Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 22
22 Bændcblaðið Þridjudagur 9. desember 2003 Matvæli með vlættum bætiefnum - Hvert stefnir? Ólíkt mörgum öðrum löndum Evrópu, og þá sérstaklega ólíkt hinum Norðurlöndunum, þá ríkir sterk hefð á íslandi fyrir vítamín-, steinefna-, amínósýru- og fitusýrubætingu matvæla. Nauðsyn íblöndunar vegna manneldisstefnu hefur eitthvað með þetta að gera en sennilega er mikið framboð á íblönduðum matvælum hér á landi tilkomið vegna sterkra áhrifa frá bandarískum neytendamarkaði. Hvað er átt við með íblöndun? Með íblöndun bætiefna í mat- væli er átt við viðbætingu vítamína, steinefna, amínósýra, fitusýra eða annarra efna í þeim tilgangi að (1) endurheimta magn þeirra efna í matvælum sem tapast hafa í vinnslu, meðhöndlun eða geymslu; (2) búa til matvæli sem eru a.m.k. jafngild öðrum líkum matvælum sem eru á markaði (staðgengismatvæli); og (3) auka næringargildi matvæla svo það sé til hagsbóta fyrir neytendur. Þá þarf að taka tillit til skaðsemi/- skaðleysi efnanna í matvörunni, þörf þjóðfélagsins eða ákveðinna þjóðfélagshópa fyrir aukið magn þessara efna og nýjustu þekkingu á sviði næringar- og læknisffæði um (hagstæð) áhrif bætiefna á lík- amsstarfsemi. Ástæður þess að matvæli eru íblönduð eru margar og of langt mál að telja þær allar upp hér. Aftur á móti má skipta þeim í tvo meginhópa: (1) Bætt heilsa þjóð- arinnar (oft ástæður ríkisins) og (2) aukin markaðshlutdeild (oft ástæður seljenda). Markaðsástæð- umar einkennast af nýjum upp- lýsingum um næringarfræði sem draga fram þá mynd að aukin neysla á hinum ýmsu vítamínum og steinefnum geti haft heilsu- bætandi áhrif (optimal health). Auk þess eru framleiðendur og innflytjendur matvæla með íblönduðum bætiefnum duglegir að auglýsa að matvælin passi vel inn í heilsusamlegan lífsstíl þó svo að í mörgum tilfellum sé óljóst hver raunveruleg áhrif þessara efria em, sérstaklega þegar litið er til lengri tíma. Hvaða reglur gilda? Á Islandi er ekki um að ræða sérstaka reglugerð sem nær eingöngu yfir íblöndun bætiefna. Aftur á móti má finna bráða- birgðaákvæði er varðar íblöndun í reglugerð nr. 285/2002 um aukefni í matvælum. Þar segir m.a. "Þar til reglugerð um íblönd- un bætiefna í matvæli hefur verið sett getur Hollustuvemd ríkisins [Umhverfisstofnun] veitt leyfi til notkunar bætiefha. Bætiefni sam- kvæmt reglugerð þessari em víta- mín, steinefhi og lífsnauðsynlegar fitu- og amínósýmr..". Reglu- gerðin er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli. Það er því ljóst að sækja þarf um leyfi fyrir öllum bætiefnum sem sett em í matvæli. Ástæður em margar og flóknar fyrir því að ekki er til sérstök reglugerð fyrir íblönduð matvæli. Ekki er ástæða til að tíunda þær hér heldur horfa fram á veginn og útlista nánar hvers við getum vænst í nánustu framtíð. Hvers má vænta? Evrópusambandið (ESB) er komið með drög að samræmdum reglum um íblöndun bætiefna í matvæli. Um er að ræða drög að reglugerð ESB, en ekki tilskipun, sem gerir það að verkum að taka þarf hana óbreytta inn í íslenskan rétt. I fyrstu drögum er gert ráð fyrir að reglugerðin nái aðeins yfir vítamín og steinefni og nokkur önnur efhi og því geta aðildarlönd Evrópska efnahags- svæðisins (EES) ennþá verið með sínar eigin reglur, t.d. er varða íblöndun amínósýra og fitusýra í matvæli. Reglugerðin ber þess talsverð merki að iðnaðurinn hafi komi að skrifúnum enda fékk fram- kvæmdastjóm ESB innlegg iðn- aðarins snemma í ferlinu. Sam- kvæmt drögunum er gert ráð