Harpan


Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 18

Harpan - 01.02.1937, Blaðsíða 18
H A R allir önnum kafnir við heyskap- inn. Börnin byrja snemma að reka kýr, sækja hesta, sitja yfir ánum, slá og raka. Þau lifa með í störfum fullorðna fólksins. Hús- dýrin eru þeirra félagar. Þau lifa í skauti náttúrunnar. Yor og haust er lika mikil tilbreyting, fráfærur og göngur og sláturtíð. Á vetrum er ullin tætt, kembt. spunnið, tvinnað, prjónað og of- ið, sögur lestnar og rímur kveðn- ar. Á vertíð er farið til sjávar. Unglingarnir eru snemma sendir í pá „herpjónustu". Og áður en varir eru unglingarnir orðnir full- orðið fólk, sem hefir vanizt öllu og kann allt, sem heimtað er af íullorðnum manni í fábreyttu pjóð- félagí. Til pess að komast til fulls úr kútnum purfti pó að venjast fjölmenni. En samkomur og sigl- ingar voru fágætar nema í forn- öld, pegar Íslendingar áttu sjálfir skip. í margar aldir var heimilið skólinn fyrir allan almenning og pað oít góður skóli, skóli fyrir líf- ið og pess viðfangsefni. En nú er allt breytt'. heimilin eru fjölmennari og pjóðfélagið er fjölbreyttara. Helmingur íslend- ínga býr í kaupstöðum. Og börn- inn fylgja ekki lengur foreldr- onum eftir við störf peirra eins óg áður var, nema í sveitunum, og par eru störfin pó fábreittari. Nú eru skólar komnir við hlið heimilanna, svo að uppeldi geti orðið fjölbreytt eins og pióðfélags- hættirnir eru orðnir. En skölinn 16 P A N og heimilið getur hvorugt breyzt öðru til fulls. Foreldrar og kenn- arar verða að bera í sameinigu byrði uppeldisins. Annars verður ok pess of pungt. Bóknámið veröur einkum að stunda í skól- unum, og ýmiskonar vinnu heima og hjá iðnmeisturum. Fjölbreytt störf eru nauðsynleg fyrir alla unglinga. Þau gefa skilning á lífsskilyrðum og proska líkams og sálar. Sjálft málið, íslenzkan lærist ekki til fulls, nema við fjölbreytt störf. Vinna, sem helzt í hendur við bóknám, hefir verið aðalsmerki íslenzks uppeldis. Og nú er meiri kostur á umgengni og ferðalögum til að kasta heim- draganum en áður var. Nú koma fleiri á merkustu sögustaði og á fegurstu staði íslenzkrar náttúru en nokkru sinni áður. Bíllinn verður stór páttur í okkar fram- tíðarmenningu. Skilyrði hinnar gömlu heimilis- menningar eru gerbreytt. Breytt- um tímum fylgir ný menning, pegar vel er á haldið. Það parf einskis að vera misst, ef hinir nýju möguleikar eru notaðir til fulls. Framtíðin verður fjölskrúð- ugri en fortíðin var. En pað purfa foreldrar og kennarar að muna, að umhyggja peirra og ábyrgð er sameiginleg. Heimilið á að vera heimaskóli og skólinn skólaheimili. Það á hvor að leið- beina öðrum en ekki að ásaka. Uppeldisstarfið er ein heild með mörgum samstarfandi kröftuui.

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.