Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 14
14 Þriðjudagur 12. október 2004 Hólaskóli hefur tekið að sér vistun á svokölluðu Knapa- merkjakerfi en þar er um að ræða stigskipt námsefni í hesta- mennsku til kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi svo og til námskeiðshalds á vegum menntaðra reiðkennara. Náms- efnið er byggt þannig upp að um er að ræða 5 stig sem þyngjast eftir því sem ofar er komið. Markmið knapamerkja- kerfisins eru eftirfarandi: ·Að auka áhuga og þekkingu á ís- lenska hestinum og hestaíþróttum. ·Að bæta reiðmennsku og meðferð íslenska hestsins. ·Að auðvelda aðgengi að menntum í hestaíþróttum fyrir unga sem aldna. ·Að bjóða upp á þroskandi nám fyrir börn og unglinga í samvistum við hesta og náttúru landsins. Forsaga Knapamerkjakerfisins er í stuttu máli sú að ÍSÍ kom fram með þá hugmynd 1998 að öll sér- sambönd innan vébanda þess stæðu að því að þróa námsefni til notkunar við kennslu í hesta- mennsku. Þegar Átak í hestamennsku tók svo til starfa um áramót 1999-2000 var þetta eitt af þeim málum sem starfsmaður þess, Hulda Gústafs- dóttir, vann að í samvinnu við Hólaskóla og ýmsa aðra aðila sem lögðu til faglega sérþekkingu, teikningar, hönnun og tilrauna- kennslu á námsefninu til að byrja með. Má benda á t.d. að teikningar í námsefninu eru flestar eftir Pétur Behrens, hönnun á merkjum og útliti hjá auglýsingastofunni Tung- linu, tilraunakennsla og yfirlestur kennslugagna hjá Ingimar Ingi- marssyni og Magnúsi Lárussyni svo eitthvað sé nefnt. Síðastliðna mánuði hefur verið unnið að því að finna Knapa- merkjakerfinu varanlega vistun innan skólakerfisins og hefur Hólaskóli, eins og áður sagði, tekið það verkefni að sér og ráðið til þess Helgu Thoroddsen. Skól- inn mun meðal annars taka að sér áframhaldandi þróun og útgáfu á námsefni, prófum, og kennsluleið- beiningum svo og dreifingu, um- sjón og utanumhald á þeim gögn- um sem fylgja þessu viðamikla, nauðsynlega og áhugaverða verkefni. Þróun Knapamerkjakerfisins mun því haldast í hendur við kennslu og námsefnisgerð á Hól- um bæði á fyrsta ári, leiðbeinenda- stigi þar sem nemendur skólans útskrifast með réttindi til að kenna á 1. og 2. stigi Knapamerkjakerfis- ins og á þriðja ári, reiðkennara- braut þar sem nemendur öðlast réttindi til að geta kennt öll 5 stig Knapamerkjakerfisins. Nánari upplýsingar um Knapa- merkjakerfið er hægt að nálgast hjá Hólaskóla, sími 455-6300 eða Helgu Thoroddsen, sími 863-4717. Hólaskóli vistar Knapamerkjakerfið Knapamerki 1. stigA Knapamerki 2. stigA Knapamerki 3. stigA Knapamerki 4. stigA Knapamerki 5. stigA Fyrirspurn um eyðingu minka og refa Þuríður Backman hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til umhverfisráðherra um störf nefndar um eyðingu minka og refa. Hún spyr hvort nefnd sem ráðherra skipaði um minka- og refaveiðar hafi skilað niðurstöðum, hvenær megi vænta þess að tillögur nefndarinnar um aðgerðir til að draga úr skaða af völdum refa verði kynntar og hvort auknu fjármagni verði varið til þessa málaflokks til að koma til móts við stóraukinn kostnað sveitarfélaganna? www.bondi.is Það er ef til vill ekki fjarlægur draumur að íslenskir bændur framleiði og selji íslenskt bygg á markaði. Nú eru flutt inn árlega á bilinu 14,5 þúsund tonn af erlendu fóðurbyggi til landsins en íslenskir bændur framleiða á bilinu 7-8 þúsund tonn á ári. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt inn til landsins rúm 8,5 þúsund tonn samkvæmt tölum Að- fangaeftirlitsins. Í byrjun september hittust ýmsir aðilar tengdir kornrækt og ræddu þær leiðir sem mögulegar eru til að selja íslenskt korn á innanlandsmarkaði. Þar var ákveðið að Em- bætti yfirdýralæknis og Aðfangaeftirlitið út- byggju verklagsreglur um m.a. meðferð kornsins, innra eftirlit, flutning og meðferð véla. Landbúnaðarráðuneytið hefur málið nú til umfjöllunar en reglurnar munu líta dags- ins ljós á næstu dögum að sögn ráðamanna. Formaður BÍ vill efla möguleika á afsetningu korns og koma á virkum markaði Í síðasta Bændablaði sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, að