Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 24
24 Bœndablaðið Þriójudagur 9. desember 2003 Viðbrögð við sibreytilegum heimi - Helsta ályktun sem dregin verfiur ef skýrsln nm íslenskan landbúnað i alfijófilegu umhverfi er að bröunin er ör og nauðsynlegt að fylgjast grannt með henni Hafi einhver vonast eftir afdráttarlausu svari um það hvort íslenskur landbúnaður sé betur kominn innan eða utan Evrópusambandsins verður sá hinn sami fyrir vonbrigðum. Afangaskýrsla starfshópsins er öðru fremur staðfesting á því að allt er í heiminum hverfult og að það á ekki síður við um landbúnað en önnur svið mannlífsins. Þegar meta á stöðu íslensks landbúnaðar í alþjóðlegu umhverfi eru það einkum stefna ESB í landbúnaðarmálum og þó miklu ffemur ákvarðanir á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem hafa mest áhrif. Allir þeir sem fylgjast með landbúnaðarmálum vita hversu mikil áhrif ákvarðanir WTO hafa á starfskjör íslensks landbúnaðar. Þar hafa staðið yfir viðræður sem miða að því að auka enn frjálsræðið í alþjóðlegri verslun með landbúnaðarvörur með afhámi tollvemdar og annarra innflutningshafla. Þótt þær viðræður hafi steytt á skeri nú I haust eiga flestir von á því að þráðurinn verði fljótlega tekinn upp aftur og að nýjar reglur muni taka gildi einhvem tímann eftir 2006. Evrópusambandið hefur nýlokið endurskoðun á landbúnaðarstefhu sinni en hún leiddi til róttækari breytinga á þessum umdeilda homsteini sambandsins en áður hafa þekkst. Með þessu er ESB að bregðast við tvennu: annars vegar stækkun sambandsins til austurs og hins vegar þróuninni á vettvangi WTO. Hvort tveggja mun reyna vemlega á samstarf aðildam'kjanna á næstu ámm og því em miklir breytingatímar framundan í evrópskum landbúnaði. Við þessu þarf íslenskur landbúnaður að Mshópurinn Starfshópur utanríkisráóherra er þannig skipaöur að formaður er Jón Sigurösson seölabankastjóri en aðrir í hópnum eru: Ari Teitsson og Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökunum, Egill Heiðar Gíslason, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Grétar Már Sigurðsson skrifstofustjóri og Martin Eyjólfsson, sendiráðunautur úr utanríkisráðuneytinu, en sá síöarnefndi var ritari hópsins. Einnig voru í hópnum Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri, Ólafur Friðriksson, deildarstjóri i landbúnaðarráðuneytinu, og Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Veganesti starfshópsins frá utanríkisráðherra var "að fjalla um óvissuþætti varðandi stöðu íslensks landbúnaðar andspænis Evrópusambandinu (ESB) og hugsanlegri aðild íslands að því, svo og andspænis stefnuákvörðunum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og þróun alþjóðavæðingar almennt". Hópurinn túlkaði verkefni sín þannig að hann ætti að o fækka óvissuþátlum sem varöa íslenskan landbúnað andspænis landbúnaðarstefnu ESB, o afla upplýsinga um reynslu landbúnaðarins í nágrannalöndum af aðild aö ESB, o gera samanburð á aðstæðum og þróun í Finnlandi og aðstæðum og þróun hér á landi, o afla upplýsinga um horfur landbúnaðarmála við væntanlega stækkun ESB og o afla upplýsinga um landbúnaðarmál af vettvangi WTO. Hópurinn hittist fyrst 5. júní 2002 og héit alls 24 fundi. Nokkrir nefndarmenn fóru í kynnisferð til Finnlands í október 2002 og tveir nefndarmenn öfluðu upplýsinga í Brussel og Vínarborg vorið og sumariö 2003. Hópurinn ákvað að halda áfram að fylgjast með þróun landbúnaöar í alþjóðlegu samhengi. bregðast, samhliða því að greinin tekur sjálf miklum stakkaskiptum. Fækkun búa hér á landi hefúr verið hröð undanfarin ár og hún verður að öllum líkindum enn hraðari á næstu árum, í það minnsta í sumum greinum. Áhrifin af ESB-aóild Myndin er langt frá því að vera skýr eða einfbld. Niðurstaða starfshópsins hvað aðild Islands að ESB varðar er þó sú að við núverandi aðstæður myndi landbúnaðurinn verða fyrir alvarlegum búsifjum ef af henni yrði. Búvörumarkaður hér á landi yrði "hluti af innri markaði ESB með tilheyrandi niðurfellingu tolla. Þessu munu fylgja verulegar lækkanir á verði til ffamleiðenda hérlendis" og reynsla Finna bendir einnig til nokkurra lækkana á verði til neytenda. Við þetta bætist að ólíklegt má telja að heimildir fengjust til að auka stuðning við