Harpan - 01.02.1937, Qupperneq 5
H A R P A N JS
Harpa ávarpar börnin.
Komið þið sæl, kæru börn.
Nú kem ég til ykkar fyrsta sinni og vil verða ykkur kærkominn
og góður félagi. Að vísu get ég ekki gengið að leikjum með ykk-
ur, en ég get sennilega smám saman kennt ykkur ýmsa góða leiki,
og ég ætla að flytja ykkur skemmtilegar og góðar sögur, kvæði til
að læra og syngja, — ýmislegan fróðleik og myndir og ýms verk-
efni, sem ég liygg að verði ykkur bæði til gagns og gamans. Og
mig langar einmitt svo undurmikið til að verða ykkur að sem mestu
gagni og til mestrar gleði.
Ef þið takið vel á móti mér, og pabbi ykkar og mamma geta
gefið ykkur mig, þá kem ég til ykkar í hverjum mánuði með nýj-
ar sögur, nýjan fróðleik, nýjar myndir, ny verkefni o. s. frv. En þá
ætla ég að biðja ykkur að lesa mig vel og fara vel með mig. —
Ekki rífa mig, ekki böggla mig, ekki óhreinka mig. Áður en j)id
takið mig, bið ég ykkur að aðgæta, hvort hendurnar eru hreinar.
Annars verð ég Ijót og sóðaleg, en ég vil vera hrein og óriíin. Ég
bið ykkur líka að láta mig alltaf á minn vissa stað, þvi að ég vi’
ekki týnast. Það er líka slæmt fyrir ykkur, þegar þið þurfið að nota
mig. Ég veit, að þið gerið þetta fyrir mig, og ég skal gera það sem
ég get fyrir ykkur í staðinn.
Að síðustu vil ég biðja ykkur að skrifa mér öðru hvoru, segja
mér hvað ykkur líkar bezt í mér og hvað verst, og vera alveg
hreinskilin. Af hverju er of mikið, hverju of litið og hvað vantar?
Verið svo blessuð og sæl, þar til við sjáumst næst.
3