Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 12. október 2004 Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Skorradals- hreppur og Hvítársíðuhreppur í Borgarfirði hafa gert sam- komulag við eMax, þráðlausu breiðbandsþjónustuna, um að koma upp slíku kerfi í þessum sveitarfélögum. Þar með geta íbúar þessara sveitarfélaga fengið hágæða nettengingu við tölvur sínar. Stefán Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri eMax, sagði í samtali við Bændablaðið að ástæða þess að sveitarfélög í dreif- býlinu gerðu samninga við eMax og önnur fyrirtæki sem bjóða þráðlausa breiðbandstengingu sé sú að Síminn býður bara upp á ISDN í dreifbýlinu en ekki ADSL. Emax hefur verið að setja upp sitt kerfi víða um land, m.a. í Hrútafirði og í skólasetrinu í Bifröst í Borgarfirði og nær það líka til sveitabæja í næsta ná- grenni. Stefán segir að það sé mjög mikið að gera hjá þeim við upp- setningu á þráðlausu breiðbandi. Hann segir fyrirtækið vera í við- ræðum við fimm til tíu sveitarfélög í þessu sambandi. eMax hefur unnið töluvert á Suðurlandi og er nú að vinna í Eyjafirði. Kostnaður er að sjálfsögðu alltaf afstætt hugtak. Stefán segir að algengasta stofngjaldið sé 16.900 krónur síðan sé annar stofngjaldsflokkur sem er 24.900 krónur. Þetta fer eftir því hvað menn þurfa öflugan búnað vegna vegalengda o.fl. Algengasta mánaðargjaldið er síðan 4.900 krónur og inn í því eru falin 500 mb af erlendu niðurhali. Fjögur sveitarfélög í Borgarfirði Gera samninga við eMax um þráðlaust breiðband Ferðaþjónusta bænda Gott sumar að baki og rífandi gangur í utanlands- ferðunum ,,Sumarið hefur gengið mjög vel og allt verið með mestu ágætum," sagði Sævar Skapta- son, framkvæmdastjóri Ferða- þjónustu bænda, í samtali við Bændablaðið, en nú nálgast töðugjöld hjá ferða- þjónustubændum. Sævar segir að hvað bændur varði hafi fjöldi ferðamanna sem notfærði sér bændagistinguna verið svipaður og í fyrra en það var mjög gott ár. Sumir ferða- þjónustubændur eru komnir með um 90% nýtingu yfir háanna- tímann þannig að erfitt sé að bæta við. Á þessu ári fjölgaði ferða- þjónustubændum um 13. Oft hefur verið kvartað yfir því að ferðamannatímabilið á Íslandi væri stutt og til skamms tíma var sagt að það væru aðeins sumarmánuðirnir þrír. Þetta hefur verið að breytast og vetrargestum hefur fjölgað. Sævar var spurður hvort eitthvað hefði teygst á ferðamannatímabilinu vor og haust. Hann segir svo vera. ,,Flugfargjöld hafa lækkað og þar með hefur ferðamanna- tímabilið lengst. Fólk kemur fyrr á vorin og lengra fram á haustið. Þar er fyrst og fremst um að ræða fólk á eigin vegum en ekki í skipulögðum hópum," segir Sævar. Ferðaþjónusta bænda hefur í auknum mæli boðið upp á hóp- ferðir til útlanda og segir Sævar þær hafa náð vinsældum og gengið mjög vel. Í sumar var boðið upp á ferð til Kína og var uppselt í hana og gekk hún í alla staði vel. Einnig var hjólaferð við rætur Alpanna, heimsókn til skoskra bænda og gönguferð í faðmi Alpanna, þessar ferðir tókust líka allar mjög vel. Framundan er ferð á jóla- markaðinn í Frankfurt í Þýska- landi og síðan verður farin skíða- ferð eftir áramótin. Þar verður um að ræða ferð fyrir gönguskíðafólk. Benda má fólki á að fara inn á www.sveit.is til að skoða upplýsingar um bæina í Ferðaþjónustu bænda og www.baendaferdir.is til að sjá upplýsingar um utanlandsferðirnar. ,,Það er alveg ljóst að þessi til- raun okkar til að efla utanlands- ferðirnar hefur heppnast fullkom- lega," sagði Sævar Skaptason. Skýrsla rafmagnsöryggisdeildar Löggilding- arstofu um ástand raflagna á gisti- og veitingastöðum hefur að vonum vakið mikla athygli. Áður hafði Löggildingarstofa gefið út skýrslur um ástand raflagna í hesthúsum í landinu og á bændabýlum og vöktu báðar mikla athygli fyrir það hve margt var að- finnsluvert. