Bændablaðið - 12.10.2004, Qupperneq 10
10 Þriðjudagur 12. október 2004
,,Ég var með stúdentspróf sem
undirstöðu en hóf svo fjarnámið í
leikskólakennarafræðum fyrir
þremur árum og lýk því væntan-
lega næsta vor," sagði Sigríður
Björk Marinósdóttir sem er
fjögurra barna móðir, í samtali við
Bændablaðið.
Hún sagði að þær þyrftu að
fara í Kennaraháskólann í Reykja-
vík nokkrar vikur á ári en þess utan
stundar hún sína vinnu á leikskóla
og nýtir svo hverja lausa stund til
að læra. Námið fer að sjálfsögðu
fram í tölvu í gegnum netið.
,,Mér líkar afskaplega vel við
fjarnámið og mæli hiklaust með að
fólk nýti sér þennan möguleika.
Það er frábært að geta verið heima
en samt stundað nám í ákveðnum
greinum. Fjarnám er mjög heppi-
legt fyrir þá sem ætla að ljúka
kennaranámi, þroskaþjálfanámi
eða leikskólakennaranámi, svo
dæmi séu tekin. En sá sem fer í
fjarnám þarf mikinn sjálfsaga.
Hættan á að gefa eftir þegar enginn
rekur á eftir er fyrir hendi, enda
hefur orðið nokkurt brottfall í fjar-
námi á leikskólabraut hér á landi.
Mín regla í þessu sambandi er
einföld, þegar ég er ekki að vinna
þá er ég að læra," sagði Sigríður
Björk Marinósdóttir.
Langaði að læra meira
Sigríður Björk Gylfadóttir
lýkur leikskólakennaranámi í vor
en þær nöfnur hafa fylgst að í
náminu. Hún er líka með stúdents-
próf sem undirstöðumenntun. Hún
var spurð hvað hafi hvatt hana til
að fara í þetta nám.
,,Mig langaði bara að halda
áfram að læra.Ég byrjaði ung að
eiga börnin mín og þegar því var
lokið þá ákvað ég að fara í frekara
nám. Síðan kom annað inn í
myndina. Ég er kúabóndi en fékk
allt í einu ofnæmi fyrir kúm þannig
að ég varð að finna mér eitthvað
annað að gera en maðurinn minn
sinnir kúnum. Ég mun því í
framtíðinni vinna sem leik-
skólakennari," sagði Sigríður
Björk Gylfadóttir.
Hún segir að sér hafi líkað
fjarnámið afar vel. Þetta hafi verið
erfitt, erfiðara en að sækja skóla
daglega. Sá sem fari í fjarnám
þurfi að vera vel skipulagður og
hafa sjálfsaga. Öðru vísi gangi
þetta ekki.
Nöfnur að ljúka leikskóla-
kennaranámi í fjarnámi
Fjarnám nýtur sívaxandi vinsælda meðal fólks á öllum aldri á
landsbyggðinni. Sumir hefja nám frá grunni, aðrir rifja upp og
sumir bæta við fyrra nám sitt. Meðal þeirra sem eru í fjarnámi í
vetur eru nöfnurnar Sigríður Björk Gylfadóttir í Steinsholti og
Sigríður Björk Marinósdóttir í Þrándarholti í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi. Þær eru báðar að ljúka leikskólakennaranámi
næsta vor.
Gréta Ingvarsdóttir,
Deildartungu í Borgarfirði
Verklegu námskeiðin
betri en fyrirlestrarnir
Gréta Ingvarsdóttir frá Deildar-
tungu í Borgarfirði sótti eitt af
hinum nýju tveggja daga nám-
skeiðum um rafrænt bókhald -
rafræn samskipti í notkun á
dkBúbótar forritinu. Hún sagði í
samtali við Bændablaðið að sér
hefði líkað námskeiðið mjög vel.
,,Ég hafði áður farið á eins
dags fyrirlestrarnámskeið um
notkun á forritinu. Það er hins
vegar allt annað og betra þegar
maður fær að koma með sína tölvu
og gögn með sér og vera að í tvo
daga heldur en hlýða bara á
fyrirlestra. Það er allt annað að fá
að gera hlutina sjálfur heldur en
hlusta á aðra segja frá hvernig eigi
að fara að," sagði Gréta.
Hún segist vera búin að vera
með gamla Búbótar forritið frá því
árið 1994 var búin að ná þokka-
legum tökum á því en samt sé það
svo að fólk bæti alltaf einhverju
við sig með því að fara á nám-
skeiðin. Þegar hún fékk forritið
fyrst byrjaði hún að fara á nám-
skeið og fór svo að vinna með það.
