Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið Þridjudagur 9. desember 2003 Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Hagþjónusta landbúnaðarins Gleðileg jól, *vK,:iv gott og farsœlt komandi ár! *** / > -c f. TÍ Svínaræktarfélag íslands 7 VN^ Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár! Samband íslenskra loðdýrabænda Gleðileg jól Óskum bœndum og búaliði hagsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Samtök selabænda Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár! Rannsóknastofnun landbúnaðarins Óskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs A Lánasjóður landbúnaðarins Óskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs LANDSTÖLPI Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir viðskiptina á árinu sem er að líða. góðæri og óburð Páll Bergþórsson hefur nýlega minnt á það i Jjötmiðlum að grasspretta komandi sumars er jafnan að nokkru leyti fyrirsjáanleg að vori. Hann hefur brýnt bœndur til að hagnýta þessa þekkingu sér til hagsbóta með því að spara áburðarkaup. Þetta samhengi hefur verið leitt í tjós með fleiri en einum hœtti og má telja það altvel staðfest, sjá 1. mynd með niðurstöðum úr langtimatilraunum tilraunastöðvanna. Líklegasta skýringin er aó um nituráhrif sé að ræða. Þegar hlýnar í ári styttist veturinn og vaxtartíminn lengist og þar með sá tími sem nitur losnar í jarðvegi og verður nýtanlegt til grasvaxtar. Það sprettur ekki betur eftir hlýjan vetur nema til komi aukin upptaka á plöntunœringarefnum úr jarðvegi. Aukin spretta í góðæri getur átt sér fleiri skýringar. Til dæmis má vænta þess að styrkur niturs/próteins í grasi verði minni þegar upptaka hefst fyrr á vorin og vaxtartíminn lengist. Þessa sjást merki í tilraunum, en sú skýring nær þó skammt. Önnur skýring er að nýting niturs sé lakari í köldu ári. Sum köldu árin sáust einmitt merki um aukið niturtap þegar seint þomaði á vorin, en ekki er líklegt að það hafi verið oft. Það er athyglisvert að áburðurinn hefúr síst minni áhrif á grassprettu í góðærinu þótt við bætist aukin losun úr jarðvegi, enda safnast nitur ekki fyrir í jarðvegi. Sumarhiti hefur að sjálfsögðu einnig áhrif og aukinnar losunar niturs mun hafa gætt í hlýindum síðastliðins sumars. Sú aukning var ekki fyrirsjánleg. Það er ekki augljóst hvemig á að hagnýta sér þessa þekkingu. í fyrsta lagi er ekki um nákvæmt samband að ræða milli vetrarhita og grassprettu og frávikin eru misjöfn hverju sinni eftir landshlutum ogjafnvel bæjum. Það virðist sterk hefð að slá þegar ákveðinni sprettu er náð ffemur en þegar ákveðnu þroskastigi eða orkugildi grassins er náð. Það er því veruleg hætta á að menn dragi slátt sér til skaða ef dregið er úr áburðargjöf að vori. Þetta mun helsta ástæða þess að margir hafa verið hikandi við að stýra grassprettu með áburðargjöf þótt ríkuleg spretta sé fyrirsjáanleg. Önnur aðferð er að sleppa því að bera á hluta túns þótt því fýlgi hætta á að það falli í órækt. Hey þarf hins vegar ekki að verða lakara vegna þess eins að dregið sé úr áburði nema hvað prótein minnkar nokkuð. Önnur leið til að hagnýta sér góðærið er að fyma grasið á rót. Ef túnið fer loðið undir vetur varðveitist næringin í rótarkerfmu og áhrifrn eru svipuð og af áburði síðsumars, það sprettur fyrr og betur að vori. Sé túnið orðið loðið er sennilega betra að slá hána og láta hana liggja og fúna. Það getur reynst sem besti áburður. Þegar spretta vex vegna aukinnar losunar niturs gengur jafnffamt meira á