Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 12. október 2004 Gæði íslenskra mjólkurvara er sterkasta vörnin Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, sagði í ávarpi við setningu Ostadaga að nú væru þrjú ár liðin frá því síðast var efnt til Ostadaga en þetta væri í 12. skiptið. Fyrst voru Ostadagar haldnir árið 1982 og þá í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar á Bitruhálsinum. Í þrjú síðustu skiptin hafa Ostadagar verið haldnir í Perlunni. Á liðnu ári tók stjórn OSS þá ákvörðun að halda Ostadaga annað hvert ár, en taka þátt í mjólkurvörusýningu í Herning á Jótlandi hitt árið og það ár sem mikil vélasýning er haldin jafnhliða mjólkurvörusýningunni. Eins og glöggir lesendur Bændablaðsins muna þá sagði blaðið frá þátttöku íslensks mjólkuriðnaðar í sýningunni í Herning á liðnu ári. Magnús sagði að sýning á borð við Ostadaga hefði afar jákvæð áhrif á ostagerð í landinu. "Neytandinn - ostaneytandinn - hefur hér tækifæri til að svala forvitni sinni og fær um leið aðgang að því fólki sem vinnur að framleiðslu á íslenskum ostum. Hér gefst tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar, skoða og smakka á því sem í boði er," sagði Magnús og bætti því við að hinn hefðbundni neytandi hefði mestan áhuga á miklum og jöfnum gæðum. Magnús sagði einnig að gæði íslenskra landbúnaðarvara væru sterkasta vörnin í ört vaxandi alheimssamkeppni með mjólkurafurðir. Úrslit í ostadómum voru tilkynnt við setningu Ostadaga í Smáralind. Hæstu einkunn og heiðursverðlaun fékk Rjómamysuostur frá Norðurmjólk, 12,99 stig, en hæst eru gefin 15 stig. Friðjón G. Jónsson ostameistari tók við verðlaununum fyrir hönd Norðurmjólkur. Í flokki fastra osta hlaut gullverðlaun Maribó frá Mjólkursamlagi KS, Sauðárkróki, silfurverðlaun Gauda 17% frá Norðurmjólk og bronsverðlaun Maribó kúmen 26% , einnig frá KS. Í flokki desertosta fékk Rjómamysuostur Norðurmjólkur gull, silfurverðlaun Fetaostur í ólífum frá Mjólkursamlaginu í Búðardal og bronsverðlaun Mysingur frá Norðurmjólk. Í flokki annarra osta fékk gullverðlaun Gull gráðaostur frá Norðurmjólk og silfurverðlaun Lúxusyrja frá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Formaður dómnefndar var Geir Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarstofu Osta- og smjörsölunnar, og með honum í dómunum voru fimm mjólkurfræðingar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendir Friðjóni G. Jónssyni ostameistara heiðursverðlaun fyrir Rjómamysuost frá Norðurmjólk. Rjómamysuostur frá Norður- mjólk fékk hæstu einkunn Á myndinni eru verðlaunahafar. F.v. Svavar Sigurðsson, Mjólkursamlagi KS Sauðárkróki, Jóhannes Hauksson, Mjólkursamlaginu Búðardal, Sævar Hjaltason, Mjólkursamlaginu Búðardal, Friðjón Jónsson, Norðurmjólk, Guðmundur Sigurjónsson, Norðurmjólk, Geir Jónsson, formaður dómnefndar, Hermann Jóhannsson, Norðurmjólk og Magnús Ólafsson, forstjóri OSS. Á myndinni t.v. hér fyrir neðan má sjá Brynleif Hallsson, Norðurmjólk, hampa osti en t.h. er Diddu sem tók lagið fyrir gesti á opnunarhátíð Ostadaga. Ostadagar í Smáralind Ágústa Andersen t.h. og Þórunn Birgisdóttir, starfsmenn landbúnaðar- ráðuneytisins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.