Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 6
6
Bændablaðið
Þriójudagur 9. desember 2003
Bændablaðið
Málgagn bænda og landsbyggðar
Riki mennskunnar
Ársins 2003 verður eflaust minnst á spjöldum
Islandssögunnar sem góðæris í víðasta
skilningi. Hlýtt veðurfar gaf góða og
auðfengna uppskeru til sjávar og sveita,
atvinnuleysi var í lágmarki og þjóðartekjur
meiri en nokkru sinni. Island telst nú í hópi
þeirra þjóða sem best lífskjör bjóða þegnum
sínum og hefur staða þess breyst hratt á
undanfomum árum samkvæmt alþjóðlegum
mælistikum.
Ekki verður þó séð að auknar þjóðartekjur
færi endilega þjóðarhamingju. Ef marka má
þjóðfélagsumræðuna virðist launamunur fara
vaxandi. Kröfur þegnanna aukast á flestum
sviðum, harka í samskiptum manna í milli
eykst, gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja eru
æ algengari og neysla áfengis og annarra
vímuefna fer vaxandi.
Nýlega var haldin ráðstefna á vegum
Háskóla Islands sem bar heitið "Ríki
mennskunnar - eitt samfélag fyrir alla" sem er
vísbending um að æðsta menntastofnun
landsins telji umræður um þessi efni
tímabærar. Eðlilegt er að spurt sé hvort við
séum að fjarlægjast þau markmið sem felast í
heiti ráðstefnunnar. Það hlýtur að vera
íhugunarefni þeim sem enn láta sig varða
framtíð þjóðfélagsins.
Bændur landsins hafa miklu fremur verið
gefendur en þiggjendur í bættum lífskjörum
þjóðarinnar sem lækkandi matvælaverð á
drjúgan þátt í. Þjóðin ver nú aðeins tæpum
15% ráðstöfunartekna sinna til matvælakaupa
sem er nánast sama hlutfall og í
evrulöndunum 12. Þetta hlýtur að vera
umhugsunarefni fyrir þá sem krefjast
"Evrópuverðs" á matvælum hérlendis.
Staðreyndin er sú að matvælaverð hvers lands
endurspeglar þjóðartekjur og lífskjör
viðkomandi þjóðar og væntanlega myndu
margir íslendingar eiga erfitt með að sætta
sig við "meðallífskjör" Evrópubúa. Hitt er
svo annað mál og erfiðara við að una að
hlutur íslenska bóndans í verði
matvælakörfunnar fer minnkandi bæði vegna
lækkandi framleiðendaverðs og einnig vegna
þess að matvælin eru sífellt meira unnin með
tilheyrandi vinnslu- og umbúðakostnaði.
Verðlækkun flestra búvara hefur skilað
aukinni sölu og þannig hefur sala á kjöti
aukist um rúm 12 % á síðustu þremur árum
eða um 2.400 tonn. Vissulega er kjötverð til
bænda alltof lágt en hinu má ekki gleyma að
ræktunarstarf og tækninýjungar hafa lækkað
framleiðslukostnað.
Mestur árangur á þessu sviði hefur án efa
náðst í framleiðslu svínakjöts en
framleiðslukostnaður þess hefur lækkað um
nálægt helming á síðustu 15 árum. Þetta hefur
þó ekki verið sársaukalaust í byggðalegu
tilliti og hafa flest svínabú á landsbyggðinni
hætt rekstri og meginframleiðslan fer fram í
stórum einingum í nágrenni Reykjavíkur sem
gefur tilefni til íhugunar um hvemig
landbúnað við viljum hafa hérlendis. Er
rekstrarhagkvæmni og lágt verð eina
markmiðið eða á einnig að horfa á önnur gildi
svo sem félagslega stöðu framleiðenda,
rekstraryflrsýn og möguleika á umönnun
bústofnsins?
Hagræðing, stækkun eininga og krafa um
lækkandi framleiðendaverð er ekki
séríslenskt fyrirbrigði. Bættar samgöngur og
breytingar á alþjóðasamningum auka
möguleika á búvöruviðskiptum milli landa. Á
sama tíma á sér stað hröð tækniþróun í
landbúnaði sem eykur framleiðslu hverrar
rekstrareiningar. Þessar breytingar Ieiða til
harðrar samkeppni sem þrengir hag
búvöruframleiðenda um allan heim. Sú
samkeppni eykur vafalaust hagvöxt og
lækkar matvælaverð en má ekki fara út fyrir
þau mörk sem ætíð þurfa að vera til staðar hjá
þeim sem vilja teljast þegnar í "ríki
mennskunnar".
Þótt liðið ár sé eitt hið erfiðasta um langt
skeið fyrir íslenska kjötframleiðendur er
margt jákvætt í íslenskum landbúnaði.
Víðtæk sátt er um atvinnuveginn meðal
þjóðarinnar og vilji til að viðhalda öflugri
landsbyggð með landbúnað sem homstein
svo sem verið hefur.
Sé hlýnandi veðurfar staðreynd gerir það
alla ræktun jarðargróða auðveldari. Uppskera
eykst og verulega má spara í áburði og öðrum
tilkostnaði.