önnur næringarefni. Ef nituráburð skal spara verður því að gæta þess að önnur næringarefni skorti ekki. Fosfór er að jafnaði notaður nokkuð umfram þarfir svo að ekki ætti að koma að sök þótt fosfórgjöf minnki til jafns við niturgjöf, a.m.k. í nokkur ár. Kalíið er viðkvæmara. Það gengur meira á forða þess í jarðvegi eftir því sem spretta eykst. Það er ástæða til að fylgjast sérstaklega með ffjósömum túnum með tilliti til hættunnar á að einstök næringarefni fari að skorta. A 2. mynd em sýnd dæmi um áhrif kólnandi eða hlýnandi loftslags á grassprettu og til hvers breyting á grassprettu frá viðmiðunartímanum 1951-1980 svarar í aðkeyptu fóðri eða ræktuðu landi. Kalda skeiðið er að góðærið muni vara. Ef við gerum samt ráð fyrir að spár um hlýnandi loftslag vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa muni að einhverju leyti rætast hér á íslandi má telja næsta víst að ræktað land til að afla fóðurs handa búfé muni dragast saman. Þá vaknar spumingin hvað eigi að verða um það góða ræktunarland sem þannig verður óþarft í bili. Sumt er tekið til komræktar sem fer vaxandi. Öflun kjamfóðurs er þar með flutt heim á eigið land. Einnig mætti nýta innanlandsmarkaðinn hjá svína- og fuglabændum. En það eru einnig uppi hugmyndir um aðra ræktun. Efst á baugi hafa verið hugmyndir um línrækt og ræktun á erfðabreyttu byggi til iðnaðarffamleiðslu. Hugmyndir um orkugjafa í samgöngum í stað olíu, t.d. vetni, byggjast einnig að nokkm leyti á þeim gróðri sem getur vaxið á íslensku landi. Víða erlendis er sú þróun komin vel á veg. Það gæti auðveldað hana hér á landi ef einhver hluti ræktaðs lands losnar til annarra nota. Ræktun orkugjafa í stómm stíl er þó óhugsandi án þess að nýtt land verði tekið til ræktunar. Að endingu skal lögð áhersla á að ræktað land og ræktanlegt land er verðmæt auðlind sem ber að Samband grassprettu og hita i langtimatilraunum tilraunastöðvanna á Sámsstöðum, Reykhólum, Akureyri og Skriðuklaustri 1951-83. Uppskeran er leiðrétt að meðaltali allra stöðvanna en einnig er árleg meðaluppskera á hverri stöð leiðrétt með tilliti til áhrifa breytilegs sláttutima sama ár og árið á undan. Hún er því aðeins breytilegri en punktadreifingin sýnir. Á reiknaðri linu eykst uppskeran um 735 kg/ha á hverja gráðu sem hitinn hækkar. eins og kaldast mældist á 19. öld á 10 áratímabili 1859-1868, en ekki eru dæmi um tímabil sem jafnast á við hlýja skeiðið sem sýnt er. Þegar hlýnar minnkar fóðurþörf og ræktað land mun minnka ef hlýnar varanlega. Bændur munu hætta að hirða um þá túnskika sem lakastir eru eða verst liggja við. Aukinn afrakstur af hverjum hektara lands er hagstæður þegar stefnt er að því að færa mjólkurffamleiðsluna saman eins og nú á sér stað. Að því stuðlar einnig aukin ræktunarmenning með sáðskiptum, en henni getur fylgt aukin uppskera. Breytt hagnýting rœktaós lands Það er engin trygging fyrir því varðveita, t.d. með því að beina þéttbýli, sumarbústaðabyggð og samgöngumannvirkjum á lakara land. Þessi auðlind getur orðið eftirsótt innan tíðar þótt líklegra virðist að áratugir eða jafnvel aldir líði áður en að því kemur. °°Páli Bergþórssyni ber að þakka að hafi vakið þessa umræðu. Hann hefúr gott lag á að setja sannindi ffam með einfoldum og skýrum hætti svo að athygli vekur. Sú einfoldun stenst auðvitað ekki til fúlls. Umræðan sem á eftir fer er vettvangur til að fylla myndina sem veröur skýrari og fyllri eftir en áður. Hólmgeir Björnsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.