fyrir viðauka þar sem nokkur efhi sem vinsælt er að bæta í matvæli verða tekin fyrir. í viðaukanum er að finna lista af efnum sem ESB hefur undir smásjá, t.d. koffín og tárín sem hámarksgildi verða sett fyrir síðar og önnur efni sem verða bönnuð í matvæli (s.s. kava og efedrín). Þessi listi kemur til með að taka stöðugum breyt- ingum enda em ný efhi sem bætt er í matvæli að koma ffarn nánast daglega. Öryggisákvœði Tiltölulega lítið er gert úr öryggisákvæðinu í reglugerðinni. Innflytjendum og ffamleiðendum er í raun og vem heimilt að markaðssetja vömr án sérstaks leyfis ffá yfirvöldum ef viðbættu efhin em á lista í drögunum yfir leyfð efni. Auðvitað þurfa við- bættu efnin að vera í leyfilegu magni, þegar það magn verður loks ákveðið, en að öðm leyti verður markaðssetning nokkuð einföld ef þessi drög ná ffam að ganga. Hins vegar geta ríki bannað dreifíngu matvæla með viðbættum efnum ef þau geta sýnt fram á að neytendum eða ein- hverjum neytendahópum stafi hætta af íblönduninni.Geri ríkin slíkt verða þau strax að tilkynna ástæður þess til framkvæmda- stjómar ESB og til annarra aðildarríkja EES. Framkvæmda- stjóm ESB tekur svo ákvörðun um réttmæti bannsins og ákvarðar um framhaldið. í drögunum kemur skýrt ffam í hvaða matvæli íblöndun bætiefna er óheimil. Vítamínum og steinefnum er óheimilt að bæta í grænmeti, ávexti og aðrar ferskar óunnar vörur, kjöt, fisk og áfenga drykki með alkóhólmagni yfir 1,2%. Ekkert er kveðið á um hvort íblöndun bætiefna verði bönnuð í matvæli sem við getum talið óheppilegan valkost eða á slæmu máli "óholl". Þetta eru til að mynda gosdrykkir, sælgæti og fiturík matvæli s.s. kartöfluflögur. Kanadamenn og Nýsjálendingar stefna óðfluga að því að setja upp viðmið er varða magn fitu og sykurs og má ekki bæta í vítamínum eða steinefnum ef magn fitu og/eða sykurs er of hátt. Sótt um leyfi Eins og staðan er nú þarf innflytjandi eða framleiðandi sem hyggur á dreifingu matvæla með íblönduðum bætiefnum að sækja um leyfi hjá Umhverfisstofhun (UST) á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu stofhunarinnar, www.ust.is. Þegar fullunnin umsókn berst UST fer af stað ákveðið ferli sem felst í að kanna áhrif neyslu á matvörunni á íslensku þjóðina eða ákveðna þjóðfélagshópa. Ekki er um að ræða faraldsfræðilegt áhættumat heldur er stuðst við gögn sem til eru um skaðleysi/skaðsemi ýmissa bætiefna og annarra efna á líkamann. Einnig koma mikil- vægar upplýsingar um neyslu þjóðarinnar að góðum notum í þessu ferli. í sérstaklega erfiðum málum er hægt að kalla saman nefnd sem tekur þau mál fyrir og gefhr stofnuninni álit sitt. í nánustu framtíð er líklegt að matvæli með íblönduðum bætiefhum þurfi að tilkynna til UST og greiða þurfi kostnað með tilkynningunni sem samsvarar umsýslukostnaði. Að öðru leyti er áætlað að reglan um frjálst flæði matvæla verði ráðandi og ef matvæli eru markaðssett í einu ríki EES geta þau borist hindrunarlaust til íslands að því tilskildu að þjóðinni stafi ekki hætta af neyslunni. Sú staða getur því hugsanlega komið upp að Red Bull orkudrykkur verði leyfður á íslandi og Cheerios verði leyft í Noregi. Höfundurinn, Steinar B. Aðalbjörnsson, er næringar- fræðingur hjá matvælasviði Um- hverfísstofnunar. Greinin birtist áður í ritinu Matur er mannsins megin. Broddur og ónæmi Gefið nóg af góðum broddi - nógu snemmaJ "Magn brodds" x "magn mótefha í broddinum" x "rétt tímasetning á broddgjöf1 = "ónæmiskerfi kálfsins". Ef eitt eða fleiri af þessum atriðum klikkar leiðir það til