Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 30
5 30
Bændoblaðið
Þriðjudagur 9. desember 2003
NetiO skapar
Tðlvur
samskipti við
aturOastfiOvar
og leiObeininga-
FundaherferO UD tókst vel að
í síðasta mánuði lauk fundaher-
ferð um landið þar sem verk-
efnið „Upplýsingatækni í dreif-
býli“ var kynnt. Arni Gunnars-
son, framkvæmdastjóri verk-
cfnisins, mætti á flesta fundina
og með honum fulltrúar frá
Bændasamtökum íslands og
búnaðarsamböndunum, afurða-
stöðvum í mjólkuriðnaði og
starfsmenn Landssíma Islands.
En hvað segir framkvæmda-
stjóri verkefnisins að loknum 26
fundum víðsvegar um land?
„Ahugi fyrir þessu verkefni og
r fundasókn var meiri en ég átti von
á en þó svolítið mismunandi eftir
landsvæðum, t.d. var ffekar dræm
mæting á Suðurlandi. Það mættu
alls milli 400 og 500 manns á
fundina, langflestir bændur. A
fundunum kynntu fulltrúar
Bændasamtakanna og búnaðar-
sambandanna fagforrit Bænda-
samtakanna. Afurðastöðvamar
kynntu sína mjólkurvefi og full-
trúar símans kynntu ISDN kerfið.
Þá voru símstöðvar og ISDN+
tengingar á kynningarverði. Auk
þess tóku starfsmenn Símans nið-
ur ýmsar athugasemdir og
kvartanir varðandi síma- og tölvu-
samband. Ég held að þessir fundir
hafi verið mjög gagnlegir. Bændur
gátu komið sínum kvörtunum á
framfæri. Þær voru allar skrifaðar
niður og verða síðan kynntar for-
svarsmönnum Landssímans. Ég
held líka að það hafi komið
starfsmönnum Símans á óvart
hvað bændur nota tölvur og Netið
mikið. Bændur eru í raun allvel
tæknivæddir hvað þetta varðar.
Þeir er dreifðir um landið, búa
jafnvel afskekkt og þá er Netið
kostur til að færa menn nær hver
öðrum og skapa þeim möguleika á
einfaldari samskiptum t.d. við af-
urðastöðvar og leiðbeininga-
þjónustu svo eitthvað sé nefnt“
sagði Ami Gunnarsson.
Hjá Gunnari Magnússyni
vörustjóra ISDN sem var fulltrúi
Landssímans á allmörgum fund-
anna kom ffam að hátt í tvö-
hundruð manns hefðu nýtt sér sér-
tilboð á ISDN+ ferjöldunum
meðan fundaherferðin stóð yfir.
Væru þeir nú flestir komnir með
þessar tengingar í notkun. /ÖÞ
Fyrirspurn um
Kristján Möller hefur lagt fram
á Alþingi fyrirspurn til sam-
gönguráðherra og spyr hvernig
hann hyggist tryggja íbúum
sveitarfélaga með færri íbúa en
500 ADSL-tengingu við inter-
jí netið nú þegar fyrir liggur að
Landssíminn hyggst ekki ráðast
í nauðsynlegar fjárfestingar til
að svo verði? Hann spyr líka
hvort ráðherra hafi látið kanna
hvort netsamband um gervi-
hnött sé hagkvæm lausn fyrir
fámenn byggðarlög og ef svo er
v hvort hann sé þá tilbúinn til að
' beita sér fyrir því að Lands-
síminn bjóði slíka þjónustu?
Það er ástæða til að ætla að sífellt fleiri bændur noti sína eigin
tölvu og að þeim verkefnum fjölgi sem unnin eru í tölvu. í
þessum dálki munum við gefa ráð um það hvernig má forðast
að vírus komist inn í tölvuna.
Hvernig á að forðast vírusa?
Mikilvægt er að opna ekki tölvupóst frá
einhverjum sem ekki er búist við að fá
tölvupóst frá. Þrátt íyrir það getur vel verið
hægt að fá sýktan tölvupóst frá einhverjum sem
þú þekkir því aö sá aðili getur hafa fengið vírus
í tölvuna sína. Algeng leið íyrir vírusa til að
dreifa sér er að nýta heimilisfangaskrána í
Outlook eða Outlook Express og svo dreifa
þeir sér sjálfir til annarra mótakenda
tölvupósts. Viðkomandi aðili í
heimilisfangaskránni þinni fær því tölvupóst
frá þér sem þú hefúr hreint ekki sent!
Meirihluti tölvupóstsvírusa verður virkur
þegar viðhengi sýkts tölvupósts er opnað. Þetta
gerist hratt þegar tölvupósturinn kemur ffá
einstaklingi sem þú þekkir. Dæmigerður texti í
sýktum tölvupósti getur hljómað
einhvemveginn svona: "Hi! How are you? I
send you this file in order to have your advice.
