Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 20
18
TÓNLISTIN
og 1880, árið 1883 Leiðarvísir til
notkunar raddfæra mannsins, 1885
Kirlcjusöngsbók með fjórum rödd-
um prentaða í Kaupmannahöfn. Á
árabilinu 1886—1901 gaf hann út
söngkennslubók sína í 10 heftum.
Mörg útgáfuverk lians bafa verið
prenluð oftar en einu sinni, sum i
niörgum útgáfum, en öll eru þau þó
fyrir löngu uppseld og sum harla fá-
gæt.
Um 1890 kynntist ég Jónasi per-
sónulega, l)æði kennslu lians og bóka-
kosti, er talinn var mikill á þeirrar
tíðar vísu, auðugur að skandínavísk-
um og þýzkum söngbókum. Sem
kennari var Jónas afburða skyldu-
rækinn og þolinmóður. Mun livort-
tveggja hafa verið honum í blóð bor-
ið. Hann var góðviljaður og unni
sönglistinni framar öllu, enda var
hánn ótrauður að fórna bæði tíma
sínum og fé í hennar þarfir. Það er
báegt að færa fullar sönnur á, að
hánn livatti ungmenni til að læra
að spila á harmóníum, ef hann fann
hjá þeim áhuga og hæfileika, er hann
var ánægður með. Eru mörg dæmi
þess, að hann gaf kennslu og styrkti
nemendur sína á annan hátt.
Að Jónasi látnum mun bókasafn
lians og nótnasafn bafa verið selt.
Það befir þá dreifzt. En nokkuð af
handritum hans er enn til i varð-
veizlu I-andsbókasafnsins. — í gegn
um raðir ára og alda mun alltaf verða
bjart yfir nafni Jónasar Helgasonar
í söngsögu íslands, er væntanlega
verður samin innan skamms.
Frh.
Skipulagningarstarf
söngmálastjóra
Sigurður Birkis sönguppeldis-
fræðingur var með sérstökum lögum
frá Alþingi skipaður söngmálastjóri
íslenzku þjóðkirkjunnar 1941. Hlut-
verk hans á að vera að koma kirkju-
söng öllum í gott liorf með kerfis-
bindingu kirkjukóra, kennslu og
skipuleggjandi eftirliti. Innsetningu
hæfra organista lætur liann að sjálf-
sögðu og til sín taka.
Framfaraspor kirkjusöngnum til
stuðnings má það teljast, að undir-
slöðuatriði söngfræðinnar og orgel-
spil liefir verið tekið upp i Kennara-
skólanum sem einkannaskylt og próf-
skylt fag fyrir alla nemendur. Þar að
auki liefir verið innleitt og endurbætt
aukið söngkennarapróf fvrir alla þá,
er öðlast vilja söngkennararéttindi. í
náinni samvinnu við Guðmund Matt-
Inasson, söngkennara Kennaraskól-
ans, hefir söngmálastjóri siðastliðin
tvö vor haldið framhaldsnámskeið
með söngkennaraefnum efsta bekkj-
ar og kennt þeim böfuðatriði radd-
beitingar og messusöng (lítúrgíu).
Með þessu er stefnt að því, að kenn-
ararnir geti eftir atvikum tekið að
sér forsöngvarastarf í kirkjum lands-
ins, þar sem þess er þörf.
Aðalverksvið söngmálastjóra er
nú fólgið í því að kenna kirkjukór-
um landsins; en það útheimtir tíðar
ferðir í hinar ýmsu byggðir. Er hér
vissulega ærið verkefni einum manni
að vinna, enda er eftirspurnin eftir
leiðsögn fyi’ir kórana geysilega mikil,