Bændablaðið - 12.10.2004, Side 6

Bændablaðið - 12.10.2004, Side 6
6 Þriðjudagur 12. október 2004 Upplag: 12.000 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næstu blöð! okt. 26. nóv. 9. 23. Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá- auglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Fengu uppsagnarbréf Á dögunum fengu starfsmenn Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkju- skólans á Reykjum bréf þar sem þeim var tilkynnt að störf þeirra yrðu lögð niður frá og með áramótum. Í bréfinu var bent á að starfsfólki þessara stofnana væri boðið starf við Landbúnaðar- háskóla Íslands. Þeir starfsmenn sem voru ráðnir fyrir gildistöku laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frá 1. júlí 1996 eiga rétt á biðlaunum. Ef starfstími viðkomandi, sem á þennan rétt, er skemmri en 15 ár getur hann fengið biðlaun í allt að sex mánuði en 12 mánuði ef starfstíminn er lengri - enda hafni viðkomandi ekki sambærilegu starfi. Viðmælandi Bændablaðsins sagði aðspurður um hvort ekki væri teygjanlegt hvað væri "sambærilegt" starf að þar styddist hið opinbera við ákveðnar starfsreglur. Síminn logaði hjá Agli Í síðasta Bændablaði óskaði bruggmeistari Egils Skallagríms- sonar eftir að komast í samband við bændur í nágrenni Reykja- víkur. Ástæðan var sú að ölverk- smiðjan vildi gefa bændum bygg- hrat sem er úrgangsefni í bjórfram- leiðslunni. Að sögn voru viðbrögð lesenda Bændablaðsins gríðarlega góð en um 20 bændur gáfu sig fram svo eftirspurnin var næg. Tveir kúabændur fyrir austan fjall hrepptu hnossið. Ferskar afurðir Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús Ferskra afurða á Hvammstanga, hefur sent Bændasamtökunum skriflega staðfestingu á því að ekkert muni koma upp í almennar kröfur. Það litla af eignum félagsins sem ekki eru veðsettar munu renna til greiðslu forgangskrafna. Bændur sem þurfa að færa afskriftir til bókar er bent á að nálgast afrit af svari skiptastjóra á vef Bænda- samtakanna undir "Félagssvið" - "Lög, reglugerðir og auglýsingar". Sauðkindin Jón Bjarnason fer mikinn á vefsíðu Vinstri-grænna þar sem hann lofar íslensku sauðkindina í hástert. Lýsingar Jóns fá matgæð- inga til þess að fá vatn í munninn: "Sláturgerðin er hluti haustverk- anna. Blóðmör, lifrapylsa, heima- gerð kæfa og rúllupylsur, allt er þetta hluti íslenskrar matarmenn- ingar og lostæti. Víða kemur fólk saman til að gera slátur, fjölskyld- ur, vinahópar, fólk á sveitabæjum eiga góða stund saman við slátur- gerð og verkun sláturmatar til vetrarins". Og áfram heldur þing- maðurinn og nú um ullina: "Ull ís- lensku sauðkindarinnar er sérstök. Ytri hárin, togið, er afar slitsterkt og hrindir frá vatni, en undir er þelið mjúkt og hlýtt. Vinnsla úr ull er grunnur fjölbreytts handverks sem nú sækir fram og á mikla möguleika ekki síst við hlið ört vaxandi ferðamennsku í landinu". Í lokin hvetur Jón landsmenn til að hugsa hlýtt til sauðkindarinnar "þessa fallegu haustdaga meðan smalarnir hóa á brúnunum og hjarðirnar renna göturnar til byggða" Um nokkurra áratuga skeið hefur á alþjóðavettvangi verið fjallað um viðskipti milli landa með það að markmiði að draga úr hömlum á þeim. Samningar um aukið frelsi í viðskiptum með búvörur hófust á vegum GATT á 9. áratugnum, en GATT var leyst af hólmi með stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO 1992. Hugmyndin á bak við aukið frelsi í viðskiptum er sú að frelsið auki velmegun þjóða jafnt og einstaklinga. Um langan aldur hafa lönd hins vegar varið markaði sína með tollum, sem lagðir hafa verið á innflutning, og greitt með útflutningi á matvælum sínum og mörgum öðrum vöruflokkum. Fórnarlömbin í þessum viðskiptum hafa einkum verið fátæk