Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 26. október Þráðlaust breiðband í Borgarfirði Upplag Bændablaðsins 12.000 Þriðjudagur 12. október 2004 17. tölublað 10. árgangur Blað nr. 20442 Rafrænt bókhald 10 Gulrætur 18 Færeyingar vilja íslenskar mjólkurvörur Fríverslunarsamningur hefur verið undirritaður milli Færeyja og Íslands án milli- göngu EFTA og er samningur- inn nú til umfjöllunar hjá fær- eyskum yfirvöldum. Samning- urinn, verði hann samþykktur, nær til allra afurða og er því víðtækari en aðrir fríverslunar- samningar að því er fram kemur á vefriti viðskiptaráðu- neytisins. Einnig að ef samningurinn öðlast gildi megi segja að Færeyjar og Ísland verði eitt markaðssvæði fyrir alla vöru og þjónustu. Vitað er að áhugi er fyrir ýmsum íslenskum mjólkurvörum hjá færeyskum kaupmönnum og sagði Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í samtali við Bændablaðið að vel væri fylgst með málinu og litið væri á þetta sem spennandi tæki- færi ef þetta verður að veruleika. ,,Við munum skoða þetta vel en vitum hins vegar ekkert um hvernig verð mun koma út þegar upp verður staðið. Ákveðnir aðilar í Færeyjum hafa sýnt mjólkur- vörum héðan áhuga og við höfum fengið skeyti þar um. Þeir segja að ef samningurinn verður að veruleika vilji þeir gjarnan fara að skoða verð og fleira. Okkar menn hafa farið til Færeyja og litið á að- stæður þannig að segja má að við séum farnir að leggja aðeins grunn að viðskiptum við Færeyjar," sagði Guðlaugur Björgvinsson. Friðjón G. Jónsson ostameistari með Rjómamysuostinn, sem fékk hæstu einkunn í ostadómum á Ostadögum. "Þetta gat varla betra verið," sagði Friðjón G. Jónsson, ostameistari Norðurmjólkur, í samtali við blaðið. Eins og fram kemur í annarri frétt fékk Norðurmjólk verðlaun fyrir Rjómamysuost en auk þess fékk Norðurmjólk gullverðlaun fyrir Gullgráðost og silfurverðlaun fyrir 17% Gouda. Friðjón sagði að árangurinn mætti þakka frábæru hráefni, "en við þurfum líka hæft og gott fagfólk og almennt starfsfólk. Þetta er allt til staðar. Ég er að sjálfsögðu afar ánægður með þann árangur sem við náðum með Rjómamysuostinn en ég er sérstaklega ánægður með Gullgráðostinn, við höfum lagt mikla vinnu í að þróa hann á síðustu árum. Það verk er nú að skila sér," sagði Friðjón og lagði á það áherslu að sýning á borð við þá sem efnt var til í Smáralind skilaði sér í aukinni þekkingu almennings á framleiðsluvörum mjólkursamlaganna. Meira um Ostadaga á bls. 8 Ánægður ostameistari ,,Mig vantar fleiri bændur til að veiða ál fyrir mig og auglýsi hreinlega eftir þeim til starfans. Ég greiði 500 krónur fyrir kílóið og legg mönnum til allt sem þarf til veiðanna, lána þeim gildrur, geymslukistur, jafnvel báta og vöðlur og síðan sækjum við aflann til þeirra," sagði Kjartan Halldórsson í Sægreif- anum í Reykjavík. Kjartan hefur látið smíða yfir 100 gildrur, leiðara og álkistur en í þeim er állinn geymdur lifandi þar til hann er sóttur til bænda. Kjartan hefur gert samning við fjölda bænda frá Eyja- firði og vestur um til Hornafjarðar um að veiða fyrir sig. Dæmi eru um bændur hafi fengið allt að 80 kg af ál í einni vitjun sem er að sjálf- sögðu drjúg búbót. Hægt er að veiða ál frá því snemma að vori og fram á haust eða þar til