Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. október 2004 13 Bændablaðið kemur næst út 26. október. Tökum að ljúka á sjónvarpsmynd um Austurdal í Skagafirði Tökur á mynd um Austurdal í Skagafirði eru á lokastigi. Kvik- myndatökulið fylgdi Stefáni Hrólfssyni, gangnaforingja frá Keldulandi og mönnum hans í smölun í 39. viku en áður hafði verið myndaður upprekstur hrossa 17. júní og messa í Ábæjarkirkju í Austurdal um verslunarmannahelgi. Það eru Árni Gunnarsson á Sauðárkróki og Ingimar Ingimars- son, bóndi á Ytra Skörðugili ásamt Þorvarði Björgúlfssyni, kvikmyndagerðarmanni, sem standa að gerð myndarinnar. Teknar hafa verið upp um 12 klukkustundir af efni úr dalnum og verður afraksturinn 30-40 mínútna langur þáttur ætlaður til sýningar í sjónvarpi. Aðstand- endur myndarinnar stefna þó að frumsýningu í Skagafirði í nóvember þegar myndin verður tilbúin. Austurdalur er einstök náttúruperla og státar meðal annars af skógi vaxinni fjallshlíð í 400 metra hæð yfir sjó. Merkigil milli samnefnds bæjar og eyði- býlisins Gilsbakka og hrikaleg gljúfur Jökusár Eystri gera það að verkum að þetta landssvæði hefur verið einangrað og erfitt yfir- ferðar. OG JERMIN STEINEFNI Steinefnaskortur er dýr, steinefni eru ódýr. Fóðrun á steinefnum með beit verður öruggari með Jermin steinefnablöndunni og Microfeeder stein- efnaboxinu. Leitið upplýsinga. www.fodur.is Sími 570-9800 Hentar fyrir nautgripi og hross. Er tryggt að dýrin þín fá nóga tilfærslu steinefna? Félagsmálaráð- herra gestur í Garðyrkju- skólanum Árni Magnússon félagsmála- ráðherra var gestur á miðviku- dagsfundi starfsmanna og nem- enda Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi á miðviku- daginn. Árni þekkir starf skól- ans mjög vel enda var hann for- maður nefndar sem vann að skýrslunni "Háborg græna geirans", sem fjallaði um stöðu og framtíðarsýn skólans. Hann fagnaði mikilli aðsókn að skólanum og sagði að það hefði komið skýrt fram á ríkisstjórnarfundi nýverið að byggt yrði upp á Reykjum líkt og landbúnaðarráðherra hefur beitt sér fyrir og er að vinna að. Árni talaði einnig um húsbréfamarkaðinn, atvinnumál, jafnréttismál og annað sem hann er að vinna að í ráðuneytinu með sínu fólki. Fjölmargar spurningar voru lagðar fyrir ráðherrann, sem hann svarði mjög skýrt, m.a. um málefni öryrkja, sameiningu sveit- arfélaga, vistun fanga á Sól- heimum í Grímsnesi, nýja áfengis- verslun hjá Esso í Hveragerði og margt fleira. Í lokin færðu starfs- menn og nemendur honum fullan poka af íslensku grænmeti og blómaskreytingu, sem nemendur á blómaskreytingabraut skólans unnu. Næsti gestur á miðviku- dagsfundi skólans verður Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu, miðvikudaginn 13. október. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra, sem var leystur út með fullum poka af íslensku grænmeti og blómaskreytingu eftir heim- sóknina í Garðyrkjuskólann. /MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.