Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 29
Þridjudagur 9. desember 2003 29 r Kynningarfundir hafnir um sameiningu sveitarfélaga _________________Bændablaðfð_____________ AOaindur Samtaka selabænda Kínverjar hala áhuga á að kaupa heiMn sel í gangi er mikið átak á vegum félagsmálaráðuneytisins og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um sameiningu sveitarfélaga. Kynningar- fundir eru hafnir og varfyrsti fundurinn haldinn í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli 24. nóvember sl. Næsti fundur var á Austurlandi mánudaginn 8. desember og síðan verður haldinn fundur á Norð-Austurlandi, fimmtu- daginn 11. desember. Hermann Sæmundsson, ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, segir að markmiðið með frekari sameiningu sveitarfélaganna sé að fækka þeim og stækka til að styrkja tekjustofna þeirra og bæta við verkefnum. Með skipan nefndar um skiptingu landsins í sveitarfélög árið 1991 var hafinn undirbúningur að átaki í sam- einingarmálum sveitarfélaga. í sam- ræmi við tillögur sveitarfélaganefndar sem síðar var skipuð var sveitar- stjórnarlögum breytt og bráða- birgðaákvæði bætt inn um kosningu í sveitarfélögum um sameiningartillögur umdæmanefnda sem skipaðar voru í hverjum landshluta fyrir sig. Þrátt fyrir að umræddar kosningar hafi ekki leitt til þeirrar fækkunar sveitar- félaga sem að var stefnt í upphafi hefur í kjölfarið átt sér stað umtalsverð sameining sveitarfélaga og þeim fækkað úr 196 árið 1993 í 104 á yfirstandandi ári. Á hinn bóginn er Ijóst að þær sameiningar sveitarfélaga sem orðið hafa á síðustu árum hafa í mörgum tilvikum ekki verið nægilega víðtækar til að ná því marki að sveitar- félög myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði svo sem mögulegt er vegna landfræðilegra aðstæðna. Til Sölu JCB 3cx árg. 1995 notkun 12.000 vst. verð kr. 1,600.000-án/vsk. Toyota rafm.lyftari árg. 1991 verð kr. 220.000-v án/vsk. VÉIAVER? Lágmúla 7 Reykjavík Sími 588 2600 Aðalfundur Samtaka selabænda var haldinn í Reykjavík laugar- daginn 22. nóvember sl. A fundinum var fjallaö um söluhorfur á selskinnum. Eggert Jóhannsson feldskeri framleiðir flíkur úr selskinni eins og undanfarin ár og gengur sala þeirra allvel. Nokkru fleiri spýtt vorkópaskinn bárust til sölu- meðferðar heldur en á síðasta ári enda var vonast eftir hærra verði erlendis heldur en áður. Þegar á reyndi stóð kaupandinn ekki við þá verðhækkun og eru Samtökin að vinna að því að fá það leiðrétt eða að finna annan og skárri markað. Því getur uppgjör við bændur dregist eitthvað. Útselskópaskinnin fara eins og áður í leðursútun hjá Skinnaiðnaði á Akureyri og eru til sölu þar. Fram kom að í Kina er áhugi á því að kaupa héðan heilfrystan sel. Sýni eru á leiðinni út og mun niðurstaða væntanlega liggja fyrir í upphafi næsta árs. Margir töldu að sel hefði fækkað og er það í samræmi við þær talningar sem gerðar hafa verið. Nefnd voru dæmi um gamalgróin selalátur þar sem enginn selur hefur kæpt sl. tvö ár. Margir fundarmenn töldu að mikið af ungsel færist í netum. Stjóm Samtaka selabænda skipa: Pétur Guðmundsson, Ófeigsfírði, formaður. Ásgeir Gunnar Jónsson, Stykkishólmi og Hafsteinn Guðmundsson, Flatey, meðstjómendur. Um kvöldið var síðan hefð- bundin selaveisla í Haukahúsinu í Hafnarfirði, þar sem selur og annað góðgæti var á boðstólnum. Um 200 gestir sóttu veisluna og þótti hún takast með ágætum. /ÁS Fendt 200 llnan Fendt traktoramir hafa getið sér gott orð hérlendis fyrir að vera vandaðir og sterkir. Það kom því ekki á óvart þegar nýja 200 línan frá Fendt hlaut hin eftirsóttu verðlaun, „dráttarvél ársins 2004“ í sínum flokki á helstu landbúnaðarvélasýningunni í Evrópu, Agritechnica. Það sem lagt var til grundvallar valinu voru fyrst og fremst hinir hljóðlátu 65-95 hestafla mótorar og 21/21 gíra skiptingin með vendigír. Þá þótti vökvakerfið einnig skara fram úr ásamt hinu mjög svo hljóðláta húsi þar sem öllu er haganlega fyrir komið. Sannkallaðir verðlaunagripir á Agrrtecnica landbúnaðarsýningunni í Hannover Massey Ferguson 7400 Massey Ferguson hefur ávallt verið leiðandi í hönnun dráttarvéla og hin nýja geysiöfluga 7400 Dyna-VT lína er enn eitt dæmið um það. Fjölskyldusvipur Massey Ferguson leynir sér þó ekki og ökumanninum líður strax eins og heima hjá sér. Fjaðrandi framhásing og ný, byltingarkennd fjöðrun á ökumannshúsi og einstök hljóðeinangrun áttu mikinn þátt í að Massey Ferguson 7400,120-185 hestöfl, hlaut verðlaunin „dráttarvél ársins 2004“ í sínum flokki á Agritechnica sýningunni. WINNER. MF7400 Machine yZzu'juif -Framtíðar fjártesting MABBEY FERQUSON © Bú-og vinnuvéladeild Sævarhöfða 2 • sími 525-8000 • ih@ih.is • www.ih.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.