búvöruframleiðsluna frá því sem nú er. Allar greinar myndu finna fyrir áhrifúnum, mismikið þó, en ef marka má reynslu Finna myndu tekjur bænda lækka, búum fækka og þau stækka. Innflutningur á búvörum myndi aukast, einkum á unnum kjötvörum, grænmeti og geymsluþolnum mjólkurvörum. íslendingar yrðu að öllum líkindum að taka upp landbúnaðarstefnu ESB í meginatriðum. Hún er þó ekki föst stærð því hefð er fyrir því að sambandið sé sveigjanlegt í aðildarviðræðum þegar landbúnaðarmál eru annars vegar. Um það bera aðildarkjör Svía og þó einkum Finna glöggt vitni. Þessar þjóðir fengu viðurkenningu á því að rétt væri að sfyrkja sérstaklega landbúnað sem stundaður væri á norðlægum slóðum og voru mörkin dregin við 62° norðlægrar breiddar en Island er allt norðan hennar. Finnar þurfa hins vegar að greiða þennan umffamstuðning úr eigin sjóðum en í heildina koma um 40% af ffamlögum til landbúnaðar úr sameiginlegum sjóðum ESB. Saga þessara sömu ffændþjóða okkar ætti hins vegar að vera öðrum þjóðum til vamaðar hvað það varðar að hugsa sinn gang vel þegar til aðildarviðræðna er komið. Þegar þær hófúst voru Svíar nýbúnir að taka hressilega til hendinni í stuðningskerfi landbúnaðarins en Finnar höfðu ekki gert það. Fyrir vikið fengu Finnar rýmri heimildir til að veita sínum landbúnaði stuðning eftir að inn í ESB var komið því viðmiðunarárin voru síðustu árin fyrir aðild. Aðlögun og sérlausnir Það er niðurstaða skýrsluhöfúnda að miðað við óbreytt stuðningskerfi hér á landi verði "að telja að staða íslensks landbúnaðar væri verri innan ESB en utan þess". Rökin fyrir þessari niðurstöðu eru einkum þau að flest bendi til þess "að íslendingar haldi meira sjálffæði til mótunar eigin landbúnaðarstefnu utan ESB en innan þess". Þó kann að vera að "íslendingar gætu notfært sér hluta af heildarsvigrúmi sambandsins til tiltekinna stuðningsaðgerða við landbúnað". Þessu til viðbótar eru byggða- og þróunarsfyrkir ESB sem nú stendur til að auka þótt óljóst sé með hverjum hætti það verði gert. Þá em fordæmi fyrir því að þjóðir hafi fengið viðurkennda sérstöðu varðandi dýraheilbrigði. Möguleikar á varanlegum heimildum til að sfyrkja landbúnað umffam það sem kveðið er á um í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni gætu verið talsverðir. Finnar og Svíar hafa heimild til þess að styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umffam önnur aðildarlönd. Við austurstækkun ESB var samið um byijunaraðstoð sem nemur fjórðungi þeirrar aðstoðar við landbúnað sem hingað til hefúr fylgt sameiginlegu landbúnaðarstefúunni. Þetta hlutfall hækkar svo á aðlögunartímanum þar til fúllum stuðningi er náð en á meðan geta nýju ríkin greitt hluta þess sem upp á vantar úr eigin sjóðum. Loks má nefha sérstakt ákvæði aðalsáttmála ESB um sérstöðu Azoreyja, Madeira, Kanaríeyja og annarra evrópskra stjómsýsluhéraða utan Evrópu en samkvæmt því hafa þessi héruð víðtæka sérstöðu á sviði landbúnaðar, fiskveiða og fleiri greina. Skýrsluhöfúndar vilja ekkert fúllyrða um hvort þetta ákvæði gæti átt við um ísland "en samkenni Islands með þessum úteyjum og úthéruðum eru svo sterk að efni 299. greinar aðalsáttmála ESB hlýtur að verða eitt af þeim atriðum sem íslendinga hafa til hliðsjónar í samskiptum og samningum við ESB í ffamtíðinni". Beóió efiir WTO Breytingar undanfarinna ára á umhverfi landbúnaðarins hafa ekki hvað síst stafað af þeirri viðleimi sem höfð hefúr verið uppi á vettvangi WTO til að auka fijálsræði í heimsviðskiptum með landbúnaðarvörur. Þar er fylgt stefhu sem mótuð var árið 1995 en erfiðlega hefúr gengið að komast að samkomulagi um næstu skref á þeirri leið. Þótt viðræðumar hafi siglt í strand í sumar er þó talið nokkuð öruggt að það verði samið um verulegar breytingar á reglum um viðskipti með landbúnaðarvömr og heimildir ríkja til að veita ffamleiðendum stuðning. Það er niðurstaða starfshópsins að þær breytingar sem verða á regluverki WTO, sem þróunin innan ESB hefúr væntanlega mikil áhrif á, muni gera breyttar kröfúr til íslensks landbúnaðar. Þegar þær verða að veruleika mun virkilega reyna á aðlögunarhæfni greinarinnar. Þær tillögur sem voru á borðinu þegar fúndum var slitið í Cancún í sumar myndu leiða til meira en helmings lækkunar á ffamleiðslutengdum