helsta verkefni í kornræktinni nú væri að efla möguleika á afsetningu framleiðslunnar og koma á virkum markaði fyrir bygg til fóðurs. Haraldur nefndi einnig að hægt væri að binda vonir við kornrækt til lyfja- framleiðslu. Þar væri í fararbroddi líf- tæknifyrirtækið ORF en það hefði þróað aðferðir til að framleiða lyfvirk efni úr bygg- plöntunni og vinna til lyfjagerðar. Hvað starfsemi ORF áhrærir og þá möguleika sem þar blasa við verður tíminn að leiða í ljós. Hálmurinn hefur verið til ýmsa hluta nýtilegur, m.a. í svepparækt. Hann hefur víða breytt húsvist í útihúsum, t.a.m. þar sem hann er notaður sem undirburður fyrir fé og kálfa. Þá er ótalin markaðssetning á ís- lenska bygginu á manneldismarkað sem er að sækja í sig veðrið, sbr. sölu lífræns ræktaðs byggs frá Eymundi Magnússyni í Vallanesi. Innflutningsverð sveiflast í kringum 15 kr. á kg Margir telja að við óbreytt ástand sé óraunhæft að rækta korn eingöngu til að selja inn í fóðurstöðvarnar. Í fyrra voru margir bændur með umframbirgðir og sáu menn fyrir sér að geta selt umframmagn til fóðursalanna og þeir miðlað því svo áfram. Úr því varð þó ekki. Verðið er að sjálfsögðu afgerandi en samkeppnin er erfið við innflutta kornið. Innflutningsverð á korni hefur sveiflast í kringum 15 kr. á kg en bændur hafa keypt það á 19 kr. frá fóðursölum. Fóðursali sem Bændablaðið ræddi við benti einnig á að nú væri minna notað af byggi í fóðurblöndur vegna hás heimsmarkaðsverðs. Stað- kvæmdarvörur, s.s. hveiti, maís og rúgur, væri valkostur sem gripið væri til við fóð- urblöndun við slíkar aðstæður. Byggið fer nánast eingöngu í svínafóður, er ekki notað í fuglafóður og lítið í kúafóður. Bændur þurfa að fá a.m.k. 20 kr. fyrir kg. í sinn hlut Formaður Landssambands kornbænda, Ólafur Eggertsson, sagði við Bændablaðið að ef fóðursalar byðu íslenskum bændum 14 kr. á kg, komið til Reykjavíkur, þá væri það einfaldlega of lágt. Þeir þyrftu að fá a.m.k. 20 kr.á kg. fyrir fullþurrkað korn til þess að geta haft eitthvað upp í kostnað. "E.t.v. ættu Íslendingar að taka Norðmenn sér til fyrirmyndar en þar er kornframleiðslan vernduð að nokkru leyti. Verð á innfluttu korni í Noregi er nú 12,16 kr. ísl. Þeir leggja á skatt sem nemur 7,08 kr. ísl. þannig að bóndinn fær 19,25 kr. ísl. fyrir hvert kíló innlagt í fóðurstöð. Norskir bændur fá þannig um 6 kr. meira en bændur hér á landi. Fóðurinnflytjendur í Noregi verða að sækja um vissan innflutningskvóta en sá kvóti fer eftir því hvað bændurnir framleiða mikið upp í innanlandsnotkun." Ólafur telur óraunhæft að hækka inn- flutningsskatta sem myndu hækka kjarn- fóðurverð því ekki gætu allir bændur ræktað korn vegna mismunandi skilyrða. "Þess vegna ætti að greiða þeim bændum styrk, sem leggja korn inn í fóðurstöð, 6-7 kr. á kg. Þeir sem væru með gott umframkorn gætu þannig afsett sitt bygg og þess vegna aukið kornræktina og haft af því tekjur. Ef við gæfum okkur að bændur gætu selt 2.000 tonn og fengju 7 kr í styrk á hvert kg er um 14 milljónir að ræða. Heildarverðmæti fram- leiðslunnar yrði hins vegar um 40 milljónir. Það ætti ekki að vera vandi að koma með aukið fjármagn í kornræktina með þessum hætti ef vilji væri fyrir hendi," segir Ólafur. Kornræktin hefur breytt hugarfari bænda Þeir aðilar sem Bændablaðið ræddi við um þróun kornræktarinnar voru allir sam- mála um að ræktunarmenningin hefði tekið stórstígum framförum fyrir hennar til- stuðlan. Bændur hefðu margir hverjir náð verulegri færni í fóðrun sinna gripa og náð að auka afurðir með bættri fóðrun. Menn væru einnig að auka kjarnfóðurþáttinn og fengju þannig aðra sýn á fóðrunina. Einn af stærstu kostum kornræktarinnar væri hins vegar sá að bændur hefðu snúið sér enn frekar að endurræktun og það væri mikils virði. Samhliða kornnotkuninni væru þeir að fá orkuríkari og betri hey fyrir vikið. Þetta væri sú hagræðing sem bóndinn fengi hvað mest út úr með því að rækta sjálfur sitt korn. /TB Von á sérreglum um meðferð á innlendu korni frá landbúnaðarráðuneyti Er markaður fyrir íslenskt bygg?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.