lélegs ónæmiskerfis hjá kálfinum. Fyrstu ævidaga kálfsins eru mótefhin ekki melt í maga/þörmum heldur flytjast þau óbreytt úr þörmum, í gegn um þarmatotumar og út í blóðrásina þar sem áhrifa þeirra gætir strax. Eiginleikar þarmanna til að framkvæma þessa flutninga minnka fljótlega eftir burð. Eftir fjórar klukkustundir má sjá merkjanlegan mun, getan hefur minnkað um 50% eftir tólf tíma og er algjörlega horfin eftir sólarhring. Upptaka kálfsins á mótefhum eykst upp að vissu marki miðað við broddmagn og mótefhamagnið í broddinum. Kálfar sem eru eftir sig eftir erfiðan burð hafa minni getu til að flytja mót- efhi frá þörmum. Magn mótefha í broddi getur líka verið mismunandi milli kúa. í nýlegri sænskri rannsókn kom í ljós að munur á mótefhainnihaldi broddmjólkur var mismunandi á milli kúa, eða allt frá 4 og upp í 174 g mótefna/lítra. Broddmjólk fjórðu hverrar kýr í rannsókninni innihélt of lítið af mót- efhum (ath. ekki verið rannsakað nýlega hér- lendis). Magn mótefha í broddmjólk hjá kúm á fyrsta og öðru mjaltaskeiði er eitthvað minna en hjá eldri kúm en einstaklingsmunurinn er miklu meiri. Þéttni mótefha í broddmjólk minnkar hratt og hefur næstum helmingast einungis 12 tímum eftir burð. Ekki skiptir máli hvort júgrið hefur verið tæmt eða ekki. Á bæjum þar sem kálfurinn er með móðurinni fyrsta sólarhringinn fer það líka eftir aðbúnaði og júgur/spenalögun hvort og hversu mikið kálfhrinn sýgur. Önnur sænsk rannsókn sýndi ffarn á að kálfar sem sugu móður sem var laus í burð- arstíu höfðu besta mótefhasvarið. Næst besta mótefhasvarið höfðu kálfar sem fengu að sjúga bundnar kýr í burðarstíu, en lélegasta mót- efnasvarið höfðu kálfar sem sugu móður sína bundna í hópstíu. Ráðleggingar fyrir broddmjólkurgjöf Ráðleggingamar era settar ffarn sem mögulegar leiðir og þarf að líta á þær sem slíkar. Sérstaklega er mæ.lt með því að á búum þar sem mikið er um sjúkdóma og/eða kálfamir stækka lítið sé rétt að breyta venjum í þessa átt. Enn ffemur er mikilvægt að fylgja öllum ráðleggingunum þar sem niðurstaðan verður ekki betri en veikasti hlekkurinn í keðjunni. Broddgjafavenjur hjá kálfum sem eru teknir frá móðurinni eftir burð: Gœði: Gefið allan brodd ffá fyrstu mjöltum áður en broddur ffá seinni mjöltum er gefinn. Verið gagnrýnin á gæði broddsins og notið brodd- lager ef nauðsyn krefur (þíðið við 40°C). Hægt er að meta gæði broddsins sjónrænt með því að athuga lit og þykkt. Einnig er hægt að fá öraggari niðurstöðu með því að nota einfalt, ódýrt mælitæki sem mælir þéttni stórsameinda (aftirðastöðvamar geta vafalítið útvegað svona tæki). Broddur úr kú sem hefhr verið með mjólkurleka fyrir burð er lélegur. Brodd ffá júgurhluta með greinilega júgurbólgu á alls ekki að gefa kálfhm. Hvenœr? Gefið kálfinum brodd eins fljótt og mögulegt er eftir burð, helst innan tveggja tíma. Magn Gefið minnst 1,5 dl af góðum broddi á hvert kg líkamsþunga kálfsins, á fyrsta degi eftir burð. Magnið er mikilvægt í fyrsta skipti sem kálfurinn fær að drekka - leyfið kálfinum að drekka eins mikið og hann vill, að minnsta kosti 2 lítra. Mikil inntaka í fyrstu gjöf gerir það oft að verkum að það líður einhver tími þangað til kálfurinn hefur lyst á meiri broddi. Þetta gerir ekki mikið til því hann hefhr þá fengið í sig mikinn brodd þegar upptaka mótefha ffá þörmum er í hámarki. Fyrsta sólarhringinn er hægt að reyna að gefa brodd eftir lyst með Ijögurra tíma millibili. Broddgjafavenjur hjá kálfum sem ganga hjá mœðrum sínumfyrsta sólarhringinn: Burðarstía: Með tilliti til mótefhamagns kálfsins er gott að skilja kýr í geldstöðu ffá hinum í hópn- um. Einnig er gott ef kýrin getur verið ein með kálfinum fyrstu tvo sólarhringana eftir burð. Fylgist með! Aldrei á að treysta því að kálfurinn fái nægan brodd með því að sjúga. Fylgist sérstaklega með kúm með lélega júgur- og spenagerð og kúm með litlar móðurtil- finningar. Kvígur sem era eftir sig eftir erfiðan burð era yfirleitt ekki í neinu standi til að hugsa almennilega um kálfinn. Eins mjólka þær oft litlum broddi og hann inniheldur lítið magn mótefria. Tveir lítrar af góðum broddi úr flösku, eins fljótt og kálfurinn vill sjúga, er góð trygging. Smá ábending til bænda sem leyfa kálfinum að ganga hjá kúnni: Prófið að hand- mjólka kúna, þegar hún er að bera. Þvoið júgur og spena og tryggið að kýrin sé ekki með júgurbólgu. Almeitn ráð fyrir a llur tegundir hýla: Fylgja þarf veikbyggðum/þreyttum kálfum sérstaklega vel eftir. Upptaka mótefha í þörm- um er lítil hjá þessum kálfum og það líður oft langur tími þar til þeir vilja sjúga. Verið samt þolinmóð og leyfið kálfinum að drekka sjálfum, ekki þvinga mjólkina ofan í hann þannig að hún fari ofan í lungu! Aðstoð dýralæknis til að gefa mjólk í gegnum vambarslöngu er athugandi ef ómögulegt er að koma broddinum í kálfinn öðravísi. Niðurstöður frá Beitstad I rannsóknum á ónæmi kálfa í héraðinu Beitstad í Norður-Þrændalögum í Noregi kom í ljós að 62% kálfanna fengu of lítinn brodd. Rannsóknarmenn komust við að þeirri niðurstöðu að þörf er á auknu eftirliti við um- önnunarvenjur fyrsta sólarhringinn og einnig þarf að breyta venjum við broddgjöf. I rannsókninni var safhað saman upplýsingum um hvem einstakan kálf af þeim 746 kálfhm sem fylgst var með. Þar að auki vora 55 bændur spurðir út í umönnunarvenjur sínar. Niðurstöðumar era að miklu leyti samsvarandi niðurstöðum úr öðram erlendum rannsóknum. I ljós kom að magn brodds í fyrstu gjöf var sú gjöf sem hafði mest áhrif á ónæmiskerfi kálfsins. Sú niðurstaða gefur grandvöll fyrir þá ráðleggingu að gefa kálfinum eins mikinn brodd og hann tekur á móti í fyrstu gjöf. Margir bændur veigraðu sér við að gefa brodd eftir lyst kálfsins. Sumir vilja meina að vinstrin yfirfyllist við mikla broddgjöf. Það er þó fyrst eftir nokkra daga þegar kálfhrinn er farinn að fá reglulegar mjólkurgjafir að þessi fhllyrðing á við. Fyrstu ævidaga kálfsins gilda önnur líf- fræðileg lögmál. Þá yfirfyllist vinstrin af broddi en hann rennur svo aftur til þarmsins þar sem mótefnin era tekin upp, án þess að meltingarferlið komi þar nokkuð nálægt. Svo ffamarlega sem gæði broddsins era mikil og hann er laus við óæskilegar bakteríur þolir kálfurinn að drekka brodd fyrstu tímana eftir burð eins og hann lystir. Einnig kom fram að með því að aðskilja kýr í geldstöðu ffá hinum í hópnum, er hægt að koma í veg fyrir að júgur þeirra verði sogin. Ef að júgur er sogið fyrir burð fara mótefnin úr júgrinu þannig að kálfurinn fær lélegri brodd. Þessi hluti tók bara til 68 kúa og niðurstaðan er því ekki tölffæðilega öragg. Það er hins vegar greinilegt að kálfurinn fær betra ónæmiskerfi ef móðirin er skilin ffá hinum kúnum í hópnum fyrir burð. Annað sem talið var mikilvægt (en var ekki rannsakað í þessari rannsókn) var að kýrin sé þar sem hún getur hugsað um kálfinn og að kálfurinn geti ekki sogið aðrar kýr (verði saddur af "rangri" mjólk). Landssamband kúabœnda, desember 2003 Endursagt og þýtt úr BUSKAP 07/03

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.