frost byrja. Veiðarnar eru ekki mjög vandasamar og menn fljótir að komast upp á lag með þær og víða kunna menn vel til verka. Reyktur áll er sælgæti Steingrímur Matt- híasson, makaðsfulltrúi Sægreifans, hefur verið að þróa reykingu á ál og hefur náð það góðum tökum á reykingunni að fróðir menn telja íslenska álinn ekki gefa þeim danska neitt eftir. Sölu- samningar eru í burðar- liðnum við íslenska verslunarkeðju um sölu á reyktum ál og er verið að þróa umbúðir og merk- ingar fyrir hann. Þá hefur hollenskt fyrirtæki óskað eftir viðskiptum með hrá- ál til reykingar. Það fyrir- tæki þarf alls 700 tonn af áli á ári og kaupir hann víða að. Óreyktur áll er líka herramanns matur. Fyrir skömmu bauð Sægreif- inn til álveislu fyrir gesti og gangandi þar sem frægir kokkar elduðu ála- súpu, ál steiktan í kryddi og líka í hveiti og olíu. Einnig var boðið upp á snittur með reyktum ál. Fólki líkaði þessi matur einstaklega vel, að sögn Kjartans. Til þessa hefur reykt- ur áll lítið verið á boð- stólnum hér á landi. Þó hefur smávegis verið flutt inn af honum frá Danmörku. Þeir Steingrímur og Kjartan eru sannfærðir um að góður markaður sé fyrir ál hér á landi. Kjartan fullyrðir að hægt sé að veiða tugi tonna af ál á ári hér við land og að ála- veiðar geti orðið umtalsverð búbót fyrir bændur. Steingrímur telur að hægt sé nú þegar að selja tvö til þrjú tonn á ári af reyktum ál á innanlandsmarkaði. Sjá bls. 16 Auglýsir eftir bændum til að veiða ál Jólastjörnur sjá dagsins ljós! Rauði liturinn er nú farinn að sjást á jólastjörnunum sem þau Hreinn Kristófersson og Ingibjörg Sigmundsdóttir framleiða í Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði. Þar sem hluti garðplönturæktunar er árstíðarbundinn er breytt um framleiðslutegund um mitt ár. Frá janúar til júlí eru ræktuð sumarblóm en frá júlí til desember eru húsin nýtt undir græðlingatöku og jólastjörnuræktun. Þá eru laukblóm s.s. túlipanar, páskaliljur og hýasintur einnig þáttur í framleiðslunni. Fyrstu jólastjörnurnar fara til kaupenda í lok þessa mánaðar. Vinsældir þessarar plöntu hafa aukist á liðnum árum. Hreinn sagði að mest væri selt af jólastjörnum upp úr miðjum nóvember og um aðventuna. "Við erum nú búin að vera í þessu í tæp tuttugu ár og það fer ekki hjá því að maður læri af reynslunni. Jólastjarnan er viðkvæm planta og ekki sama hvernig farið er með hana," sagði Hreinn. Á myndinni t.v. er Hreinn með fallega jólastjörnu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þau hjón hófu uppbyggingu garðyrkjustöðvarinnar fyrir röskum tveimur áratugum. Nú eru um fjögur þúsund fermetrar undir gleri og annað eins er í plasthúsum. Vaxandi áhugi fyrir veiðiminja- safni Ráðstefna til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum Þann 6. nóvember n.k. verður haldin ráðstefnan “Þetta getur Ísland” til heiðurs Sigurði Blöndal áttræðum, fyrrum skógræktarstjóra. Ráð- stefnan verður haldin á Hallorms- stað frá kl. 11-17 og er öllum opin. Fjallað verður um aðlögun í víðu samhengi; aðlögun trjátegunda að veðurfari, viðhorf fólks gagnvart skógum og skógrækt og áhrif skógræktar á land og fólk. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum skog.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.