Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 39
Þriðjudagur 9. desember 2003
Bændablqðið
39
landsins. Ég nefni í þessu
sambandi beint leiguflug frá Japan
í haust sem er alger nýjung og við
vorum með á báðum okkar
hótelum stóra hópa af japönskum
ferðamönnum. Þetta er dæmigert
verkefhi utan háannatímans sem
hefur tekist vel. Ég held líka að við
gætum fengið til landsins fleiri
ráðsteihur. Island liggur á milli
Evrópu og Ameríku og ég tel
engan vafa á því að við gætum
fengið til okkar fleiri ráðstefhur
alþjóðlegra fyrirtækja. Ég spái því
að á komandi árum eigum við eftir
að sjá mikla aukningu á
ráðstefnuhaldi hér á landi. Það
hefur hins vegar staðið okkur fyrir
þrifum í þessum efnum að aðstaða
til ráðstefhuhalds á Islandi er ekki
nógu góð. Við hér á Radison SAS
Hótel Sögur höfhum nýverið bætt
ráðstefhuaðstöðu okkar því á
dögunum var undirritaður
samningur milli hótelsins og
Háskóla Islands sem felur í sér
umboð þess til að annast
markaðssetningu og sölu á
ráðstefhuaðstöðu Háskólabíós og
Háskóla íslands frá og með
l.janúar 2004. Með þessu eykst
verulega ráðstefhuaðstaða sú sem
við getum boðið upp á. Um er að
ræða alla sali í Háskólabíó, en þeir
eru 7 talsins, kennslustofa 101 í
Odda, kennslustofur 101, 102 og
103 í Lögbergi og 7 salir og
kennslustofur í hinu nýja
Náttúrufræðihúsi. Allt húsnæðið er
tæknilega mjög vel búið og má í
því sambandi nefna að Háskólinn
er að koma upp þráðlausu netkerfi
í öllum sínu húsnæði. Því má segja
að við getum nú boðið upp á
aðstöðu fyrir allt frá örfundum og
upp í 960 manna ráðstefnu.
Húsnæðið höfum við til afnota
þegar það er ekki nýtt undir
kennslu, kvikmyndasýningar eða
fyrir Sinfóníuhljómsveit Islands en
stærsta samfellda tímabilið er
29.apríl - 26.ágúst. Við bindum
einnig miklar vonir við fyrirhugað
tónlistar- og ráðstefhuhús. Ég verð
þó að játa að ég ber dálítinn ugg í
brjósti um hvemig samstarfið
muni ganga milli listafólksins
annars vegar og ferðaþjónustunnar
hins vegar. Mér þykir eðlilegt að
ríki og borg komi að uppbyggingu
þessarar ráðstefnuhallar en ég er
alfarið á móti því að ríki og borg
séu á einhvem hátt að skipta sér af
því hvort þama rísi hótel eða ekki.
Það hefur verið rætt um að þama
eigi að rísa hótel 1 tengslum við
ráðstefhu- og tónlistarhöllina og
mér fínnst að það eigi algerlega að
vera í höndum einkaaðila."
Islensk ferðaþjónusta
stendur sig vel
-Heldurðu að íslensk
ferðaþjónusta í heild sinni sé á
réttri leið við að kynna landið
erlendis og í störfum hér heima?
„Já, ég tel að við séum á réttri
leið og allar tölur sýna það. ísland
hefur verið eitt örfárra landa, ef
ekki eina landið, sem hefur sýnt
aukningu í fjölda ferðamanna til
landsins eftir hinn afdrifaríka 11.
september. Fjölgun ferðamanna til
landsins undanfarin ár hefur verið
langt umfram það sem hefur verið
að gerast í öðmm Evrópulöndum.
Aukning ferðamanna milli ára
hefur verið allt að 13% og
samkvæmt nýjustu spá Flugleiða
gera þeir ráð fyrir 7% aukningu á
næsta ári. Nú ætla Flugleiðir að
leggja aukna áherslu á
Evrópumarkaðinn vegna þess hve
mikið hefur dregist saman í
Ameríku en þeirra áhersla hefur
lengi verið á Ameríkuflugið."
Hœsti áfengistollur i heimi
-Erlendir ferðamenn kvarta
sáran yfir verði á mat og drykk hér
á landi. Er þetta háa verð eitthvert
lögmál sem ekki er hægt að
komast út úr?