stuðningi ríkisins við íslenskan landbúnað, auk þess sem veruleg rýmkun yrði á reglum um innflutning búvara. Þótt viðræðumar hafi siglt í strand hafa þær þegar haff áhrif á landbúnaðarstefhu ESB. Þær breytingar sem gerðar voru á stefnunni í sumar báru þess greinileg merki að verið var að laga hana að nýjum veruleika sem WTO mun innleiða fyrr eða síðar. Reyndar höfðu breytingamar líka annan tilgang en hann var að auðvelda stækkun sambandsins til austurs sem verður að veruleika næsta vor. Það lá í augum uppi að ef nýju aðildarríkin sem mörg hver em miklar landbúnaðarþjóðir gengju inn í óbreytt sfyrkjakerfi sambandsins myndu fjárlög þess fara úr böndunum. Niðurstaðan var að fara inn á þá braut að aftengja styrki og ffamleiðslu og leggja aukna áherslu á byggða- og umhverfissfyrki. Nýtilegur gagnabanki En þótt engum spumingum sé svarað með afdráttarlausum hætti þá er skýrslan góður upplýsingabanki sem bændur og aðrir geta nýtt sér til skilnings á hinu alþjóðlega umhverfi sem íslenskur landbúnaður þarf í vaxandi mæli að bregðast við. Hvemig svo sem samskipti okkar við Evrópusambandið þróast á næstu árum þá verðum við áffam innan Alþjóðaviðskiptastofhunarinnar og það er tíðinda að vænta sem við verðum að laga okkur að. Þar mun skýrsla starfshópsins nýtast, ekki síst vegna þess að ætlunin er að halda henni við og gera hana að gagnabanka um alþjóðlegt umhverfi íslensks landbúnaðar. Breytt Mbúnaðar- stefaaESB Evrópusambandið hefur þann sið að móta stefnu til nokkuð langs tíma en setja inn ákvæði um endurskoðun á miðjum gildistíma (á ensku Mid Term Review, skammstafað MTR). Árið 2000 tók gildi ný sameiginleg landbúnaðarstefna sem nefndist Agenda 2000 og átti að gilda til 2006 en í júní síðastliðnum var samþykkt endurskoðuð stefna sem öilum að óvörum er einhver rót- tækasta breyting sem gerð hefur verið á landbúnaðarstefnunni frá upphafi. Hún tekur gildi í ársbyrjun 2005 en einstök ríki geta frestað gildistökunni í allt að tvö ár. Helstu einkenni breyting- anna eru þau að styrkveitingar eru að mestu aftengdar fram- leiðslu. Það merkir að fjár- hagslegur hvati til aukinnar framleiðslu hefur verið numinn á brott Þess í stað er meiri áhersla lögð á matvælaöryggi og umhverfismál. Meginregla styrkjakerfisins er sú að hvert býli fær árlega almennt framlag sem reiknað er á einingu lands og miðast við styrki sem býlið fékk á árunum 2000-2002. Frá þessu eru undantekningar sem heimila ríkjum að halda áfram framleiðslutengingu styrkja í vissum búgreinum. Meðal þeirra er heimild til að framleiðslutengja styrki til sauðijárræktar að hálfu en sérstakar greiðslur til sauðfjár- ræktar á jaðarsvæðum (Less Favored Areas) mega haldast óbreyttar (en sennilega félli allt Island undir þá skilgreiningu). Markaðsstuðningur hefur einnig brcyst í þá veru að færa markaðsverð ESB á landbúnað- arafurðum nær heimsmarkaðs- verði þótt enn verði það fyrr- nefnda hærra vegna markaðs- verndar í krafti tolla, íhlutunar- verðs og útflutningsbóta. Þetta á ekki hvað síst við um mjólk- urafurðir þar sem komið er til móts við framleiðendur með því að markaðsstuðningi er breytt í beingreiðslur eða almenn fram- lög til býlanna. Þá er stigið fyrsta skrefið í átt til þess að setja þak á stuðning sem býli geta notið frá sambandinu. Loks er hverju aðildarríki frjálst að bæta 10% ofan á þann stuðning sem hver búgrein fær úr sjóðum ESB. Eiga þau framlög að renna til umbóta og umhverfisverndar í landbúnaði og hvetja til meiri gæða og öflugrí markaðs- setningar fyrir búvörur. Viðbrögð við þessari nýju stefnu ESB voru margvísleg, sum ríki voru ekki eins ánægð og önnur með breytingarnar og samtök bænda töldu niður- stöðuna neikvæða fyrir evrópskan landbúnað. Einkum gagnrýndu þeir þá stefnu að færa landbúnaðarstefnuna aft- ur heim í hérað en slíkt byði heim röskun á samkeppnis- hæfni milli landa. Einnig töldu bændur niðurskurð á stuðningi við mjólkurframleiðslu of mikinn og aftengingu fram- leiðslu og styrkja of harkalega. Ljóst er þó að með þessum breytingum eru forystumenn ESB að freista þess að ná tveimur markmiðum: að gera sambandinu auðveldara að mæta stækkun þess til austurs og bæta samningsstöðu sína á vettvangi WTO.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.