See you later. Thanks."
Sem sagt: Ef þú tekur við tölvupósti frá
þekktum eða óþekktum einstakling með
óvenjulegum texta, sem þar að auki er á ensku,
þá skaltu eyða tölvupóstinum strax án þess að
opna viðhengið!
Það er einnig mjög mikilvægt að opna
aldrei viðhengi með .exe sem endingu nema
þegar þú er 100% viss um að hann sé
hættulaus.
Það er betra að eyða tölvupósti einu sinni of
oft en of sjaldan. Þú getur alltaf haft samband
við sendanda og beðið um að fá sendan
tölvupóstinn aftur ef það var eitthvað
nytsamlegt.
Eftirfarandi punktar eru nytsamlegir þegar
kemur að vírusvömum:
Tölvuvírnsar
■Opnið aldrei tölvupóst sem kemur frá
óþekktum sendanda eða einhverjum sem ekki er
búist við að fá tölvupóst frá. Eyðið þeim úr
"inbox" möppunni og aðþví loknu á að eyða
þeim út úr "deleted items" möppunni ef notað
er Outlook Express (önnur tölvupóstforrit gera
þetta sjálj).
■ Vertu tortryggin/nn á viðhengi. Efþú fcerð
póst með óvenjulegum texta, sem þar að auki
er á ensku, þá mœlum við með að póstinum sé
strax eytt án þess að opna viðhengið, hvort sem
þú þekkir sendandann eða ekki. Það er einnig
mikilvœgt að opna aldrei viðhengi sem endar á
. exe, án þess að vera 100% viss um að það sé
hœttulaust. Góð regla þegar viðhengi er sent er
að geta þess sérstaklega í sjálfum
tölvupóstinum. Mun minni líkur eru á að
tölvupóstur innihaldi vírusa ef sendandi getur
sérstaklega um viðhengið í sendingunni.
■Athugið einnig texta tölvupóstsins og heiti
vióhengis meó því að smella á hœgri
músartakka á viðkomandi skilaboð og skoða
heiti viðkomandi sendingar.
■Eyðið svokölluðum ruslpósti (t.d. ýmiss
konar nettilboð sem ekki hefur verið beðið um)
án þess að opna hann, athuga má einnig með
að setja upp í tölvupóstinum sjálfvirka eyðingu
á slíkum pósti (flest póstforrit bjóða upp á slíka
möguleika).
■ Vírusviðvaranir sem berast meó tölvupósti,
og biðja þig um aó jjarlægja einhverja skrá,
eru venjulega jolsk skilaboð. Þetta má einnig
jlokka sem vírus og getur leitt til þess að þú
eyðir út mikilvœgum skrám i tölvunni.
Fullvissaðu þig um að þetta sé í raun
vírusviðvörun áður en þú gerir eitthvað.
■ Vertu treg/ur til að senda áfram keðjubréf
og tölvupóst í líkingu við það. Ertu viss um að
viðtakandi kœri sig um þetta?
■ Vertu tortryggin/inn á heimasíðum sem þú
þekkir ekki til, ekki ná í eitthvað af heimasíðum
sem þú treystir ekki.
■ Við mœlum með að þú verðir þér úti um
vírusvarnarforrit sem endurnýjast af sjálfu sér.
Vírusvamarforrit skaparekki 100%
tiyggingu fyrir því að þú sleppir við vímsa (til
dæmis alveg nýja vírusa), farðu því eftir
ráðleggingunum þótt þú sért með þess konar
forrit.
Þýtt og endursagt úr BUSKAP 05/2003.
Landssamband kúabænda
Afangasigur í
baráttunni fyrir betra
Internetsambandi í
dreifbýlinu
Af fullri alvöru
Þátttaka Landssímans hf. í
fundarherferðinni
Landbúnaðurá upplýsingaöld,
styrkveiting þeirra til
verkefnisins Upplýsingatækni
í dreifbýli og hagstætt tilboð á
ISDN plús ætti að sýna alvöru
þeirra í að koma ISDN til
bænda. Á fundum sem um
400 bændur hafa sótt um allt
land hefur fulltrúi frá ISDN
deild Landssímans í
Reykjavík mætt ásamt
starfsmönnum fyrirtækisins á
hverjum stað. Með fundunum
gafst bændum tækifæri til að
látá I sér heyra og fá svör. Á
flestum stöðum á landinu er
ISDN væðing orðin útbreidd
og margir bændur nýttu sér
kynningartilboð á ISDN plús
með Fritz ferjaldi. Fritz ferjald
virkar sem símstöð fyrir bæinn
og býður upp á margvíslega
notkunarmöguleika. Mikil
vinna felst í því fyrir
Landssímann hf. að koma
bæjum I ISDN tengingu. ISDN
símstöð þarf að koma upp I
nágrenni bæjarins og
"afspóla" þarf allar símalínur
(grafa upp símalínur og taka
af mögnunarspólur). Það þarf
því ekki að efast um að þetta
er kostnaðarsamt og
tímafrekt. Á nokkrum stöðum
hafa rafmagnsgirðingar truflað
símasamband. Að sögn
slmamanna þá er ástæðan
yfirleitt sú að
rafmagnsgirðingin er ekki rétt
tengd og ber þá þeim sem
settu girðinguna upp að koma
því í lag með jarðtengingum.