lönd, þróunarlönd, sem koma ekki framleiðslu sinni á markað og eru illa varin eða óvarin gagnvart ódýrum innflutningi, sem rænir þeirra eigin bændur lífsbjörginni. Við fall Sovétríkjanna árið 1989 var eftirminnilega staðfest hrun kommúnismans í reynd hvað sem leið fagurri hugmyndafræði þeirrar stefnu um jöfnuð og réttlæti. Jafnframt fékk andstæða kommúnismans, kapítalisminn, mikinn byr í seglin. Alþjóða viðskiptastofnunin hefur reglulega haldið fundi með þátttöku allra aðildarþjóða sinna þar sem á dagskrá hefur verið aukið frelsi í viðskiptum í anda alþjóðahyggju. Þær niðurstöður, sem að hefur verið stefnt, hafa þó ekki fengist. Fastur fylgifiskur þessara funda er jafnframt að mótmælendur alþjóðavæðingarinnar, af ýmsum toga, hafa fjölmennt á fundarstaðina. Síðustu viðræðulotu innan GATT/WTO lauk 1994 og þar var í fyrsta sinn samið um aukið frelsi í viðskiptum með búvörur. Árið 2001 fór síðan ný viðræðulota af stað í Doha, svokölluð Dohalota. Stefnt var að því að samningum lyki á þessu ári og tækju þeir gildi 2005. Sú tímaáætlun er nú farin út um þúfur en viðræðurnar eru í fullum gangi og er tíðinda vænst af ráðherrafundi sem haldinn verður í Genf í lok júlí á þessu ári. Samkvæmt hugmyndafræði alþjóðavæðingarinnar skal hver þjóð njóta þess að framleiðsla hennar sé hagkvæmari og ódýrari en annarra þjóða. Til að leggja mat á stöðu hverrar þjóðar í þeim efnum er reiknað svokallað PSE, sem kallað hefur verið tekjuígildi stuðnings við landbúnað í hverju landi, miðað við heimsmarkaðsverð. PSE hefur þó sína veikleika. Þannig er tekjuígildi stuðnings við mjólkurframleiðendur í Evrópu fundið með því að ganga út frá mjólkurverði á Nýja-Sjálandi að viðbættum flutningskostnaði á þungaeiningu á osti eða smjöri til Evrópu. Eftir því sem lengur hefur liðið hefur æ betur komið í ljós að stefna Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, að beita viðskiptafrelsi og alþjóðavæðingu til að jafna kjör ríkra og fátækra þjóða, á sér ýmsa annmarka. Þar má í fyrsta lagi nefna að sífellt fleiri þjóðir krefjast þess að hafa matvælaöflun til eigin þarfa á sinni könnu. Ástæða þess er sú að þær vilja ekki eiga þessa mikilvægustu undirstöðu í lífi hvers manns, matinn, undir öðrum, þ.e. að framboð á nægum og hollum mat sé tryggt. Þá er matvælaframleiðsla og búseta í hverju landi nátengd frá aldaöðli og mikilvægur hluti af menningararfi hverrar þjóðar og sjálfsmynd hennar. Í því sambandi kemur oft upp hugtakið búsetulandslag í umræðunni, þar sem aldagróin byggð á nú undir högg að sækja. Þessara sjónarmiða gætir mjög í nýrri landbúnaðarstefnu ESB en samkvæmt henni á að greiða opinber framlög til landbúnaðar að einhverju leyti sem byggðastyrki (svokallaðar grænar greiðslur). Á hinn bóginn vex fylgi við því á alþjóðavettvangi að afnema markaðstruflandi styrki með útflutningi, hvort sem er í beinum fjárframlögum eða sem greiðslufresti. Á síðari árum hefur sífellt meira borið á því að auðug alþjóðleg fyrirtæki eða auðugir aðilar, sem starfa í svokölluðum þróunarlöndum, hafi boðið fram búvörur á alþjóðarmarkaði á lágu verði. Þetta hefur gerst í framhaldi af sams konar starfsemi á öðrum sviðum, þar sem kunnust er fataframleiðsla og samsetning raftækja. Við þessa framleiðslu eru starfsmönnum greidd afar lág laun og öll vinnuskilyrði og atvinnuréttindi látin lönd og leið. Við búvöruframleiðslu eru umhverfismál þar að auki fótum troðin sem og reglur um notkun eiturefna. Viðkomandi þróunarlönd standa illa í viðskiptum við þessi fyrirtæki. Þau eru að leitast við að efla atvinnulíf í löndum sínum en kröfum þeirra um úrbætur í aðbúnaði og umhverfismálum er svarað með hótunum um að starfsemin verði lögð niður og flutt til landa þar sem hún sé