Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. desember 2003
Bændabtaðið
13
Arinbjörn segir aö útlendingar séu afar hrifnir af hestaferöum - og falli strax fyrir Arnarvatnsheiðinni
- jafnt skollituöum ársprænum sem öðru. Myndirnar á síöunni voru teknar síðastliðið sumar. Myndin
hér fyrir ofan var tekin á Arnarvatnsheiði en sú til hægri á Stórasandi fyrir norðan Langjökul. Eitt
vinsælasta verkið í ferðunum er að veiða sér í soðið en það gera menn í einu af mörgum vötnum
Arnarvatnsheiðar. Útlendingar stara opinmynntir á silungana en taka hraustlega til matar síns þegar
fararstjórinn er búinn að sjóða fiskana. Myndirnar á þessari síðu tók Arno Grimm.
framfæri. Hann fær góða kynningu meðal
félagsmanna t.d. í íslandshestafélögum í
Þýskalandi en þessi sendiherra stundar lítið
landvinninga," segir Arinbjöm og hvetur
hlutaðeigandi til þess að vinna að kynningu á
íslenska hestinum meðal þeirra sem þekkja
hann lítt eða ekkert. "Hingað á að bjóða
blaðamönnum og sérfræðingum sem þekkja
ekki íslenska hestakynið og þetta ætla ég að
gera sjálfur í vetur."
Líklega er styttra í mannfræðina í Arinbimi
en hann vill vera láta. Áhuginn á að kynna
gestum sínum lífið - eins og það var og er - er
ósvikinn. "Útlendingar sem koma hingað á
vetuma em gjaman undrandi á því hvað er
langt á milli bústaða manna. Fólkið skilur ekki
hvemig hægt er að fúllnægja lágmarks
félagslegum og menningarlegum þörfúm. Ég
svara því til að svona hafi þetta verið í ein
þúsund ár og fólk hafi fundið ýmsar leiðir til að
komast af. Jón Hreggviðsson kvað rímur svo
dæmi sé tekið," sagði Arinbjöm sem fer með
vetrargesti í fjárhús nágrannanna og út á
Vatnsnes og horfir á seli svo dæmi séu tekin.
Um næstu áramót verða t.d. Hollendingar og
Þjóðverjar á Brekkulæk. Nú verður Arinbjöm
ljarrænn á svip og minnist þess að sem bam
fékk hann ætíð bækur í jólagjöf. Þessum sið
heldur hann og gefúr gestum sínum bækur á
þeirra eigin tungu á aðfangadagskvöld - og
sendir þá svo í rúmið með ósk um að þeir lesi
lengi jólanætur!
Á því ári sem brátt kveður komu um 300
gestir til Arinbjamar og konu hans Claudiu
Hofmann. Þessi tala segir ekki nema hálfa
söguna því hver gestur dvelur á annan tug nátta
á vegum Arinbjamar - og þar með em ekki
taldir með þeir gestir sem koma á eigin vegum
og dvelja á gistiheimilinu í eina eða tvær nætur.
Hvers konar fólk er hér á ferð? Arinbjöm segir
að yfirleitt sé útivistarfólk og hestamenn á ferð
- og ekki má gleyma áhugafólki um fugla- og
náttúmskoðun sem er farið að leggja leið sína
að Brekkulæk á "jaðartíma" en von er á þremur
slíkum hópum næsta sumar sem hefja leikinn á
skoðun húnveskra mófúgla en hápunkturinn er
svo Látrabjarg.
Bestu meðmælin sem ferðaþjónustubóndi
getur vænst er sú þegar "gamall" gestur hefur
samband á ný og vill fara í aðra ferð. Arinbjöm
getur státað af nokkmm slíkum - meðal annars
Sreskri konu (sem fyrir hreina tilviljun er
vinkona þess sem situr andspænis Arinbimi)
sem hefúr komið í 18 skipti!
Við skoðum B-leyfið ffá ráðuneytinu sem
er undirritað af þáverandi landbúnaðarráðherra,
Halldóri Blöndal. Leyfið er að sjálfsögðu
innrammað og hengt upp á viðhafnarstað á
skrifstofúnni.
Dagur er að kvöldi kominn. Arinbjöm
ætlaði að huga að myndarlegri snyrtingu sem
göngulúnir viðskiptavinir hans geta nýtt sér
næsta sumar. Það em engin grið gefin þegar
þjónusta við ferðamenn er annars vegar. Og
utanlandsferð á hestasýningu á dagskrá. Hver
veit nema viðskiptavinir framtíðarinnar séu
þar? Eina leiðin til að komast að því er að mæta
á staðinn.
Notaðar
búvélar &
traktorar
DEUTZ-FAHR
AgroPlus 100, 4x4
Árg. ‘99, 100 hö, aðeins 100
vst, Trima 1790 tæki.
Framlyftubúnaður með
aflúrtaki.
DEUTZ-FAHR
AgroPlus 95,4x4
Árg. ‘00, 95 hö, 1400
vinnustundir.
DEUTZ-FAHR
AgroPlus 95,4x4
Árg. ‘01, 95 hö, 950
vinnustundir. Vökvaskiptur
gi'rkassi,Trima 320 tæki.
JOHN DEERE 6310 SE, 4x4
Árg. ‘02, 100 hö, 400 vst.,
JD 631 ámoksturstæki.
JOHN DEERE 6420
AutoPwr, 4x4
Árg. ‘02,110 hö, 150 vst.,
Stiglaus skipting, JD 631
ámoksturstæki.
Massey Ferguson 6150, 4x4
Árg. ‘99, 95 hö, 2700 vst.
Massey Ferguson 4335, 4x4
Árg. ‘02, 75 hö, 100 vst.
Trima 3.40 ámoksturstæki.
CASE MX100, 4x4
Árg. ‘99, 100 hö, 3400 vst.
Stoll Robust ámoksturstæki.
New Holland 6640 SLE, 4x4
Árg. ‘97, 85 hö, 5200 vst.
Alö 640 ámoksturstæki.
FIAT 80/90, 4x4
Árg.‘92, 80 hö, 5100 vst.
Álö 540 ámoksturstæki.
FORD 4610,4x2
Árg. ‘86, 47 hö, 2500 vst.
Þ>
ÞOR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Ármúla 11 / Slmi 568-1500 / Lónsbakka / Slmi: 461 -1070
Sjá einnig nánari upplýsingar á www.thor.is
::>Á
Slæðivörn
d
.
VÉLAVAL-Varmahlíð hf
S: 453 8888 fax: 453 8828
vefur: www.velaval.is
netpóstur: velaval@velaval.is
www.bondi.is
Vefur islenskra bænda
3" borholudælur
4" borholudælur
Brunn og þróardælur
Þrepadælur
með og án þrýatikúts
Dælustjórnbúnaður
Gæða vara og
hagstæð verð!
Smlðjuvegur 66 - 200 Kópavogur
S: 580 5800 F: 580 5801
LANDVELAR ehf
nánar á www.landvelar.is