Af hverju ISDN plús?
Ástæða er til að hvetja þá
bændur sem eru með
venjulegar símalínur (analog)
og hafa möguleika á að fá
ISDN tengingu að íhuga
alvarlega að fá sér slíka ISDN
plús tengingu með Fritz ferjaldi
sem Landssíminn býður þessa
dagana. Það sem vinnst með
því er stafrænt og öruggara
símasamband, hraðvirkari
Internetsamband, tvær
símalínur og lægri
símakostnaður fyrir þá sem
nota netið að einhverju ráði. í
grein Hjálmars Ólafssonar,
starfsmanns tölvudeildar, I
síðasta Bændablaði kom þetta
vel fram. Með notkun á D-
rásinni, þar sem ekkert
skrefagjald er rukkað, er
auðvelt að sjá töluverða
lækkun á símareikning hjá
þeim sem nota t.d. MSN mikið
eða tölvupóst. Þá þarf ekki að
fjölyrða um sparnað þeirra sem
nú eru með tvær símalínur
tengdar og greiða tvöfalt
fastagjald af þeim. Að síðustu
má nefna kosti Fritz ferjaldsins
sem símstöðvar þ.e. möguleika
á mörgum símum og t.d að
geta talað frítt á milli síma (ef
einn er I útihúsi).
En hvað með Vestfirði og
N-Þingeyjarsýslu?
[ fjarskiptalögunum er öllum
landsmönnum tryggt a.m.k.
128.000 b/s Internetsamband,
þ.e. ISDN, þó með þeim
fyrirvara að Landssíminn geti
hafnað þeim umsóknum þar
sem tenging er áætluð
kostnaðarsöm. í þeim tilfellum
er hægt að vísa úrskurðinum til
Póst- og fjarskiptastofnunar.
Ennþá búa of margir bæir á
Vestfjörðum og N-
Þingeyjarsýslu við
ófremdarástand I símamálum.
Margir þessara bænda hafa
sótt um ISDN en fá ekki
formlegt svar til baka frá
Landssímanum hf. Ef það er of
kostnaðarsamt að koma upp
ISDN tengingu að áliti
Landssímans hf., sbr. hérað
ofan, þá er rétt að það komi
strax fram með formlegri
höfnun. Þá er næsta skref að
kæra niðurstöðuna til Póst- og
fjarskiptastofnunar sem
úrskurðar í málinu. Með tilkomu
jöfnunarsjóðs með nýjum
fjarskiptalögum er vonandi unnt
að finna fjármuni til að bæta
hér úr. Ég vil leyfa mér að
halda fram að það sé ekki í
anda fjarskiptalaganna sem
tryggja áttu jafnræði í þessum
málum að hluti bænda njóti
ekki grunnþjónustu samkvæmt
skilgreiningu laganna.
Miklir hagsmunir í húfi
Hagmunir þeirra bænda
sem búa ennþá við óviðunandi
tengingu við Internetið eru
miklir I því upplýsingasamfélagi
sem við búum I.
Aðstöðumunurinn sem þessu
fólki er búinn er gífurlegur og
leiðir til þess fyrr en varir að
fólk flyst I þéttbýlið. Mátulega
dreifð byggð heldur landinu
lifandi og blómleg bændabýli
eru ríkur þáttur I ásýnd
landsins okkar. Ég skora því á
Landssímann hf., sem
sannanlega hefur lyft grettistaki
í ISDN væðingu á
undanförnum árum, að gleyma
ekki þeim fáu bændum í
afskekktustu byggðunum sem
enn bíða óþreyjufullir eftir að fá
að taka þátt í því mikla ævintýri
sem upplýsingasamfélagið er í
raun.
Eftir Jón Baldur Lorange,
forstöðumann tölvudeildar
Bændasamtaka íslands
Isíðasta Bændablaðí fagnaði ég áfangasigri í baráttunni
fyrir betra Internetsambandi í dreifbýlinu. Ástæðan er að
Landssíminn hf. hefur einsett sér af fullri alvöru að
uppfylla skilyrði fjarskiptalaga um alþjónustu fyrir alla
landsmenn þar með talið ISDN tengingu, komin er sítenging
gegn föstu gjaldi í formi ISDN plús með Fritz ferjaldi og stofn-
og rekstrarkostnaður við Internettengingu hefur lækkað./JB