Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 17
Þriójudagur 9. desember 2003 Bænckblaðið 17 Haustfundur garóyrkjunnar Fjármagni verði veitt til úreld- ingar á gróður- húsum í blóma- framleiðslu Á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn var 14. nóvember sl. var eftirfarandi samþykkt gerð samhljóða og send land- búnaðarráðuneytinu: "Haust- fundur garðyrkjunnar 2003, haldinn í Reykjavík 14. nóvember, skorar á stjórnvöld að veita fjármagn til úreldingar á gróðurhúsum í blómafram- leiðslu." í greinargerð með sam- þykktinni segir að við gerð að- lögunarsamnings í garðyrkju 2002 hafi verið eingöngu gert ráð fyrir úreldingu á gróðurhúsum sem framleiddu grænmeti. I ársbyrjun 2004 verður hins vegar opnað fyrir aðgengi allra ylræktenda til framleiðslu á grænmeti með beingreiðslum. Miklir rekstrar- erfiðleikar í blómarækt geta því ógnað aðlögunarsamningnum og dregið úr þeirri hagræðingu sem stefht var að með úreldingu á gróðurhúsum í grænmetisræktun. Miklir erfidleikar i blómarœkt Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir að miklir erfiðleikar steðji að blómaræktendum og einhverjir vilji hætta og einhverjir séu að komast í þrot og verði að hætta. „Það er auðvitað hægt að rækta hvað sem er í gróðurhúsun- um, hvort heldur það eru blóm, garðplöntur eða grænmeti. Sú hætta vofir því yfir að þeir sem hætta í blómarækt eða þeir sem kaupa gróðurhúsin fari út í græn- metisrækt eða garðplönturækt. Um leið er búið að eyðileggja að- lögunarsamninginn í garðyrkju frá 2002 og þá hugsun sem lá að baki úreldingunni í grænmeti, að grisja í grænmetisframleiðslunni og fækka stöðvunum þannig að eftir stæðu sterkari einingar til að keppa við innflutninginn. Ef nú fer sem horfir þá riðlast þetta kerfi. Við lítum á greinina sem eina heild. Þess vegna fínnst okk- ur útilokað að skilja eina grein frá þ.e. blómaræktina í sambandi við úreldingarhugmyndina og forum því fram á að úreldingin nái líka til blómaræktarinnar," sagði Helgi. Hann segir að landbúnaðar- ráðuneytið beri fyrir sig peninga- skort. Ureldingarkafli aðlögunar- samningsins er til 5 ára og er veitt í hann 30 milljónum króna á ári. Töluvert er búið að úrelda nú þegar í grænmetisframleiðslunni. Þess vegna segir Helgi að sér finnist koma til greina að taka eitt- hvað af Qármunum til græn- metisúreldingar yfir í blóma- úreldingu en það hafi ekki verið rætt opinberlega. „Við megum ekki gleyma því að greinin er öll undir í þessu máli," sagði Helgi Jóhannesson. www.sveit.is ...fyrir þá sem vilja kynnast íslandi Mjálhurfram- leiðslan dregst saman Á meðan vel gengur með sölu mjólkurvara, hefur mjólkurframleiðsla kúa- bænda dregist saman sl. tvo mánuði. Þannig sýnir nýtt bráðabirgðauppgjör frá SAM að samdrátturinn í nóvember nemur 10,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Það sem af er þessu verðlagsári (frá septem- ber) er mjólkurframleiðslan 1,3 milljónum lítrum minni en á sama tíma í fyrra. /SS Itarleg úttekt á þróun alifuglaræktar í 11 aldir, mikilvægri grein íslensks landbúnaðar Bókin fæst í flestum stærri bókaverslunum. Pöntunarsími 566-6229 og 563-0363. Frldrlk G. Olfjeirsson r. 'llÍftlUÍÍMi Saga alifuglaræktar á Islandl frá landnámi til oKKar daga J Engi nj • w [01 l án j beiira. r . Þegar íslensku ostarnir eru bornirfram, einir sér, á ostabakka eða til að kóróna matargerðina - þá er hátíð! Gráðaostur Tilvaliun til matargerðar. Góður eintt ov sér. fr Dala-Yrja Sígildtn veisluostur sem fer vel á ostabakka. CULL OSTUR Höfðingi Bragðmildur hvítmygluostur sem hefur slegið (gegn. Gullostur Bragðmikill hvítmygluostur, glœsilegur á veisluborðið. Mascarpone Rjómaostur með ítölskum keim Dásamlegur í deserta. Lúxus-Yrja Bragðmild og góð eins og hún kemurfyrir eða ( matargerð. Camembert Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. W Dala-Brie A ostabakkann og með kexi og ávöxtum. Jólaostakaka Trönubeijasultan gefur sannkallað jólabragð. *LÓAM A**fy, Stóri-Dimon Omissandi þegar vanda á til veislunnar. I Rjómaostur A kexið, brauðið, í sósur og ídýfur Blár kastali Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. Piparostur góður í heitar sósur. íslenskir ostar - hreinasta afbragð

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.