Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 45
Þridjudagur 9. desember 2003 Bændd>laðið 45 Fantur hampar Þarsteinshrútnum i Itlorflur - Þingeyjarsýsfu Bændablaðið/MSJ Flagheflar Vinnslubreidd 2,5 m i H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík Sími 588 1130 Tilboö kr. 170.000 m. vsk. Hér gefur á að líta lambhrútinn Bak sem er í eigu Jóns Halldórs Guð- mundssonar og Guðnýjar Sigurðar- dóttur á Ærlæk í Öxarfirði, en hann vann sér til frægðar að mælast með 42 mm þykkan bakvöðva sem er ís- landsmet í bakvöðvamælingum lamba. Hrúturinn er undan Hyl 01- 883 frá Hesti. Þess ber að geta að hálfsystir Baks, samfeðra, mældist með 41 mm þykkan bakvöðva, en hún er í eigu Gunnars Guðmundar- sonar og Kristínar Árnadóttur i Sveinungsvik. Ekki hefur heyrst um viðlíka mælingar á bakvöðva lamba. Bæði lömbin fengu einkunnina 5 fyrir lögun og mældust fitulitil. Almennar sýningar á vetur- gömlum hrútum eru víðast að leggjast af á landinu en í Norður- Þingeyjarsýslu eru þær enn við lýði. Meðal annars er það vegna sterkra félagslegra heíða. Undanfarin ár, eða síðan hérðassýningum var hætt, hefur farandgripurinn "Þorsteins- hrúturinn" verið veittur árlega besta veturgamla hrútnum í sýslunni. Reyndar mega bændur í Keldu- hverfi ekki koma saman með hrúta sína en þeir eru yfirleitt dæmdir heima á bæjum. í haust voru haldn- ar tvær almennar sýningar, önnur á Ytra-Álandi fyrir Þistilfjörð og hin í Klifshaga fyrir Sléttunga og Öx- firðinga. Má með sanni segja að hrútakosturinn hafi aldrei verið jafh sterkur og nú og ekki einfalt að reikna út hvaða hrútur hlyti Þorsteinshrútinn. Að teknu tilliti til einstaklingsdóms og kjötmats af- kvæma var hrúturinn Fantur 02-218 á Þverá í Öxarfirði útnefhdur bestur en hann er undan Lóða 00-871. Fantur fékk 85,5 stig í heild og skilaði mjög góðu kjötmati sláturlamba. Hæst dæmdi hrúturinn í héraði var Afi 02-516 undan Grím 00-509 ffá Hjarðarási, en Gunnar Guðmundarson í Sveinungsvík sýndi hann. Var Afi með 87 stig í einstaklingsdóm og einhver hæst dæmdi hrúturinn í héraði um árabil. Einnig áttu Gunnar og Kristín í Sveinungsvík bakþykkasta hnit héraðsins og væntanlega ís- landsmet í bakvöðvamælingum en sá hrútur, Raki 02-207, undan Úða 01-208 mældist í ómsjá 46-6-4. Raki var meðal átta hrúta sem stiguðust upp á 85,5 stig og einn hrútur stigaðist upp á 86 stig alls en það var Freyr 02-419 í Presthólum, undan Sopa 01-209 í Sveinungsvík. Nánari upplýsingar um hrúta- sýningar má finna á www.bugardur.is /MSJ Sölureikningar, launakerfl, QárhagsbúUiald = dkBúbót DAEWOO Hluti af GM fjölskyidunni. VERO /WODA' Er möndlugjöf í jólaskyrinu þínu? * Sendu þá möndlumiðann ásamt nafni og síma til Kissfm 895. Hlustaðu á Gunnu Dís á hverjum virkum degi. Dregið verður út alla virka daga kl. 11:30 frá 24.nóvember til 19.desember. Fjöldi stórglæsilegra vinninga í boði, m.a. ársafnot af c Daewoo Kalos SE frá Bílabúð Benna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.