afar slæman farveg og það varð að leiða til lykta. „Þjóð sem ekki stendur við þann gjöming sem hún hefúr skrifað undir setur sig í óverjandi stöðu. Ég samþykki það ekki að menn geti stillt mér upp við vegg sem einhverjum andstæðingi veiðiánna. Þegar menn nú ræða um þjóðréttarlegar skuldbindingar, fiskeldi og bráðabirgðalögin þá verð ég að segja að ég stend bara í þessum spomm og get ekki annað," sagði Guðni. "Það fyrir- komulag sem hér er við lýði eftir innleiðingu tilskipunarinnar felur í sér fúllnægjandi heimildir til að hér verði staðið dyggilega vörð um heilbrigði íslenskra fiskistofna." Hann sagðist vilja benda á að ákvörðun um fiskeldi hér á landi sé löngu tekin. Menn fluttu inn norskan laxeldisstofn fyrir 20 árum til að efla fiskeldi hér á landi. Þá hafi lítið verið rætt um erfða- mengun sem er svo rík í umræðunni nú. "Vegna umræðunnar nú er samt ástæða til að vekja athygli á þeim mörgu ákvæðum í lax- og silungsveiðilögunum sem eru til þess fallin að tryggja hreinleika íslenska laxastofnsins og koma í veg fyrir erfðamengun. Það er ekki tiivist eldisfiska sem slík sem kann að setja villta stofna í hættu heldur miklu frekar hvemig farið Framhald á bls. 22

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.