Harpan - 01.02.1937, Side 23

Harpan - 01.02.1937, Side 23
H A R A N P Því að einmitt daginn áður hafði Ole Teuts, sem var á leið frá Danmörku með kornfarm unnið annálsvert þrekvirki. Hann hafði fyrst fallið í hendur óvin- anna, en síðan vegna einkenni- legrar tilviljunar og með mikilli dirfsku heppnast að ná aftur skipi sínu og komist klakklaust leiðar sinnar. Að vísu hafði bar- daginn kostað líf tveggja manna. En nú var f>ó korn til í ríkum mæli, og bæði bær og byggðir gátu orðið þess aðnjótandi. Og þennan eftirmiðdag átti að skipta korninu á milli manna. „Já, pað væri sannarlega mik- ils vert að vera þátttakandi i slíkum hreystiverkum*, sagði Niels. „Ho-o við verðum vist að gera okkur að góðu að slíta skóla- bekkjunum,11 sagði Ulrík Lúve hálf gremjulega. „Og þegar við einhverntíma verum fullvaxta menn og okkar eigin herrar, þá er þessu öllu vitanlega lokið, en ef þið eruð á sama máli og ég, þá----------“. „Þá“, sögðu hinir ákafir. Ulrik Lúve leit sem snöggvast á þá, en hélt síöan áfram í öðr- um tón: „Nú, að svo stöddu vil ekki segja neitt, en t. d. seinna“. Hinir færðu sig nærhonum, en um leið var athygli þeirra veitt í aðra átt. Múgur og margmenni var samankomið niður við hús bæjarfógetans, flest bændur. Þeir hrópuðu og æptu hver upp í ann- an, og var þar ógurlegur hávaði og gauragangur. Drengirnir höfðu á svipstundu komizt inn í miðjan hópinn og fengu brátt vitneskju um orsök- ina að þessari heift bændanna. Skipting kornsins var að þeirra áliti óréttlát, vegna þess að þeir, sem bjuggu nálægt bænum, áttu að fá meira korn en hinir, sem bjuggu fjær. Slíkt vildu þeir ekki gera sér að góðu. Jöfn skipti áttu að fara fram, og nú voru þeir saman komnir til að krefj- ast réttar síns. Bæjarfógetinn kom að lokum út til að stilla til friðar. Hann hélt því fram, að það væri ekki til nógu mikið korn til þess, að allir gætu feng- ið jafnt. En bændurnir hrópuðu með enn meiri ákafa. Og þegar borgaraskytta ein reyndi að reka þá burt með brugðnu sverði, varð ærið róstu.samt í hópnum. Bændurnir urðu alveg óðir, og margir þeirra manna, sem feng- ust við kornskiptinguna, voru beittir ofdeldi og dregnir á hár- inu niður á bryggjuna. Hvað var þetta? Var. ætlun bændanna að kasta þeim í sjóinn. Nei, þetta gekk allt of langt, hugsuðu. dreng- irnir hryggir. En svo kom hjálp- in til allrar hamingju á síðustu stundu. En sú hjálp kom raunar þaðan, sem þeir sízt höfðu vænst hennar. Einnmitt þegar borgar- skytturnar voru búnar að fylkja liði og albúnir að skakka leik- inn, heyrðist hrópað utan úr eyju 21

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.