Síðan fór Gréta á annað fyrir-
lestranámskeið og þá fyrst segist
hún hafa getað spurt sér til gagns
því þá hafi hún vitað hvað sig
vantaði vita.
,,Aftur á móti þykir mér leið-
beiningabókin sem fylgir forritinu
ekki mjög spennandi enda þótt
forritið sé gott. Hins vegar get ég
alveg játað það að mér finnst ekki
gaman að vinna á tölvu en reyni að
vinna með forritið eftir bestu getu
og að afla mér nauðsynlegra upp-
lýsinga til að auðvelda mér
verkið," segir Gréta Ingvarsdóttir.
Ásta F. Flosadóttir frá
Höfða I í Grýtubakkahreppi
Besta námskeiðið sem
ég hef farið á
,,Þetta var besta dkBúbót
námskeiðið sem ég hef farið á. Ég
er með kandidatspróf frá Hvann-
eyri og þar lærðum við á gamla
dkBúbót forritið. Ég fór svo á
námskeið í fyrra og þá var þetta
allt orðið nýtt fyrir manni enda
búið að breyta öllu kerfinu. Eftir
það fór ég að færa bókhaldið fyrir
föður minn í dkBúbót. Ég lenti svo
sem ekki í neinum miklum erfið-
leikum sem ekki var hægt að leysa
með símtali. Ég ákvað svo að fara
á framtalsnámskeiðið og hafði
mjög mikið gagn af því. Ég var
búin að gera eina skattaskýrslu,
skila henni og fá athugasemdir frá
skattinum. Þar var um Búbótar-
villu var að ræða sem þurfti að
laga en ég vissi ekki hvernig ég
ætti að fara að því. Það var svo
sýnt á námskeiðinu og allt gert
klárt í tölvunni minni fyrir næsta
ár. Ef ég hefði haldið áfram án
þess að fara á námskeiðið þá hefði
ég lent í umtalsverðum erfið-
leikum. Það eru ýmis smáatriði
sem ekki er að finna í leið-
beiningunum sem ég kunni ekki en
lærði á námskeiðinu," sagði Ásta
Flosadóttir, Höfða í Grýtubakka-
hreppi, en hún er ein þeirra sem
sótt hafa hin nýju dkBúbótarnám-
skeið.
Hún segir það ómetanlegt að fá
að koma með tölvuna sína með sér
og vinna með eigin gögn eins og
boðið er upp á á tveggja daga
námskeiðunum. Hún bendir á að
þegar verið er að setja upp fyrir
fólk ímynduð dæmi þá sé það
aldrei það sama og að vinna með
sínar tölur og pappíra.
Ásta segist vinna þannig vinnu
að tölvunni hennar er vel haldið
við, vírusvarnir uppfærðar reglu-
lega. Hún segir það hafa verið
áberandi hve margar tölvur voru í
ólagi þegar komið var með þær á
námskeiðin. Það þurfti að hreinsa
þær og setja upp vírusvarnir
þannig að þær yrðu nothæfar.
,,Bara það að fagmenn komi
tölvum manna í lag á námskeiðun-
um er ómetanlegt. Það eru engar
smá upphæðir sem það kostar að
fara með tölvur til sérfræðinga ef
eitthvað er að. Námskeiðið var til
fyrirmyndar, það besta sem ég hef
farið á," sagði Ásta F. Flosadóttir.
Haukur Suska,
Hvammi II Vatnsdal
Ætlar aftur á námskeið
Haukur Suska, Hvammi II í
Vatnsdal, fór á tveggja daga nám-
skeið um dkBúbót forritið sem
haldið var á Blönduósi á dögunum.
Hann hafði ekki reynslu af fyrir-
lestranámskeiðunum.
,,Ég hafði ekki unnið með
þetta forrit áður og þótti nám-
skeiðið ótrúlega gagnlegt. Maður
fékk mjög persónulega þjónustu
því ekki var um fyrirlestraform að
ræða heldur verklegt nám. Maður
þurfti að vinna ákveðin verkefni
sem kennararnir lögðu fyrir og í
framhaldinu gátum við svo farið
að vinna í okkar eigin bókhaldi.
Þar fengum við fulla þjónustu og
stuðning frá kennurunum og því
nýttist tíminn sérstaklega vel.
Þarna var hver með sína tölvu og
fólk var komið mislangt í að nota
forritið. Sumir voru komnir
nokkuð langt en aðrir alveg að
byrja og því fékk hver aðstoð í
samræmi við kunnáttuna," sagði
Haukur.
