Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 12. október 2004 Fjölskylda Eiginkona Guðbrands 1.4.1972 er Snjólaug f. 14.11.1945 á Ísafirði, vefnaðarkennari. Foreldrar hennar voru Guðmundur f.9.2.1918 á Ísafirði, d. 27.6.1977, vélstjóri á Ísafirði, Bárðarson og kona hans 24.6.1944, Margrét f. 8.8.1915 á Leifsstöðum í Kaupangssveit d. 3.3.1963 á Ísafirði, kennari á Ísafirði, Bjarnadóttir. Guðbrandur og Snjólaug eiga tvo syni: Brynjólfur Steinar f. 27.2.1973 á Akranesi, bóndi á Brúarlandi. Guðmundur Ingi f. 28.3.1977 á Akranesi, líffræðingur. Nemi í umhverfisstjórnun í Yale háskólanum í USA. Systkini Helga Brynjúlfsdóttir f.20.10.1936, húsfr. og matráðskona í Reykjavík. Ólöf Brynjúlfsdóttir f. 7.6.1938, húsfr. í Haukatungu syðri I Ragnheiður Hrönn Brynjúlfsdóttir f. 2.8.1939, húsfr. og bankaritari í Borgarnesi. Eiríkur Ágúst Brynjúlfsson f.15.1.1942 d. 25.5.1998, bóndi á Brúarlandi. Halldór Brynjúlfsson f. 20.6.1943, verkamaður og bifreiðastjóri í Borgarnesi. Brynjúlfur Brynjúlfsson f. 25.3.1945, verkstjóri í Kópavogi Guðmundur Þór Brynjólfsson f. 12.12.1950, pípulagningameistari og verkstjóri í Borgarnesi. Föðursystkini Þórður Hólm Eiríksson f.16.3.1904, d.5.6.1964, bóndi á Hömrum í Hraunhreppi Ingibjörg Eiríksdóttir f. 7.8.1905, d. 9.8.1905. Jóhannes Eiríksson f. 20.12.1906, d. 30.12.1906. Jón Ársæll Eiríksson f. 4.1.1908, d. 30.1.1908 Jóhanna Eiríksdóttir f. 13.7.1909, d. 2.7.1979, húsfr., í Reykjavík. Sigríður Eiríksdóttir f. 21.4.1913, d. 6.3.1971, verkakona í Reykjavík. Ása Eiríksdóttir f. 26.6.1914, d. 5.5.1995, húsfr. í Reykjavík Móðursystkini Ingólfur Guðbrandsson f.4.5.1902, d. 2.4.1972, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi. Sigurður Guðbrandsson f. 4.4.1903 d. 25.4.1984, mjólkurbússtjóri í Borgarnesi, seinna í Reykjavík. Jenny Guðbrandsdóttir f. 19.6.1904, d. 1.12.1983, verkakona í Reykjavík. Stefanía þórný Guðbrandsdóttir f. 24.1.1906, d. 24.10.1984, húsfr. í Borgarnesi. Guðrún Guðbrandsdóttir f. 24.2.1908, d. 12.12.1985, húsfr. í Reykjavík. Pétur Guðbrandsson f. 23.6.1912, d. 2.3.1913. Sigríður Petrína Guðbrandsdóttir f.31.3.1914, d.15.6.1987, húsfr. í Reykjavík. Andrés Guðbrandsson f.19.12.1916, d.15.3.2003, sjómaður í Reykjavík. Ólöf Guðbrandsdóttir f.2.10.1919,d.16.4.2001, húsfr. í Reykjavík. Hrefna Guðbrandsdóttir f.30.11.1921, húsfr. í Reykjavík Framætt 1. grein 1 Guðbrandur Brynjúlfsson, f. 30. apríl 1948 á Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Brúarlandi á Mýrum 2 Brynjúlfur Eiríksson, f. 21. des. 1910 á Hamraendum í Hraunhreppi, d. 12. jan. 1976. Bóndi og bifreiðastjóri á Brúarlandi í Hraunhreppi - Halldóra Guðbrandsdóttir (sjá 2. grein) 3 Eiríkur Ágúst Jóhannesson, f. 11. ágúst 1873, d. 30. ágúst 1952. Bóndi á Hamraendum í Hraunhreppi - Helga Þórðardóttir (sjá 3. grein) 4 Jóhannes Guðmundsson, f. 8. maí 1844, d. 10. júlí 1881. Bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi - Ingibjörg Runólfsdóttir, f. 23. okt. 1838, d. 30. des. 