Tónlistin - 01.11.1943, Side 27

Tónlistin - 01.11.1943, Side 27
TÓNLISTIN 25 fylgii’ödd, sem iireyfist í samstígum ferundum e'ða fimmundum með gunnröddinni. Síðan má tvöfalda raddirnar í óttundarskipun, svo að organum getur orðið þrí- eða fjór- raddað. Höfundur ritsins nefnir þetta „unaðslegan samhljóm“, sem ekki getur samþýðzt nútímakröfum lcnfræðilegrar fagurfræði; en ein- mitt þessi umsögn höfundarins sýn- ir, ásamt mörgu öðru, hve matið á tónlistinni hefir gjörhreytzt á um- liðnum öldum. Margir tónfræðingar Iiafa revnt að þýða ritgerð þessa þann veg, að ekki sannaðist að þesskonar söngur Iiafi í rauninni verið til, en þegar farið er að skyggnast um í tónlistarSögu þeirra, sem af Norður- landaþjóðunum húa fjærst megin- landi Evrópu i tiltölulega mikilli, og að snmu levti háskalegri einangrun, þá getur enginn lengur efazt um ó- skorað sannleiksgildi áðurnefndrar ritgerðar. Til voru tvær tegundir af organum, organum obliquum og organum par- allelum. „Organum obliquum“, sem aðeins var tvíraddað, hyrjaði á sam- eiginlegum tón, önnur röddin færð- ist svo úr stað þangað til raddbilið var ferund eða fimmund, og hreyfð- usl raddirnar þvínæst saman i fer- undum eða fimmundum og enduðu aftur í einund. „Organum parallel- um“ hyrjaði á opinni fimmund og hélzt þannig óhreytt til enda. íslenzki tvísöngurinn er því einskonar sam- bland af þessum tveim söngháttum hins forna organums. Organum mun sennilega hafa fengið nafn sitt frá samnefndu slrengjahljóðfæri, þar sem mögulegt var að mynda slíka hljóma; en hljómarnir, ferundin, fimmundin og áttundin, voru kallað- ir symphonia; það voru hin ómblíðu (konsónerandi) tónhil Forn-Grikkja. (Nú á tímum nefnast þessir hljómar, að viðbættri einundinni, fullkomnir samhljómar, en ófullkomnir sam- hljómar eru þríundin og sexundin). Nú er tæplega hægt að segja, að „organum parallelum“ hafi verið raunveruleg fjölröddun, því að eigin- lega var það aðeins ítrekun eða tvö- földun grunnraddarinnar, sem þar átti sér stað. Hinsvegar var „organ- um obliquum“ fullkomnara og þroskavænlegra vegna tilbreytileika tónhilanna. Þegar tónhilin haldast þau söniu, syngja háðar raddirnar i rauninni sömu lónaröð á mismunandi sætum, þær syngja háðar sama lagið, önnur aðeins ferund eða fimmund ofar eða neðar. Á nútímamáli mætti segja, að sama lagið hefði samlímis verið sungið í tveimur ólíkum tónteg- undum, t. d. í C-dúr og G-dúr eða d- moll og a-nioll; (svipuð venja mun enn vera við lýði lijá slavneskum þjóðum, sem svngja sama lagið í þrí- undarfjarlægð, t. d. C-dúr og Es-dúr samhljómandi). Hinn alkunni Benediktinermunk- ur, Guido frá Arezzo, sem uppi er um 1020,- minnist í ritum sínum á organ- um og hætir litlu við það, sem Huc- bald hafði áður sagt; raddskipunin er ennþá jafnfrumstæð og stirðleg; að- alröddin, vox principalis, liggur ofar, en neðt i röddin, vox organalis, færist aðallega í samslígum ferundum með yfirröddinni, en þar að auki koma fyrir stór og lítil þríund og stór tvi- und.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.