Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 61
TÓNLISTlN
59
leg voru til aö geta oröiö organistar.
Kenndum við þeim daglega allan maí-
mánuö þessi fög: Orgelspii, söng (voka-
lisation), tónfræöi, tómistarsögu, kór-
söng og kirkjumúsík. Nú eru nokkrir
af þessuin kennurum farnir að spila í
kirkjum, þar sem organistalaust var.
Það er ekki meiningin með þessari
ráðstöfun að taka neitt frá neinum, því
að það væri ekki réttmætt gagnvart þeim
organistum, sem ég sagði aðan að hefðu
unmð kirkjusöngnum ómetanlegt gagn.
En ég heii þá trú, að með því að fá
kennarana til að uppfylla þau organista-
sæti, sem auð standa, verði hægt að
bæta úr organistaþörfinni. Það mun og
vera eina varanlega ráðið til þess að
hvergi verði organistalaust á landinu
eftir nokkur ár.
Það er líka svo* margt unnið með
þessu, t. d. það fyrsta, að þeir hafa
iært að spila á orgel-harmónium í 3 ár
og fengið svo á eftir milli 20 cg 30 tima
í nauðsynlegustu fögum fyrir organista
og söngkennara. £n eftir þvi yfirliti yfir
kirkjuorganista, sem ég hefi aflað mér,
þá hefir mikill meirihlutinn af kirkju-
organistum utan Reykjavíkur aðeins
lært á orgel-harmóníum þetta frá 14
dögum upp í einn, tvo, þrjá og fjóra
mánuði. Sjá allir, sem til þekkja,
að það er þá ekki námið, heldur sér-
stakir hæfiieikar, áhugi og dugnaður,
sem hefir hjálpað þessu fóiki, svo að
það hefir getað orðið áberandi kraftur
í kirkjumúsíkinni fyrir sitt byggðarlag,
sem sumt af því hefir orðið. Annað er
það, að mikilsvert er og gagnlegt, að
organistinn liafi kennaramenntun. I
þriðja lagi, þá er það ekki litils virði
fyrir hinn almenna kirkjusöng, að barna-
söngkennarinn sé líka kirkjuorganist-
inn, þannig gæti maður lengi talið. —
Svo væri eitt ákaflega æskilegt vegna
kirkjusöngsins, og það er, að prestarnir
lærðu sjálfir að spila á orgel, árin sem
þeir eru í guðfræðideildinni. Gætu þeir
leiðbeint með kirjumúsíkina og kennt
organistum sínum út um land, ef á þyrfti
að halda, 0g á þann hátt myndi söngur-
inn einnig verða fullkomnari í kirkjun-
um. Eftir skýrslum, sem ég hefi fengið,
er það aðeins einn prestur, sem hefir
kennt tveimur af organistum sínum að
spila, og þar virðist kirkjusöngurinn
vera í sérlega góðu lagi.
Eitt er það í þessu sambandi, sem ég
legg áherzlu á og tel mjög æskilegt og
þyðingarmikið, en það er, að prestarnir
vildu hvetja og styðja organistana til
þess að stofna kirkjukóra, helzt við
hverja kirkju. Kórar þessir þurfa að
vera stofnaðir formlega með stjórn,
lögurn og öllu tilheyrandi. Ég skal
gjarna láta í té afrit af lögum fyrir
þessa kóra til þeirra presta, sem þess
óska. Raun gefur vitni um, að hvarvema
þar sem kórar eru starfræktir skipulags-
bundið undir góðri stjórn, eflist og aatn-
ar áhugi söngfólksins, og við það að
gerast meðlimir kórsins finnur það, að
það hefir tekið vissar skyldur á herðar
sér, sem það vill ekki bregðast. Þegar
unnið er eftir settum reglum og fó,kið
finnur framfarirnar, marg,aldast ánægj-
an, áhuginn verður sívakandi að láta sig
aldrei vanta á neina æfingu. Ég veit, að
sumsstaðar mundi presturin þurfa nokk-
uð fyrir því að hafa, að koma slikum
kirkjukór á laggirnar, en það mundi
fljótlega borga sig. Bæði er það ánægjan
af bættum kirkjusöng, og svo er það
ólíkt þægilegra að hafa kórstjórnina til
þes að snúa sér til, ef eitthvað sérs.akt
þarf að gera, heldur en að þurfa að tala
við hvern einstakan söngmann. Ef til
vill kann einhver að halda, að þetta sé
ekki mögulegt við sveitakirkjur, því að
fólkið muni ekki geta mætt til æfinga.
En sú reynsla, sem ég hefi fengið, er
þannig, að fólk mætir betur til æfinga
í sveitunum heldur en í stærstu kaup-
stöðunum.
En kórinn verður nauðsynlega að fá
eitthvað til að æfa alveg sérstaklega,
og er þá tilvalið að hafa eitthvert lítið
kórverk, t. d. úrvalssálm eða annað
kirkjulegt lag, sem kórinn syngur al-
einn í messunni og eftir listarinnar regl-
um. Þá mun sannast, að fólkið rnætir,