Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 37
________________Bændablaðið Nýstárlegur plbrautaskðli I byggingu I Grundarflrði Þriðjudagur 9. desember 2003 Þann 6. febrúar 2003 gaf Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra út yfirlýsingu um að haf- inn yrði undirbúningur að stofnun framhaldsskóla á norða- nverðu Snæfellsnesi. Skólinn hefur hlotið nafnið Fjölbrauta- skóli Snæfellinga. Undirbún- ingsvinna að stofnun skólans hófst í lok mars á þessu ári og er miðað við að skólinn taki til starfa haustið 2004. Starf skólameistara var m.a. nýlega auglýst og bárust átta umsóknir. Gert er ráð fyrir að hann verði ráðinn fyrir árslok. Hrönn Pétursdóttir í mennta- málaráðuneytinu er verkefnisstjóri í undirbúningi að stofnun skólans. Hún segir að undirbúningsvinnan sé í fullum gangi. „I þessum skóla á að leita nýrra leiða til að geta boðið upp á aukna fjölbreytni í námi miðað við aðstæður á svæð- inu þ.e. fjölda nemenda og aðgengi að kennurum. Við höfum safnað saman reynslu úr mörgum áttum og þróað nýjar leiðir til kennslu, þannig að hér verður um öðruvísi skóla að ræða. Þetta verður dreif- námsskóli þar sem við sjáum fyrir okkur að sumar námsgreinar verði nemendum kenndar af kennurum á staðnum en að hluta í fjarkennslu af kennurum sem staðsettir eru annars staðar á landinu. Með þessu móti verður hægt að bjóða upp á aukna Qölbreytni í námsvali en gert er ráð fyrir að nemendur verði um 170. Undir eðlilegum kringumstæðum væri ekki hægt með góðu móti að bjóða upp á nema tvær til þrjár námsbrautir miðað við þennan fjölda nemenda. En í þessum skóla á að gera gott 37 betur en það," sagði Hrönn. Hún segir að m.a. vegna þessarar námsfjölbreytni verði famar aðrar leiðir en hefðbundið telst, bæði í skipulagi kennslunnar og kennsluháttunum sem notaðir verða. Það eru fjögur sveitarfélög sem standa að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga í samstarfi við ríkið, Grundarfjarðarbær, Helgafells- sveit, Snæfellsbær og Stykkis- hólmsbær. Samkvæmt samkomu- lagi sveitarfélaganna verður skólinn staðsettur í Grundarfirði sem er miðsvæðis. Sveitarfélögin sjá skólanum fyrir húsnæði, sem ríkið leigir undir starfsemi skólans, og munu byggja skólahús sem er sérhannað fyrir þá kennsluhætti sem verða notaðir í skólanum. Aðalfundur Æðarræktarfélags íslands Líklega verOur heimilafi að selja æfiardún til Bandaríkjanna Aðalfundur ÆÍ var haldinn í Reykjavík laugardaginn 22. nóvember sl. A fundinum kom fram að sala á æðardúni gengur nú vel og að eftirspurn eftir íslenskum æðardúni hefur verið vaxandi síðari hluta ársins. Greint var frá því að verið er að kynna reglugerðardrög í Banda- ríkjunum sem heimila innflutn- ing á íslenskum æðardúni þangað með ákveðnum skilyrð- um verði þau samþykkt. Þessi mál munu væntanlega skýrast á næsta ári. Vaxandi áhyggjur af villimink og tófu A fúndinum kom fram að varp var víða með minna móti sl. vor. Fuglinn kom seint í varp þrátt fýrir gott tíðarfar víðast hvar. Dún- nýting er því víða mjög góð. Margir töldu að svo virtist sem fúglinn hefði ekki haft nægjanlegt æti á vormánuðum til þess að undirbúa sig fyrir áleguna og kæmi því seint eða ekki í varp. Þá hafa æðarbændur vaxandi áhyggjur af Qölgun villiminks og tófú og sífellt erfiðari baráttu við varg þennan. Vilja endurskipuleggja veiðistjórn unarsvið Umhverfisstofnunar A fúndinum voru samþykktar nokkrar tillögur en þær fjölluðu um effirfarandi: Að villiminkur verði skilgreindur sem meindýr og að honum beri að útrýma. Að veiðistjómunarsvið Umhverfis- stofnunar verði endurskipulagt. Að ÆI styrki deildir félagsins með sama hætti og áður. Að gerð verði úttekt á loðdýrabúum til að kanna öryggi þeirra gagnvart því að alidýr sleppi ekki út. Stjóm ÆÍ skipa: Jónas Helgason Æðey, formaður. Aðrir í aðalstjóm em: Hermann Guð- mundsson, Stykkishólmi, og Níels Ami Lund frá Miðtúni á Sléttu. I varastjóm eru: Sr. Guðni Þór Olafsson, Melstað og Guðrún Gauksdóttir, Kaldaðamesi. Búnaðarþingsfulltrúi er Jónas Helgason, Æðey. Fundurinn var vel sóttur en hann sátu um fimmtíu manns. /AS Kálfafötur m m I I Jm VÉLAVAL-Varmahlíö m Simi 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is Upplýsingatækni í dreifbýli Upplýsingatækni í dreifbýli óskar íslenskum bændum, styrktaraðilum og samstarfsfólki um allt land gleðilegra jóla með þökk fyrir samskiptin á árinu Á árinu 2003 styrkti verkefnið um 1000 bændur um allt land til þátttöku á tölvunámskeiðum og rúmlega 400 manns sóttu fundina „Landbúnaður á upplýsingaöld“. UD er öflugasta tölvuátak sem ráðist hefur verið í til sveita. Kaupfélag Skagfiröinga Bændasamtök íslands LANDBUNADARRADUNEYTID KAUPÞING - BUNADARBANKI FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS tsso _ _ ____

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.