Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 36
36
Bændabloðið
Þriðjudagur 9. desember 2003
0
0
9
♦
*
Sveitateiti var haldið í fyrsta sinn 1. nóvember sl. í Hótel Borgarnesi. Skemmtunin
tókst í alla staði mjög vel. Bœndur skemmtu sér við söng, mat og drykk, glens og
gaman. Er það von þeirra sem að þessari skemmtun stóðu að hún verði árlegur
viðburður hér eftir.
Búnaðarfélag Þverárþings sá um framkvæmd Sveitateitis. Hér er stjórn búnaðarfélagsins, Torfi
Guðlaugsson i Hvammi, Guörún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum, Árni B. Bragason á Þorgautsstöðum,
Brynjólfur Guðmundsson í Hlöðutúni og Pétur Diðriksson á Helgavatni.
Friðrik Jónsson ráðunautur BV og
kona hans Jófríður Jóhannesdóttir.
Kúabændurnir Sigmar H. Gunnarsson í Rauðanesi, Torfi Guðlaugsson
i Hvammi og Ingveldur H. Ingibergsdóttir í Rauðanesi.
Raðað i sig
kræsingum.
Sigurgeir Sindri
Sigurgeirsson
veislustjóri og
Kristín
Kristjánsdóttir i
Bakkakoti
Bændur í Kolbeinsstaðahreppi tóku sig saman um að fjölmenna á
hátiöina. Hér eru þær Helga Jóhannsdóttir í Haukatungu og Áslaug
Guðbrandsdóttir i Mýrdal.
Haraldur Benediktsson formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands veitir
Ragnheiði Hjörleifsdóttur og Klemenzi Halldórssyni á Dýrastöðum
viðurkenningu Búnaðarsamtakanna fyrir frábæran ræktunarárangur.
Saga
alifugla-
raikiap
Út er komin bókin Aiifuglinn.
Saga alifuglaræktar á Islandi frá
landnámi til okkar daga eftir
Friðrik G. Olgeirsson sagn-
fræðing. Hún fjallar um eldi og
neyslu alifugla frá fyrstu öldum
byggðar á Islandi, eggjafram-
leiðslu, kjúklingakjötsframleiðslu
á 20. öld og samtök alifugla-
eigenda sem fyrst voru stofnuð
árið 1932. Nú eru starfandi Félag
eggjaframleiðenda og Félag
kjúklingabænda.
AlifUglinn skiptist í tíu kafla. í
tveimur fyrstu köflunum er fjallað
um alifuglarækt landsmanna til
foma. Ýmsar heimildir, t.d. íslend-
ingasögur, fomleifar og skjöl,
staðfesta að alifuglarækt var um-
talsverð búgrein fyrstu aldimar en
með kólnandi veðurfari og breytt-
um búskaparháttum á síðmiðöldum
dró smám saman úr henni og ali-
fiiglarækt var mjög lítil á 16., 17. og
18. öld. Innflutt kom var dýrt og
það vom helst efhamenn og út-
lendingar sem þá héldu hænsni. I
móðuharðindum 1783-1784
fækkaði bústofhi landsmanna mikið
og höfundur setur iram þá kenningu
að þá hafi gamli íslenski hænsna-
stofhinn að mestu þurrkast út.
I þriðja kafla ritsins er fjallað
um það þegar alifuglarækt hófst á
ný um aldamótin 1900 með
innflutningi nýrra hænsnakynja og
fjórði kaflinn greinir ffá því þegar
hún varð öflug og lífvænleg búgrein
um og eftir 1930. Þá vom sett á fót
fyrstu stóm alifuglabúin þar sem
vom allt að 1000 fuglar. Fyrst og
ffemst vom ffamleidd egg en einnig
örlítið af hænsnakjöti, andakjöti,
gæsakjöti ogjafnvel kalkúnakjöti.
Eggjaffamleiðendur stofhuðu í
fyrsta sinn með sér félag árið 1932
og í fimmta kafla er sagt ffá sam-
tökum þeirra og tilraunum um langt
árabil til að koma á eggjaeinkasölu
um land allt.
Árið 1968 vom búr fyrir
varphænur flutt til landsins í fyrsta
sinn og í kjölfarið hófst stórbú-
skapur í eggjaffamleiðslu. Frá
þessum breytingum er m.a. sagt i
sjötta kafla og þeim mikla áfanga
þegar loks tókst að kenna Is-
lendingum að meta kjúklingakjötið
ljúffenga sem upp ffá því hefur
oiðið vinsælla með hveiju ári. Einnig
er sagt ffá einangrunarstöðinni á
Hvanneyri en hún hefLxr hafl mikla
þýðingu í kynbótastarfi alifuglaræktar.
Sjöundi kafli fjallar um
ráðunautaþjónustu og
sjúkdómavamir og í áttunda og
níunda kafla em öll starfandi bú
árið 2002 í eggjaffamleiðslu og
kjúklingakjötsffamleiðslu kynnt.
Loks er sagan öll dregin saman í
tíunda kafla og niðurstöður settar
ffam.
Bókin er 302 blaðsíður, prýdd
um 230 ljósmyndum, teikningum
og myndritum. Hún var unnin í
prentsmiðjunni Gutenberg en
útgefandi er Félag
eggjaffamleiðenda.
Friðrik G. Olgeirsson er sjálf-
stætt starfandi sagnffæðingur og
hefur áður sent ffá sér átta bækur og
ritað fjölda ritgerða og greina í blöð
og tímarit. Helstu ritin em Saga 01-
afsfjarðar 1-3 (1984,1989 og
1991), Sparisjóður í 80 ár (1994),
Byggingarmeistari í stein og stál.
Saga Sveinbjamar Jónssonar í
Ofhasmiðjunni 1896-1982(1996),
Langnesingasaga 1-2 (1998 og
2000) og Lánasjóður íslenskra
námsmanna. Námslán og náms-
styrkir á 20. öld (2001).