Á námskeiðinu á Blönduósi
voru nokkrir sem höfðu farið á
fyrirlestranámskeiðin og höfðu
menn á orði að verklega nám-
skeiðið væri miklu betra.
,,Mér líst vel á dkBúbót forritið
sem er eins og allir vita sniðið að
búrekstri og mér þykir ágætt að
nota það. Ég er staðráðinn í að fara
á næsta námskeið sem haldið verð-
ur á Blönduósi eða nágrenni,"
sagði Haukur Suska.
Impra, nýsköpunarmiðstöð Iðntækni-
stofnunar á Akureyri, auglýsir nú eftir
umsóknum um styrki úr verkefninu Ný-
sköpun í starfandi fyrirtækjum -
Árangur í verki. Umsóknarfrestur er til
15. október. Verkefnið hefur það að
markmiði að styðja lítil og meðalstór
fyrirtæki á landsbyggðinni í öllum at-
vinnugreinum til að byggja upp þekk-
ingu og færni í nýsköpun og
markaðssókn.
Unnið verður með þátttökufyrirtækjum í
8-12 mánuði að úrbótum og þróun
nýrra lausna til sóknar á núverandi
og nýjum mörkuðum með aðstoð
hæfra ráðgjafa. Sérstök áhersla
verður lögð á kerfisbundna upp-
byggingu ferla, nýsköpun í verki,
aukna færni á sviði nýsköpunar og
markaðssóknar, uppbyggingu þekk-
ingar og árangur í verki og bættan
árangur í rekstri
Stuðningur við fyrirtækin, sem
verða fyrir valinu, er til kaupa á 23 ráðgjafa-
dögum og getur numið allt að 500.000
kr. gegn jafnháu framlagi styrkþega.
Nánari upplýsingar um verkefnið
og umsóknareyðublað er að fá hjá
Sigurði Steingrímssyni, verkefnis-
stjóra Impru, Glerárgötu 34, 600
Akureyri.
Sigurður sagði í samtali við
Bændablaðið að mikil ásókn væri í þá
styrki sem Impra veitir á lands-
byggðinni og alls ekki hægt að verða
við öllum þeim óskum sem berast. Hann
segist ekki hafa tekið það saman hve margar
umsóknir berast sem ekki er hægt að verða
við en þær skipti tugum. Sama væri hvaða
verkefni um er að ræða, hvort heldur það er
frumkvöðlastigið eða stuðningur við
starfandi fyrirtæki eins og hér er verið að
auglýsa. Hann segir að áberandi margar
umsóknir berist varðandi vöruþróun í
starfandi fyrirtækjum og langt frá því að
hægt sé að verða við þeim öllum.
Þeir styrkir sem tilheyra landsbyggðinni
voru fyrst veittir í ársbyrjun 2003 og voru
fjármagnaðir af byggðaáætlun.
,,Það er engin spurning að það er sýni-
legur árangur af þessum fyrstu styrkveit-
ingum á landsbyggðinni. Sömuleiðis eru
bundnar væntingar við verkefni sem enn er
ekki lokið. Ég tel þó ekki rétt að ætla að
mæla árangurinn fyrr en að tveimur til þrem-
ur árum liðnum," sagði Sigurður.
Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum - árangur í verki
Sýnilegur árangur af fyrstu styrkveitingunum
Sigurður
Rafrænt bókhald - rafræn samskipti í notkun á dkBúbótar forritinu
Marinósdóttir er til vinstri en Gylfadóttir til hægri.
Bjóða áætlunarferðir
milli Egilsstaða og
Akureyrar yfir
vetrartímann
SBA-Norðurleið hefur ákveð-
ið að bjóða upp á áætlun-
arferðir milli Egilsstaða og
Akureyrar yfir vetrartímann.
Fulltrúar fyrirtækisins
kynntu þessar fyriráætlanir á
fundi á Hótel Héraði í dag.
SBA-Norðurleið hefur
annast áætlunarakstur milli
Egilsstaða og Akureyrar að
sumarlagi mörg undanfarin ár
en vetrarþjónusta verður nú í
boði í fyrsta sinn. Ferðir verða
sex daga vikunnar, þ.e. brott-
farir frá Egilsstöðum á þriðju-
dögum, fimmtudögum, föstu-
dögum og sunnudögum og frá
Akureyri á mánudögum, mið-
vikudögum, föstudögum og
sunnudögum. Frá þessu er
greint á heimasíðu Austur
Héraðs