Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 12. október 2004 21 Markaskrár 2004 komu út í öllum markaumdæmum fyrir réttir, samtals 18 að tölu. Þær eru með svipuðu sniði og fyrri skrár nema að nú eru í fyrsta skipti birt frostmörk hrossa og allar gildandi fjallskilasam- þykktir í landinu. Samtals voru birt 14.158 mörk, þar af 309 frostmörk hrossa, en mörkum hefur fækkað um tæp 14% síðan 1996 þegar markaskrárnar komu síðast út. Markaverðir annast dreifingu markaskráa og er henni lokið en vanti einhverja markaeigendur eintök skulu þeir hafa samband við viðkom- andi markaverði. Hafinn er undirbúningur að út- gáfu landsmarkaskrár, hinnar þriðju, og er stefnt að útgáfu hennar fyrir jól. Landsmarka- skráin hefur notið vaxandi vinsælda enda bæði gagnleg og fróðleg, einkum þeim sem hafa áhuga á mörkum og sauðfjár- búskap. Enn eru eyrnamörk tölu- vert notuð á hross og nú bætast frostmörkin við. Skráin mun einnig gagnast vel þegar kröfur verða hertar um merkingu sauðfjár og hrossa. Þar að auki er hún ein- stök á heimsmælikvarða. Báðar fyrri útgáfur seldust upp og tölu- vert er spurt um þá nýju. Þar verða öll mörkin úr markaskránum auk marka sem bætast við nú á haustnóttum. Verði markaeigandi var við einhverjar villur eða aðra ágalli í markaskrá sinni bið ég hann vin- samlegast að hafa samband við viðkomandi markavörð sem fyrst því að við viljum lagfæra það sem betur má fara fyrir útgáfu lands- markaskrárinnar. Þurfi að koma marki á birtingu, þannig að það komist með í skránni, þarf að hafa strax samband við markavörð en við mig beint ef um frostmark fyrir hross er að ræða. Allir markaverðir sem staðið hafa að útgáfu markaskrár 2004 halda áfram störfum sínum nema Þor- steinn Oddson,markavörður Rang- árvallasýslu. Honum þakka ég farsæl störf og og býð velkominn til starfa eftirmann hans, Kjartan G. Magnússon, bónda í Hjallanesi. /Ólafur Dýrmundsson. Markaskrárnar komnar út -landsmarkaskrá í undirbúningi Stíflurétt eftir lagfæringar sem gerðar voru á henni í haust. Mynd: ÖÞ Bændur lagfærðu Stíflurétt Eins og áður hefur komið fram fór snjóflóð yfir Stíflurétt í Fljót- um í janúar sl. og stórskemmdi hana. Réttin var steinsteypt, byggð árið 1959. Allir dilkar skemmdust eitthvað og einnig almenningurinn en suðurhluti réttarinnar skemmdist minnst. Eftir fundahöld bænda í Austur-Fljótum með fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar var niðurstaðan sú að byggð var ný rétt í sveitinni og kostaði sveitarfélagið byggingu hennar. Sú réttarbygging var raunar komin á dagskrá áður og kom í stað mjög gamallar réttar á Holtsdal. Nýja réttin stendur skammt frá þar sem Ólafsfjarðar- og Siglufjarðarvegur mætast við Ketilás og er hún nú aðalrétt sveitarinnar. Það varð hins vegar niðurstaðan að bændur í sveitinni kostuðu lagfæringar á Stífluréttinni þannig að þar væri hægt að rétta fé. Eftir þetta er almenningurinn að vísu mun minni en áður og við hann aðeins sex dilkar í stað fjórtán. Lagfæringin fólst í að steypa að hluta þá veggi sem eftir stóðu og setja timburveggi í stað tveggja veggja sem alveg brotnuðu niður. Til Stífluréttar hefur um árabil verið rekið fé af Lágheiði, Hvarfdal og Móa- fellsdal. Svo var einnig nú en gangnafyrirkomulagi í sveitinni að öðru leyti talsvert breytt. Þannig tóku aðeins bændur á tveimur fremstu bæjunum fé sitt í Stíflurétt en safninu að öðru leyti sleppt út og það rekið áfram niður sveitina daginn eftir og það réttað í nýju réttinni. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn á réttardaginn til að skoða þetta nýja mannvirki og fagna réttardeginum með heimafólki í sveitinni. Heimasíða Ferðaþjónustu bænda - á meðal þeirra 10 bestu hjá Green Globe 21! Þann 1. október veittu Green Globe 21 viðurkenningu, því fyrirtæki innan Green Globe 21 sem gefur bestu upplýsingar um Green Globe 21 á heimasíðu sinni (e. "Best Practice Website"). Heimasíða Ferðaþjónustu bænda www.farmholidays.is var ein þeirra 10 sem komst á lista yfir 10 bestu. Viðurkenninguna í ár fékk Bali Hilton International fyrir www.balihilton.com. Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda segir þetta gott framtak hjá Green Globe 21 sem hvetji eflaust fleiri fyrirtæki til að gera betur í að upplýsa almenning um hvernig hægt er að stuðla að sjálfbærari ferðaþjónustu með þátttöku í Green Globe 21. Lánaflokkur Lánað Vextir Veð Láns- Láns- Afb. vegna tími hlutfall frestur Jarðakaupalán Jarðakaup 3,85% Í jörð 40 ár 65% Já Jarðakaupalán Jarðakaup 6,25% Í jörð 25 ár 65% Já Bústofnsk.lán Bústofnskaup 3,85% Í jörð 10 ár Sjá lánareglur Nei Vélakaupalán Skráðar vélar 6,25% Í jörð/vél 8-10 ár 65% Nei Vélakaupalán Óskráðar vélar 6,25% Í jörð 10 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjós 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjós 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Fjárhús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í fjárhús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Svínahús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í svínahús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Alifuglahús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í alif.hús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hesthús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Reiðskemmur 6,25% Í jörð 25 ár 65% Nei Framkvæmdalán Gróðurhús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í gróðurhús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Garðáv.geymslur 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í garðáv.g. 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Loðdýrahús 3,85-6,25% Í jörð 20-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Bún. í loðd.hús 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Framkvæmdalán Hlöður 3,85-6,25% Í jörð 25-30 ár 65% Já Framkvæmdalán Búnaður í hlöður 3,85-6,25% Í jörð 12 ár 65% Nei Skuldbr.lán Endurfjármögnun 6,25% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Skuldbr.lán Sk.br. höfuðstóls 6,25% Í jörð 15 ár Sjá lánareglur Nei Önnur lán Leitarm.hús og fjárréttir 6,25% Sv.sj. 15-20 ár 65% Nei Önnur lán Veiðihús 6,25% Fasteign 15-20 ár 65% Nei Önnur lán Veituframkvæmdir 6,25% Í jörð 20 ár 65% Nei Önnur lán Rafstöðvar 6,25% Í jörð 40 ár 65% Nei Afurðastöðvar Afurðastöðvar 6,25% Fasteign 20 ár 65% Nei Lántökukostnaður er samtals 2,5% (stimpilgjald 1,5% og lántökukostnaður 1,0%). Þar við bætist þinglýsingarkostnaður kr. 1.200 fyrir hvert lán. Gjalddagar eru 12 á ári nema óskað sé eftir færri gjalddögum. Lánasjóður landbúnaðarins Lánatafla 2004 Yfirlit yfir helstu lánaflokka og lánskjör Öll ný lán eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs Í gildi frá 1. október 2004 Lánstími framkvæmdalána er almennt 30 ár vegna nýbygginga, 25 ár vegna viðbygginga og 20 ár vegna endurbóta. Nánari upplýsingar er að finna í lánareglunum á vefsíðu Lánasjóðsins, www.llb.is, eða með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins, sími: 480 6000, fax: 480 6001, netfang: llb@llb.is Lækkun vaxta Lánasjóður landbúnaðarins hefur lækkað breytilega vexti skuldabréfa sem eru 6,50% eða hærri um 0,25 %-stig. Vextir sem voru 6,50% verða því 6,25% o.s.frv. Þá verða vextir nýrra bústofnskaupalána 3,85% og vextir nýrra endurfjármögnunar og skuldbreytingalána verða 6,25%. Vextir lána til vélakaupa verða 6,25% óháð veði, en sjóðurinn mun veita lán til kaupa á allt að fimm ára gömlum vélum með veði í jörð eða skráningarskyldri vél. Þessar breytingar tóku gildi 1. október 2004. Yfirlit um vexti og lánakjör er að finna í lánatöflu sjóðsins, en nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðu sjóðsins www.llb.is og á skrifstofu sjóðsins Austurvegi 10, Selfossi. Sími 480 6000, netfang llb@llb.is Lánasjóður landbúnaðarins

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.