„Ég tel að verð á mat sé að
komast í eðlilegt horf hvað verðinu
viðkemur. Ég hygg að við séum
orðin samkeppnishæf við
nágrannalönd okkar og jafnvel
Bandaríkin hvað matarverðið
snertir og að auki eigum við svo
frábært hráefni til matargerðar og
við fáum góða dóma út á það. Fólk
er tilbúið til að borga vel fyrir
góðan mat. Hins vegar er verð á
áfengum drykkjum hreinlega
samkeppnishamlandi fyrir okkur.
íslendingar greiða hæsta
áfengistoll í allri veröldinni og það
hefur verið eitt af aðal
baráttumálum Samtaka
atvinnurekenda í ferðaþjónustu að
fá áfengisverðið lækkað. Það hefur
verið þrýst á stjómvöld og fundað
með fjármálaráðherra en án
árangurs. Áfengistollurinn er stór
fjáröflunarleið fyrir ríkiskassann
og ef hann yrði lækkaður þyrfti
auðvitað að fmna aðrar Ieiðir til að
ná peningum inn í staðinn. Við
emm að vinna áfrarn í þessu máli
og ef til vill gerist eitthvað eftir að
þessi tollur var lækkaður á
Norðurlöndunum er það orðið svo
augljóst hvað við emm langt yflr
alla skynsemi með áfengistollinn."
Bœndur og Hótel Saga
-Hótel Saga er eign
Bændasamtakanna og þess vegna
fá bændur afslátt af gistingu yfir
veturinn. Er mikið um að bœndur
komi og nýti sér þennan kost?
„Þeir hafa gert það en mér
finnst eins og aðeins hafí dregið úr
því í seinni tíð að bændur komi og
gisti. En ég tek eftir því að þeir em
einnig famir að nota Hótel Island,
sem þeir eiga líka, þannig að þeir
þurfa ekki að binda sig við Hótel
Sögu eingöngu. Við höfum gert
dálítið af því að senda þeim ýmis
sértilboð á netinu. Við hvetjum þá
til að koma í miðri viku þegar nóg
er af lausu gistirými ekki síst í ljósi
þess að það er hagur bænda að
hótelin þeirra séu vel nýtt. Sem
betur fer hafa þeir nýtt sér þessi
tilboð og það er oft nokkuð af
þeim í miðri viku."
-Það hefur verið rœtt um að
Hótel Saga væri til sölu, er
eitthvað að gerast í því máli?
„Þegar ég kom hingað til starfa
fyrir 5 ámm var öðm hvom verið
að ræða um að nú ætti að selja
hótelið. Ég er því alveg róleg þótt
ég heyri sögur um að nú eigi að
selja Hótel Sögu. Ég hygg að um
hótelið gildi það sama og allt
annað, það er allt til sölu ef rétt
verð fæst fyrir það. Ég er sannfærð
um að þessi fjárfesting bænda er
það góð að það þarf að láta háan
verðmiða á hótelið til þess að það
borgi sig að selja. Okkur gengur
vel að greiða niður skuldir og
sjáum umtalverðan bata í
rekstrinum. Aftur á móti er það
staðreynd að hótelrekstur og
ferðaþjónusta almennt skilar aldrei
miklum arði og fjárfesting í hóteli
er ekki heppileg ef menn vilja
skyndigróða."
-Mér hefur verið sagt að eitt
aðalatriðiö í starfi hótelstjóra sé
að vera á ferðinni um hótelið og
hafa augun alls staðar. Er þetta
rétt?
„Ég hygg að þetta sé gamla
sýnin á starf hótelstjórans. Ég lít
svo á að hótelstjóri sé
ffamkvæmdastjóri í stóm
fyrirtæki. Hann ber ábyrgð á öllum
rekstrinum hvort sem það em
fjármál, markaðsmál,
framtíðarsýnin eða
starfsmannamál. Ég hefði ekki
tíma til að vera á ferðinni um allar
hæðir á daginn. Ég hef fólk til að
líta eftir á öllum sviðum
rekstrarins. Ég er með sem dæmi
yfirþemu sem sér um að herbergi
séu í lagi, hér er
yfírmatreiðslumaður sem ber
ábyrgð á eldhúsunum og ein
manneskja er yfirmaður í
gestamóttökunni, almennt má
segja að stjómendur hinna ýmsu
deilda hótelsins hafa mikil áhrif á
reksturinn og framgang
fyrirtækisins. Ég held svo fúndi
reglulega með þessu fólki og
fylgist vel með hvað er að gerast í
fyrirtækinu. Ég heyri líka frá
gestunum hvemig þeim líkar
dvölin hér og svo sé ég auðvitað í
gegnum lykiltölur hvemig
reksturinn gengur. Þannig er
nútíma hótelrekstur," sagði Hrönn
Greipsdóttir hótelstjóri.
