Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 27

Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 27
TÓNLISTIN 25 fylgii’ödd, sem iireyfist í samstígum ferundum e'ða fimmundum með gunnröddinni. Síðan má tvöfalda raddirnar í óttundarskipun, svo að organum getur orðið þrí- eða fjór- raddað. Höfundur ritsins nefnir þetta „unaðslegan samhljóm“, sem ekki getur samþýðzt nútímakröfum lcnfræðilegrar fagurfræði; en ein- mitt þessi umsögn höfundarins sýn- ir, ásamt mörgu öðru, hve matið á tónlistinni hefir gjörhreytzt á um- liðnum öldum. Margir tónfræðingar Iiafa revnt að þýða ritgerð þessa þann veg, að ekki sannaðist að þesskonar söngur Iiafi í rauninni verið til, en þegar farið er að skyggnast um í tónlistarSögu þeirra, sem af Norður- landaþjóðunum húa fjærst megin- landi Evrópu i tiltölulega mikilli, og að snmu levti háskalegri einangrun, þá getur enginn lengur efazt um ó- skorað sannleiksgildi áðurnefndrar ritgerðar. Til voru tvær tegundir af organum, organum obliquum og organum par- allelum. „Organum obliquum“, sem aðeins var tvíraddað, hyrjaði á sam- eiginlegum tón, önnur röddin færð- ist svo úr stað þangað til raddbilið var ferund eða fimmund, og hreyfð- usl raddirnar þvínæst saman i fer- undum eða fimmundum og enduðu aftur í einund. „Organum parallel- um“ hyrjaði á opinni fimmund og hélzt þannig óhreytt til enda. íslenzki tvísöngurinn er því einskonar sam- bland af þessum tveim söngháttum hins forna organums. Organum mun sennilega hafa fengið nafn sitt frá samnefndu slrengjahljóðfæri, þar sem mögulegt var að mynda slíka hljóma; en hljómarnir, ferundin, fimmundin og áttundin, voru kallað- ir symphonia; það voru hin ómblíðu (konsónerandi) tónhil Forn-Grikkja. (Nú á tímum nefnast þessir hljómar, að viðbættri einundinni, fullkomnir samhljómar, en ófullkomnir sam- hljómar eru þríundin og sexundin). Nú er tæplega hægt að segja, að „organum parallelum“ hafi verið raunveruleg fjölröddun, því að eigin- lega var það aðeins ítrekun eða tvö- földun grunnraddarinnar, sem þar átti sér stað. Hinsvegar var „organ- um obliquum“ fullkomnara og þroskavænlegra vegna tilbreytileika tónhilanna. Þegar tónhilin haldast þau söniu, syngja háðar raddirnar i rauninni sömu lónaröð á mismunandi sætum, þær syngja háðar sama lagið, önnur aðeins ferund eða fimmund ofar eða neðar. Á nútímamáli mætti segja, að sama lagið hefði samlímis verið sungið í tveimur ólíkum tónteg- undum, t. d. í C-dúr og G-dúr eða d- moll og a-nioll; (svipuð venja mun enn vera við lýði lijá slavneskum þjóðum, sem svngja sama lagið í þrí- undarfjarlægð, t. d. C-dúr og Es-dúr samhljómandi). Hinn alkunni Benediktinermunk- ur, Guido frá Arezzo, sem uppi er um 1020,- minnist í ritum sínum á organ- um og hætir litlu við það, sem Huc- bald hafði áður sagt; raddskipunin er ennþá jafnfrumstæð og stirðleg; að- alröddin, vox principalis, liggur ofar, en neðt i röddin, vox organalis, færist aðallega í samslígum ferundum með yfirröddinni, en þar að auki koma fyrir stór og lítil þríund og stór tvi- und.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.