Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. október 2004 15 Fjós eru okkar fag Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Weelink - fóðrunarkerfi Ametrac - innréttingar í fjós Promat og AgriProm - dýnur Zeus og Appel - steinbitar Dairypower - flórsköfukerfi PropyDos - súrdoðabrjóturinn Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur Uno Borgstrand - loftræsting Ivar Haahr - opinn mænir Lynx - eftirlitsmyndavélar Carfed - plastgrindur í gólf Við óskum Kraftvélaleigunni til hamingju með stærsta trjákurlara landsins, Vermeer BC 1000i Sími 594 6000 Akralind 2, 201 Kópavogur Kraftvélaleigan bætir flotann Gráðaostur er íslenska afbrigði Roquefort hins franska frá samnefndum bæ í Suður-Frakklandi. Nafn ostsins var fyrst lögverndað árið 1407 og er bundið við ost úr sauðamjólk sem látin er gerjast í náttúrulegum kalksteinshellum Combalou við þorpið Roquefort. Til eru heimildir um ostinn, skráðar af Plíníusi eldri (árið 23-79 e.Kr.) og því talið víst að Rómverjar til forna hafi þekkt hann. Einnig segir sagan að þegar Karli mikla hafi fyrst verið boðið að bragða hafi hann afþakkað en þegar hann loks lét tilleiðast hafi hann orðið afar sólginn í hann. Árið 1939 var fyrst hafin framleiðsla á gráðaosti í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Það var með hann eins og margar aðrar bragðmiklar og sérstæðar fæðutegundir fyrr og síðar að ekki voru allir jafnhrifnir. Neyslan jókst þó smám saman, ár frá ári, og nú er svo komið að gráðaostur er talinn nær ómissandi þar sem ostar eru saman komnir á borð. Á seinni tímum hefur notkun hans í matargerð aukist verulega, eins og til dæmis í eftirrétti, súpur, sósur og salöt. "Þróunin er sú að kúabúum er að fækka og þau eru að stækka. Fjárþörfin er víða mjög mikil og þar hafa bankarnir verið að bjóða bænd- um ákveðnar lausnir. Lánasjóður landbúnaðarins hefur t.d. ekki verið að lána kúabændum til kvótakaupa sem er einn stærsti liðurinn í stækkun búa en það gera bankarnir. Við sjáum það fyrir okkur að stóru bændurnir sem verða áfram í bú- skap muni færa sig í auknum mæli til bankanna með sín viðskipti. KB- banki hefur t.d. verið að bjóða bændum fjármögnun þar sem lán frá Lánasjóðnum hafa verið greidd upp. Það er kominn skriður á þessi mál og við finnum verulega hrey- fingu í þessa átt," segir Ingimundur. Aðspurður sagðist Ingimundur ekki geta gefið upp fjölda bænda sem hefðu ráðist í þetta en það væri e.t.v. hugmynd fyrir Hagþjónustu landbúnaðarins að kanna það í lok árs. Hann gæti hins vegar nefnt að á Suðurlandi væru nokkrir stórir bændur að fara þessa leið en þá ætti hann við kúabændur sem stenfndu á yfir 300 þúsund lítra framleiðslu. "Fjárþörfin er mjög misjöfn og hver bóndi er með sínar forsendur en það er ekki óeðlilegt að bóndi með 400 þús. lítra framleiðslu skuldi um 100 milljónir króna." Veðrétturinn skiptir máli Á það hefur verið bent að það skjóti skökku við að Lánasjóður landbúnaðarins skuli lána eingöngu á fyrsta veðrétti og taka þannig minni áhættu en þeir einkaaðilar sem á eftir koma. Þannig sé sjóð- urinn að bjóða betri kjör með því að niðurgreiða vexti með skattfé. Þetta hefur m.a. verið gagnrýnt en eins og framkvæmdastjóri Lánasjóðsins benti á í síðasta Bændablaði er þetta bundið í lögum sjóðsins. "Við fáum náttúrlega ekki alltaf fyrsta veðrétt. Það sem við erum nú að bjóða nýtt eru hagstæðari íbúðar- lán en áður hafa þekkst en bændum bjóðast þau eins og öðrum við- skiptavinum bankans. En til þess að svo megi verða þurfum við að hafa fyrsta veðrétt og til þess að það sé kleift þarf að greiða upp Íbúðasjóðs- lán og Lánasjóðslán því