velkomin. Ódýrar vörur, þar á meðal búvörur, eru síðan fluttar á markað hvar sem hann er að finna og nýtt það frelsi sem nú hefur fengist um rýmkun alþjóðaviðskipta. Fregnir um alvarlegar afleiðingar þessa fyrir fátæk lönd berast úr ýmsum áttum. Þar má nefna stórfelldan flótta bænda í Mexíkó frá búum sínum þar sem ódýrt korn og sojabaunir streyma inn í landið frá Bandaríkjunum. Frá Indlandi berast einnig fréttir um áföll í landbúnaði vegna ódýrs innflutnings og fjölda sjálfsvíga gjaldþrota bænda. Þann lærdóm verður að draga af baráttu Alþjóða viðskiptastofnunarinnar fyrir frjálsum viðskiptum og alþjóðavæðingu að þar birtist veikleiki kapítalismans. Af öllum framleiðsluþáttum er þar frelsi fjármagnsins eitt sem sett er í öndvegi. Afrakstur af fjármagni er æðri réttindum og þörfum fólks sem og umhverfisins. Þessi stefna stenst ekki hugmyndir um sjálfbæra þróun, sem er forsenda þess að líf fái að þróast til lengdar. Kommúnisminn stóðst ekki raunveruleikann, hinn óhefti kapítalismi gerir það ekki heldur. /M. E. Leiðarinn Smátt og stórt Hagkerfi og sjálfbær þróun Guðmundur segir að árið 1943 hafi komið hlaup í Fögruhlíðará en þegar þetta hlaup hafi sjatnað hafi þessi steinn komið í ljós í árbakkanum. Guðmundur segist hafa veitt þessum steini athygli í nokkra daga, hafa velt honum við og skoðað hann. Þetta var nokkru fyrir neðan gömlu rafstöðina í Sleðbrjótsseli. "Þar kom að ég fór með hestakerru að ánni, hnoðaði steininum upp í kerruna og fór með hann heim í Sleðbrjótssel. Hugmynd mín var að setja hring í hann og gera að hestasteini. En það varð nú aldrei, en steinninn var þarna á hlaðinu og menn fóru að taka á honum." Lengst af var steinninn á heimahlaðinu en var síðan færður niður á hólinn fram og niður af bænum. Sjálfur segist Guðmundur hafa tekið steininn upp nokkrum sinnum. "Ég man nú ekki glöggt hverjir aðrir tóku hann upp meðan ég var í Sleðbrjótsseli fram undir 1950. Þó man ég eftir Fögru- hlíðarbræðrum, Guðþóri og Sigur- jóni, Torfastaðabræðrum, Ingimar og Stefáni og Geir á Sleðbrjót, sem allir tóku hann. Svo hafa mér yngri menn tekið hann, hef fyrir satt að Manni í Másseli hafi tekið hann alloft, enda annálað hraustmenni. Mér fannst vel til fundið þegar því var hreyft fyrir tveimur árum að gefa Brúarásskóla steininn til að leyfa skólapiltum og -stúlkum og öðrum að reyna sig á honum. Sonur minn, Rúnar, gekk í þetta ásamt fleirum, leitaði álits systkinanna frá Sleðbrjótsseli, þeirra Svavars og Ásu, og fannst þeim þetta hið besta mál. Steinninn var vigtaður í votta viðurvist á Egilsstöðum og reyndist 130 kíló, hann var áletraður hjá Álfasteini á Borgarfirði en á honum stendur Aflraunasteinn 130 kg Guðm. Björgvinsson kom með þennan stein í Sleðbrjótssel 1943 gaf Brúarásskóla 2004." Guðmundur segir að það hafi ekki verið margt sem hægt var að gera sér til dægrastyttingar á sínum unglingsárum, en steinatök var þó eitt. "Það var töluvert litið upp til ungra manna sem voru vel að sér og sterkir og er svo enn sem betur fer. Ég vona að ungt fólk haldi áfram að reyna krafta sína á heil- brigðan hátt hér eftir sem hingað til," sagði Guðmundur Björgvinsson að lokum. /SA. Gaf Brúarásskóla 130 kg aflraunastein! Guðmundur Björgvinsson frá Ketilsstöð- um afhenti þeim Jónasi Þór Jóhannssyni, sveitarstjóra Norður-Héraðs, og Magnúsi Sæmundssyni, skólastjóra Brúarásskóla, steininn til varðveislu og notkunar. /Bbl.mynd SA. Guðmundur Björgvinsson frá Ketilstöðum í Hlíð kom færandi hendi í Grunnskólann í Brúarási þegar hann færði skólanum 130 kílóa aflraunastein sem hann reyndi afl sitt á, sem var þó nokkurt, þegar hann var ungur maður í Sleðbrjótsseli úti í Hlíð.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.