Ellefu Bandaríkjamenn komu til
fslands til að læra sauOflársæöingar
Dagana 19. til 22. nóvember sl. var staddur
hérlendis 11 manna hópur Bandaríkjamanna
ásamt Stefaníu Sveinbjarnardóttur, sem búsett
er í Ontario í Kanada, að læra sauðfjársæðingar.
Óhætt er að fullyrða að Stefanía er frumkvöðull
þess að nú er íslenskt sauðfé víða að finna í N-
Ameríku en fyrir 18 árum flutti hún fyrsta
íslenska sauðféð til Kanada.
Námskeiðið var haldið hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands á
Selfossi og á Stóra-
Ármóti þar sem
verkleg kennsla fór
fram. Hópurinn
lærði sæðingar í
gegnum skeið með
djúpfrystu sæði
auk þess sem
sauðfjár-
ræktarstarfið hér
var kynnt og
sauðfjárdómar
sýndir. Til þessa
hefur eingöngu
verið um sæðingar
gegnum kviðarhol
að ræða á sauðfé
þar vestra en
sæðingar með
djúpfrystu sæði gegnum skeið munu hvergi
stundaðar utan Noregs auk þess sem prófanir
hafa farið fram hér. Niðurstöður þeirra lofa
góðu.
Þátttakendur voru flestir frá Nýja-Englandi,
eins og Maine, Massachusetts og Rhode Island,
en einnig voru nokkrir frá Illinois og Wisconsin.
Næstu daga munu nokkrir þátttakendanna hefja
sæðingar ytra og bíða forráðamenn
Sauðfjársæðingastöðvarinnar spenntir eftir að
sjá niðurstöðurnar.
Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sá um kennslu
á sæðingunum en umsjón og skipulagning
námskeiðsins var í höndum Guðmundar
Jóhannessonar, ráðunautar hjá BSSL. "Það var
gaman að sjá hversu áhugasamt þetta fólk var og
hvað það býr yfir mikilli þekkingu á íslensku
sauðkindinni og öllu er henni viðkemur. Þar
skáka þau mörgum íslenskum sauðfjár-
bóndanum nú þegar...", sögðu þeir félagar,
Guðmundur og
Þorsteinn.
Auk þess að
sitja námskeiðið
fór hópurinn í
hcimsókn til Odd-
geirshólabænda
og skrapp í
Þingborg. Þá var
farið að
Þingvöllum og
Heiðarbæ í
Þingvallasveit til
þeirra hjóna
Ólafar Bjargar og
Jóhannesar.
Fjárbúið á Hesti
var einnig
heimsótt auk þess
sem litið var á
íslenskar geitur á Háafelli í Hvítársíðu. Þótti fólki
mikið til um framfarir í vöðva- og fituþykkt sl.
áratug á Hesti. Hópurinn vildi koma á framfæri
þakklæti til þessara aðila fyrir góðar móttökur
og skemmtilegar stundir.
Verður gaman að fylgjast með hvernig
námskeiðsgestunum gengur í framtíðinni og hver
árangurinn verður af þessu fyrsta námskeiði sem
Sauðfjársæðingastöð Suðurlands skipulagði í
tengslum við útflutning sinn á sæði til N-
Ameríku./GJ
Hér gefur á að líta hópinn sem kom alla leið frá Bandarikjunum til
að laera saeðingar._______Bændablaðið/Guðmundur Jóhannesson
Bændur!
Bjóðum takmarkað magn af
rúllubaggaplasti, neti og
garni á tilboðsverði til
áramóta.
? > /
Vinsamlega
athugið að fyrirhugað er
að úrvinnslugjald á þessa vöru
komi til framkvæmda 1. janúar 2004
^WThr»
“$Lrrfr&
Verið hagsýnir og verslið strax.
VEIAVER"
'^arrtr*
^urrtrft
#fcrrrr»
^Bárírft
^nirft
Allir bændur þekkja Silotite rúlluplast
sem notað hefur verið á Islandi með
mjög góðum árangri í fjölmörg ár. Silotite
rúllumar eru framleiddar úr sterku
hágæða plasti í stærðinni 500
mm (1800 m á rúllu) og 750 mm
(1500 m á rúllu). Nú er einnig
hægt að fá frá sama framleiðanda
bæði bindigarn og net.
Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • www.velaver.is