1916. Húsfr. á Hrafnkelsstöðum 2. grein 2 Halldóra Guðbrandsdóttir, f. 15. maí 1911 á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi. Húsfr. á Brúarlandi í Hraunhreppi 3 Guðbrandur Sigurðsson, f. 20. apríl 1874, d. 31. des. 1953. Bóndi á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi - Ólöf Gilsdóttir (sjá 4. grein) 4 Sigurður Brandsson, f. 30. mars 1837, d. 10. ágúst 1914. Bóndi á Miðhúsum á Mýrum - Halldóra Jónsdóttir, f. 16. sept. 1844, d. 18. júní 1921. Húsfr. í Miðhúsum á Mýrum 3. grein 3 Helga Þórðardóttir, f. 1. sept. 1876, d. 30. jan. 1937. Húsfr. á Hamraendum 4 Þórður Sigurðsson, f. 3. nóv. 1841, d. 16. des. 1906. Bóndi í Skíðsholtum - Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 9. mars 1849. Hólmlátri Hjörsey 4. grein 3 Ólöf Gilsdóttir, f. 27. jan. 1876, d. 23. sept. 1956. Húsfr. á Hrafnkelsstöðum 4 Gils Sigurðsson, f. mars 1829, d. 15. ágúst 1901. Bóndi á Krossnesi - Guðrún Andrésdóttir, f. 11. júní 1836, d. 28. febr. 1916. Nokkrir langfeðgar: Jóhannes 1-4 var sonur Guðmundar f. 14.1.1801, d. 7.8.1888, bónda á Háhóli, Smiðjuhólsveggjum og Leirulækjarseli, Guðmundssonar f. um 1759, d. 19.3.1807, bónda á Háuhjáleigu, Þaravöllum og Stórbýlu á Akranesi, Jónssonar. Sigurður 2-4 var sonur Brands, f. 10.4.1806, d. 16.4.1865, bónda í Fornaseli og Litlabæ á Mýrum, Sigurðssonar f. um 1773, d. 27.10.1821, bónda í Ferjukoti í Borgarhreppi, Guðmundssonar, f. um 1736, d. 3.11.1801, bónda í Ferjukoti, Runólfssonar, f. um 1716, d. um 1780, bónda í Ánabrekku í Borgarhreppi og á Hreðavatni í Norðurárdal, Dagssonar, f. um 1685, d. um 1760, bónda á Steinum í Stafholtstungum, Magnússonar, f. um 1623, bónda á Hóli í Þverárhlíð 1703 Guðmundssonar. Þórður 3-4 var sonur Sigurðar, f. 5.8.1817, d. 14.2.1897, bónda í Skíðsholtum, Ólafssonar, f. um 1785 í Saltvík á Kjalarnesi, d. 27.1.1836, bónda í Tanga í Álftaneshreppi, Jónssonar. Gils 4-4 var sonur Sigurðar, f. um 1790, d. 22.10.1838, bónda á Hofsstöðum í Álftaneshreppi, Erlendssonar, f. um 1763, d. 23.9.1817, bónda í Krossnesi, Jónssonar, f. um 1720, bónda í Lambhúsatúni í Hraunhreppi, Erlendssonar f. um 1698, bónda á Akratanga í Hraunhreppi, Jónssonar f. um 1658, bónda í Haga í Hraunhreppi 1703, Árnasonar. Guðbrandur Brynjúlfsson er fæddur 30.4.1948 á Hrafnkelsstöðum á Mýrum. Hann tók landspróf frá miðskóla Borgarness, varð búfræðingur frá bændaskólanum á Hvanneyri 1966 og búfræðikandídat (BS) frá sama skóla 1971. Hefur verið við búskap á Brúarlandi á Mýrum frá 1971 og tók formlega við búinu 1973 ásamt tveimur bræðrum sínum, Eiríki Ágústi og Guðmundi Þór. Guðmundur hætti búskap 1975 en Eiríkur bjó á Brúarlandi til dauðadags 1998. Guðbrandur vann við smíðar með búinu 1973 og 1974. Hann sat í stjórn umf. Björn Hítdælakappi í nokkur ár og þar af formaður 1972-74. Í stjórn Búnaðarf. Hraunhrepps í nokkur ár. Í hreppsnefnd Hraunhrepps 1978-90 og oddviti hennar öll árin. Fulltrúi Hraunhrepps í sýslunefnd Mýrasýslu árin 1986-88. Átti sæti