Kjötmarkaðurinn mun ná jafnvægi og sá
hagvöxtur, sem spáð er, mun skapa aukinn
markað fyrir góðar búvörur. Vísbendingar eru
um að bygg og hör geti á næstu árum orðið
undirstaða mikilvægs iðnaðar. Þá eru teikn á
lofti um að ferðamönnum fjölgi verulega sem
mun skapa landsbyggðinni aukinn markað og
atvinnu.
Sölustarf erlendis á liðnu ári og árangur
þess vekur vonir um búvörusölu á grundvelli
sérstöðu okkar landbúnaðar.
Það er því ósk mín og von að bændafólk
þessa lands sem og aðrir landsmenn eigi
gleðileg jól og einnig að við höfum til
komandi árs góðar væntingar minnug þess að
"þetta land á ærinn auð ef menn kunna að
nota hann". /AT
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreifttil allra bænda landsins og fjölmargra
annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en
þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Simi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.)
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson
Netfang blaðsins er bbl@bondi.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Upplag: 10.500 eintök
íslandspóstur annast dreifingu blaósins að mestu leyti.
ISSN 1025-5621
Næstu blöö!
janúar
13.
27.
febrúar
10.
24.
mars
9.
23.
Frestur til aö panta stærrl auglýsingar er á
hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smáaug-
lýsingar þurfa aö aö berast i sióasta lagi
tyrir fimmtudag fyrir útkomu.
TILKYNNING
TIL N0TENDA 0PIÐ
ERFRÁ16-17.
ÖÐRUM BÆJAR-
BÚUM ER
ÓHEIMILT AÐ N0TA
NETIÐ i
HEIMAHÚSUM!
ANNARS
IBM1980
[ 0G MUNIÐ ÞAÐ ERU BARA TÖLVUVER
L 5 MINámannogeinníeinu M RAUFARHAFNAR
Brodnn er
hú bærinn minn
Hákon Jónsson frá
Brettingsstöðum í Laxárdal í
Suður-Þingeyjarsýslu hefur sent
frá sér endurminningar sínar
sem hann nefnir „Brotinn er nú
bærinn minn". Hákon er
fæddur árið 1918 í Víðum í
Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu. Hann ólst þar
upp og á Brettingsstöðum í
Laxárdal. Hákon var bóndi á
Brettingsstöðum og í
Tungugerði á Tjörnesi. Síðar
var hann daglaunamaður á
. Húsavík og í Reykjavík uns
hann lét af störfum vegna
aldurs. Hann var virkur
þátttakandi í tónlistarlífi í sinni
sveit. Hákon býr nú á Húsavík.
Skógræklarsamningur
endurnýjnóur
Verið er að endurnýja gamlan
samstarfssamning milli
Skógræktarfélags Mýrdælinga
og Skógræktarfélags íslands
annars vegar og Mýdalshrepps
hins vegar um ræktun
landgræðsluskóga í
Víkurkauptúni.
Sveinn Pálsson sveitarstjóri
segir að aðkoma sveitarfélagsins
að þessu máli sé eingöngu að
leggja til land undir
skógræktina. Ástæðan fyrir
endurnýjun samningsins er sú
að skilgreina þurfti betur það
land sem fer undir skógræktina.
Njfjnr marka-
skrár 2004
Á næsta ári verða gefnar út
nýjar markaskrár um land allt
en þær koma út á átta ára
fresti. Bændasamtök Islands
sendu markavörðum ýmis gögn
í lok október. Þeir eru nú 23
að tölu og reiknað er með að
samtals 18 markaskrár verði
gefnar út að ári. Söfnun
marka er hafin og má reikna
með að henni Ijúki upp úr
áramótum.Verið er að senda
bréf til markaeigenda og eru
þeir hér með hvattir til að
tilkynna markavörðum sem
fyrst hvaða mörk þeir vilja að
birtist í nýju markaskránum.
Auk eyrnamarka og
brennimarka skal birta
frostmörk hrossa sem eru að
ryðja sér til rúms. Áformað
er að gefa út landsmarkaskrá að
lokinni útgáfu markaskráa en
hún hefur komið út tvisvar áður
og hefur sannað gildi sitt.
Nánari upplýsingar um söfnun
marka og útgáfu markaskráa
um land allt gefa viðkomandi
markaverðir svo og Ólafur R.
Dýrmundsson sem hefur
umsjón með þessum málaflokki
hjá Bændasamtökum íslands.
Vegarknflnr
verðlaunaðir
Vegagerðin hefur veitt
viðurkenningar til fjögurra
vcgarkafla á landinu fyrir gerð
og frágang en einn þeirra er
Reykhólasveitarvegur.
Tilnefndir voru vegarkaflar sem
lokið var við á árunum 1999-
2001. Alls hlutu nítján verkefni
tilnefningu en auk
Reykhólasveitarvegar hlutu
Vatnaleið á Snæfellsnesi,
Tindastólsvegur og
Norðausturvegur um vestanvert
Tjörnes verðlaun. Af vef BB.