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða opinbert eftirlit sé með raflögum í húsum yfirleitt hér á landi fyrir utan svona útrás Löggildingarstofu og skýrslu þar um. Jóhann Ólafsson, forstöðumaður rafmagns- öryggisdeildar Löggildingarstofu, sagði að það væri ekkert reglubundið opinbert eftirlit með eldri raflögnum. Hann benti á vandamálið í þessu sambandi að um 140 til 150 þúsund neysluveitur í landinu (hús með rafmagni) og á hverju ári léti Löggildingarstofa skoða hátt í 500 veitur. ,,Við höfum engan möguleika á að fylgjast með öllum neysluveitum í landinu. Það eru fyrst og fremst eigendur og umráðmenn sem bera ábyrgð á ástandi raflagna í eigin húsnæði. Þess vegna höfðum við til eigenda varðandi þessi mál. Við beitum úrtaksskoðunum, gefum út skýrslur um ástandið og gerum mönnum þannig grein fyrir stöðunni. Eins og varðandi ástandið hjá gisti- og veitingahúsum þá er það eigendanna að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi rétt eins og hjá fólki almennt sem á að sjá til þess að málin séu í lagi, hvort sem það eru raf- lagnir, pípulagnir eða annað," sagði Jóhann. Ef menn gera miklar breytingar eða lagfæringar á rafmagnskerfi húsa, til að mynda gisti- og veitingahúsa eða verksmiðjuhúsa, þá er vanalega um endurnýjun að ræða. Verkið er unnið af löggiltum rafverktaka og hann ber þá ábyrgð á að allur frágangur sé í lagi og oftast er gerð úttekt á svona breytingum. ,,Síðan líða árin og rafkerfið hrörnar smátt og smátt en það kemur enginn opinber aðili til að líta eftir ástandinu. Við að vísu látum framkvæma úrtaksskoðanir og birtum skýrslur um ástandið en það er bara ekki nóg. Því er mjög mikilvægt að eigendur húsa láti löggilta rafverktaka yfirfara raflagnirnar og stuðli þannig að bættu öryggi," segir Jóhann Ólafsson. Ekkert reglubundið opinbert eftirlit í landinu með eldri raflögnum Þessi mynd var tekin í lok ágúst í Spielmannsau í Þýskalandi, alveg við landamæri Þýskalands og Austurríkis. Þessi stóri hópur Íslendinga, ásamt austurrískum og þýskum leiðsögumönnum, var að leggja upp í sex daga gönguferð eftir svokölluðum E5 vegi í Ölpunum. Hæðarmismunur er mikill og var tvisvar sinnum farið yfir 3.000 metra hæð og hæst 3.058 metra. Hópurinn labbaði þvert yfir Austurríki og endaði ferðina í Ítalíu. Veðurfar var yfirleitt mjög gott, en þó var tvisvar sinnum snjókoma. Allir komu heilir heim, dasaðir, en þrátt fyrir það endurnærðir eftir fjalladvölina. Ferðin var á vegum Ferðaskrifstofu bænda. Fararstjórinn, Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Fb er lengst til hægri á myndinni sem Sigismund Scwarthäfter tók. Vill byggja heimarafstöð Jörðin Torfastaðir II í Grímsnes- og Grafningshreppi er í eigu sveitarfélagsins. Nú hefur ábúandi þar óskað eftir því að fá að byggja heimarafstöð og vill hefjast handa nú þegar. Sveit- arstjórn hefur samþykkt fyrir- liggjandi beiðni. Að Torfastöðum II er rekið minkabú. www.bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.