í fulltrúaráði Sambands ísl. sveitarfélaga 1978-86. Í stjórn veiðifélags Álftár frá 1976. Átti sæti í stjórn Ræktunarsambands Mýramanna um árabil. Í varastjórn Svínaræktarfélags Íslands mörg ár og í stjórn þess frá vori 2004. Formaður stjórnar Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1993-98, stjórnarmaður í Búnaðarsamtökum Vesturlands 1994-98. Sat tvo aðalfundi Stéttarsambands bænda og eitt Búnaðarþing sem fulltrúi Búnaðarsambands Borgfirðinga á tíunda áratugnum. Guðbrandur sat í bæjarstjórn Borgarbyggðar fyrir Borgarbyggðarlistann árin 1998-2002, í stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar frá 1988, Skógræktarfélags Íslands frá 2002. Frá 1999 formaður Sorpurðunar Vesturlands. Formaður stjórnar Landgræðslusjóðs frá árinu 2003. Guðbrandur hefur tekið nokkurn þátt í stjórnmálastarfi, fyrst í Alþýðubandalaginu og seinna í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði. Ættir & uppruni Umsjón: Ármann Þorgrímsson, Akureyri. Brúarland Brúarland er nýbýli u.þ.b. 50 ára og stendur á bökkum Álftár. Þjóðvegurinn út á Snæfellsnes lá um hlað á Brúarlandi allt til ársins 1990 og var brú á ánni fast við bæinn. Vestan árinnar var mjög kröpp beygja að brúnni og urðu þar oft umferðaóhöpp en aldrei slys. Á árunum 1954-1990 er vegurinn var færður frá bænum og ný brú byggð á Álftá urðu a.m.k. 6 alvarleg óhöpp við brúna , þar af lentu fjórir bílar í ánni en engin slys urðu á fólki. .Halldóra húsfreyja sagði oft í sambandi við þessi óhöpp að það hlyti á hvíla eitthvert sérstakt lán yfir þessum stað. Eitt sinn valt Landrover jeppi, sem var með hestakerru aftan í og hest í, ofan í ána og lenti á hvolfi en hestakerran varð eftir á hliðinni uppi á veginum. Hvorki sakaði mann né hest en rétt er að segja frá því að í þessu tilviki var ökumaðurinn prestur. Nú gef ég Guðbrandi orðið: "Eina sögu ætla ég að láta fylgja hér með sem tengist fæðingarstað mínum, Hrafnkelsstöðum og er sönn. Þannig var mál vaxið að afi minn í föðurætt, Eiríkur Ágúst Jóhannesson, var í vinnumennsku á Hrafnkelsstöðum kringum aldamótin 1900. Á bænum var á þessum tíma ung og fögur gjafvaxta stúlka sem Helga hét Þórðardóttir. Eiríkur felldi fljótt hug til heimasætunnar, sem eðlilegt má teljast. En fljótlega eftir að kvisast fór um samdrátt þeirra upphófust hinir mögnuðustu reimleikar á bænum. Kvað svo rammt að þeim að húsráðendur sáu þann kost vænstan að kalla til prest að kveða draugsa niður. Þegar prestur kom til þessara embættisverka kallaði hann allt heimilisfólkið saman í baðstofu og lagði svo fyrir að ef vart yrði við draug þennan framar skyldi hann einfaldlega skotinn. Reimleikanna varð ekki framar vart og Eiríkur afi minn gat óáreittur haldið áfram að stíga í vænginn við tilvonandi eiginkonu sína, Helgu Þórðardóttur ömmu mína. Skýringin á reimleikunum var sú, og það mun presti hafa verið kunnugt um , að annar vinnumaður á bænum lagði einnig hug á stúlkuna."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.