þeir sjóðir eru báðir með veð í íbúðarhúsi og jafnvel jörðinni sem slíkri," segir Ingimundur. En hvernig eiga bændur að undirbúa sig þegar þeir vilja bera saman kjör hjá bönkunum? "Búnarsamband Suðurlands býður bændum upp á mjög góða ráðgjöf um fjármál og það er best að bændur leiti þangað til að reikna út sitt dæmi. Það þarf m.a. að huga að greiðslubyrði, kostnaði við skuld- breytingar og vaxtakjörum. Það er alltaf ákveðinn kostnaður við að endurfjármagna lán og menn verða að meta hvort þeir leggi út í þann kostnað til að fá lægri vexti í fram- tíðinni. Þegar bændurnir koma í bankann eru þeir gjarnan með árs- reikninginn og búrekstraráætlun í farteskinu. Í kjölfarið fá þeir tilboð sem þeir fara með til Búnaðarsam- bandsins og bera saman við ástandið eins og það er. Búnaðar- sambandið uppfærir svo þá áætlun þegar tilboð um breytt lánafyrir- komulag liggur fyrir. Þá sér bónd- inn sína stöðu fyrir og eftir og getur tekið ákvörðun í framhaldinu. Bændur þurfa að lokum að spyrja sig hvar hag þeirra sé best borgið og gera ekkert nema að mjög vel ígrunduðu máli." En sinnir bankinn sjálfur rekstrarráðgjöf til bænda? "Öll rekstrarráðgjöf sem slík er á hendi Búnaðarsambandsins enda er það inni í þeirri þjónustu sem bændurnir greiða fyrir. Á milli okkar og Búnaðarsambandsins er góð samvinna og við þekkjum rekstrarþörf bænda almennt. Hjá kúabændum eru þetta nokkuð þekktar stærðir, við vitum inn- komuna og gjöldin og það er ekki mikið um óvænta liði." Hvað með þjónustugjöldin og kvaðir þeirra sem koma nýir í viðskipti? "Það gildir það sama um bænd- ur eins og aðra viðskiptamenn. Menn þurfa t.d. að vera með sín veltuviðskipti í bankanum annars hækka vextirnir úr 4,2% í 5,1% á íbúðarlánum. Það er í raun eina kvöðin. Þeir sem koma inn í greiðsluþjónustu gera samning um hvaða gjöld eigi að greiða og hvað bóndinn eigi að leggja til á mánuði. Að öðru leyti eru viðskipti við bændur ekkert frábrugðin þeim við- skiptum sem venjuleg heimili eru að gera nema þau eru stærri í sniðum." Flas er ekki til fagnaðar Ingimundur segir bændur dug- lega að leita sér upplýsinga og sér- staklega sé það áberandi eftir að nýju íbúðalánin komu til sögunnar nú í september. "Það á hins vegar eftir að komast reynsla á þetta og flas er ekki til fagnaðar í þessum málum - best er að ígrunda stöðuna vel og nota þá ráðgjöf sem Búnaðar- sambandið býður upp á við að reikna út stöðuna ef endurfjár- mögnun stendur fyrir dyrum," sagði Ingimundur Sigurmundsson, úti- bússtjóri KB- banka á Selfossi. /TB “Við sjáum það fyrir okkur að stóru bændurnir sem verða áfram í búskap muni færa sig í auknum mæli til bankanna með sín viðskipti. KB-banki hefur t.d. verið að bjóða bændum fjármögnun þar sem lán frá Lánasjóðnum hafa verið greidd upp. Það er kominn skriður á þessi mál og við finnum verulega hreyfingu í þessa átt,” segir Ingimundur. Í síðasta Bændablaði var rætt við Guðmund Stefánsson, framkvæmdastjóra Lánasjóðs landbúnaðarins, um breytt landslag á lánamarkaði. Í fram- haldinu ræddi blaðið við Ingimund Sigurmundsson, útibússtjóra KB- banka á Selfossi, um sömu málefni og hann spurður um viðskipti við bændur út frá sjónarhóli bankamannsins Bændur færa sig í auknum mæli til bankanna Níðsterkar fötur • Endingarbetri túttur • Auðveld þrif • Minni vinna • Fást nú hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Munið einnig hinar frábæru Cow Comfort básamottur sem sameina bæði mikil gæði og gott verð. Elvar Eyvindsson - Skíðbakka 2 S: 487-8720, 899-1776 - Tölvup.: elvarey@eyjar.is Látið mjólkurbarinn létta störfin!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.