Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 12. október 2004 19 BÚJÖRÐ ÓSKAST Fjársterkur aðili óskar eftir að kaupa nautgripabújörð í fullum rekstri, ekki væri verra ef önnur búhlunnindi fylgdu jörðinni. Tilboðum skal skila inn til afgreiðslu Bændablaðsins fyrir lok október merkt: Bújörð 5349. Frekari upplýsingar fást í síma 856-2704. Tveir góðir aðstoðarmenn voru að störfum nýverið í tilraunagróð- urhúsi Garðyrkjuskólans á Reykj- um en það voru þær Rebekka Sif og Jóhanna Rut en þær eru báðar sex ára og voru í fríi í skólum sín- um vegna verkfalls kennara. Re- bekka Sif er í skóla í Þorlákshöfn og er dóttir Gunnþórs Guðfinns- sonar, starfsmanns skólans, og Jó- hanna Rut er í skóla í Hveragerði og er dóttir Arndísar Eiðsdóttur, sem er einnig starfsmaður skólans. Þær aðstoðuðu foreldra sína við að flokka tómata í tilraunagróður- húsinu og stóðu mjög vel í því hlutverki. Hver veit nema þær eigi eftir að stunda nám í Garðyrkju- skólanum og vinna við fagið í framtíðinni. Rebekka Sif (t.v.) og Jóhanna Rut að störfum í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans. Bændablaðsmynd/MHH Góðir aðstoðarmenn í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans Dóha-viðræðurnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum eru hafnar á ný á grundvelli sam- komulags sem tókst í lok júlí um ramma fyrir áframhaldandi samningaumleitanir. Haldnir hafa verið samningafundir um landbúnað og viðskiptareglur og í fyrradag stjórnaði Stefán Haukur Jóhannesson, sendi- herra Íslands í Genf, fundi samninganefndar WTO um markaðsaðgang fyrir iðnaðar- vörur (NAMA). Þetta kemur fram í Stiklum, Vefriti við- skiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. Samstaða um að tryggja hagsmuni þróunarríkja Stefán Haukur segir megin- verkefnið að auka verulega frelsi í heimsviðskiptum og á sama tíma að tryggja sérstaklega hagsmuni þróunarríkja. Aðildarríki WTO eru 147 talsins. Öll aðildarríkin eiga mikið undir niðurstöðu Dóha-við- ræðnanna og þar sem aðstæður þeirra eru mjög mismunandi hafa þau ólík viðhorf og markmið. "Helsta verkefni framundan er að greina mismunandi kröfur og aðstæður aðildarríkjanna. Síðan þurfum við að finna jafnvægi milli þeirra markmiða, sem mismun- andi ríki og ríkjahópar hafa, og þess svigrúms sem er til að koma til ná þeim markmiðum," sagði Stefán Haukur. "Niðurstaða Dóha- viðræðnanna getur haft veruleg áhrif í þá átt tryggja aðstæður fyrir áframhaldandi hagsæld og aukningu í heimsviðskiptum. Til þess að ná árangri þá þurfa ríkin að vera tilbúin til að skoða nýjar hugmyndir og lausnir."Stefán Haukur segir að einlægur vilji hafi komið fram á fundinum til að vinna áfram á grundvelli ramma- samkomulags frá því í júlí. Á fundi um viðskiptareglur sem haldinn var í síðustu viku var meðal annars fjallað um ríkis- styrki í sjávarútvegi, en Ísland hefur barist gegn slíkum styrkjum þar sem þeir ýta undir ofveiði og offjárfestingu, skekkja sam- keppnisstöðu og stuðla að óskyn- samlegri nýtingu auðlindarinnar. Rammasamkomulagið frá júlí Rammasamkomulagið um áframhald Dóha-viðræðnanna, sem náðist í júlí, gerir m.a. ráð fyrir að hæstu tollar á vörur, aðrar en landbúnaðarvörur, lækki meira en lægri tollar. Samið verður sérstaklega um afnám tolla á vörur, sem eru þróunarríkjunum mikilvægar, en ekki hefur verið ákveðið um hvaða vöruflokka verður að ræða. Ennfremur er gert ráð fyrir að þróunarríki hafi meiri sveigjanleika en iðnríki til að viðhalda tollum. Hvað varðar landbúnað er gert ráð fyrir að heimildir aðildarríkja til að styrkja landbúnað eftir leiðum, sem teljast framleiðslu- tengdar og markaðstruflandi, verði lækkaðar um 20% strax við gildistöku hugsanlegs samnings. Enn á eftir að semja um hversu mikil lækkunin verður á heildina litið. Samkomulag náðist um af- nám útflutningsstyrkja fyrir ákveðin tímamörk sem samið verður um síðar. Gert er ráð fyrir að heimildir til að leggja á hæstu tolla í landbúnaði lækki meira en heimildir til að leggja á lægri tolla. Ákveðið svigrúm verður fyrir aðildarríki til að lækka tolla á svokallaðar "viðkvæmar vörur" minna en tolla á aðrar vörur á sama tíma og gengið er út frá því að tollkvótar verði rýmkaðir í því skyni að auka markaðsaðgang fyrir búvörur í heimsviðskiptum. Dóha-viðræðurnar um aukið frelsi heimsviðskiptum eru hafnar á ný Bændablaðið kemur næst út 26. október. Samtal við bændur Boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Átaksverkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli, Bændasamtök Íslands og Síminn í samvinnu við búnaðarsambönd boða til funda með bændum. Fundarefni er hagnýting upplýsingasamfélagsis í þágu dreifbýlisins. Kynnt verða netforrit Bændasamtakanna, þar á meðal huppa.is - gagnagrunnur fyrir kúabændur. Farið verður yfir nýjustu stöðu á gagnaflutningsneti Símans í dreifbýlinu. Einnig verða hagstæð tilboð til þeirra sem kom á fundina. Bændur eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri, eiga samtal um upplýsingasamfélagið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Framsögumenn á fundunum verða: Árni Gunnarsson og Einar Einarsson frá Upplýsingatækni í dreifbýli, Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar Bændasamtaka Íslands og Gunnar Magnússon, vörustjóri á Talsímasviði hjá Símanum. 14 október Hyrnan í Borgarnesi fimmtudaginn 14. október kl. 10.00 14 október Vogaland í Króksfjarðarnesi fimmtudaginn 14. október kl. 15.00 16 október Félagsheimið Víðihlíð V-Hún. laugardaginn 16. október kl: 10:00 14 október Birkimelur á Barðaströnd fimmtudaginn 14. október kl. 21.00 21 október Miðgarður Skagafirði, fimmtudaginn 21. október kl: 10:00 21 október Híðarbær, Hörgárbyggð fimmtudaginn 21. október kl: 14:00 21 október Ídalir, Aðaldal fimmtudaginn 21. október kl: 20:30 21 október Hótel Norður- ljós, Raufarhöfn föstudaginn 22. október kl: 10:00 22 október Kaupvangur, Vopnafirði, föstudaginn 22. október kl: 15:00 22 október Ekkjufell á Héraði, föstudaginn 22. október kl: 20:30 15 október Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísa- firði föstudaginn 15. okt. kl. 10.00 15 október Grunnskólinn Hólmavík föstudaginn 15. október kl: 17:00 Upplýsingatækni í dreifbýli þakkar eftirtöldum aðilum stuðning við verkefnið: KB banki, RARIK, ESSO, KS, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Síminn, Verkefnið um upplýsingasamfélagið , Bændasamtök Íslands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.