Bændablaðið - 12.10.2004, Page 17

Bændablaðið - 12.10.2004, Page 17
Þriðjudagur 12. október 2004 17 Eskimo Trading ehf býður viðar Kamínur á ótrúlega góðu verði, aðeins kr. 37.900. Fjórir litir, hurð, öskuskúffa og toppur eru þó í öllum tilfellum svargrá. Takmarkað magn af reykrörum til á lager. Sendum út á land. Gsm 821 6920 Hs.554 2913 Sölustaðir Höfn Hornafirði: Gsm. 691 0231 Ísafjörður: Rörtækni Sími 456 3345 Landskeppni smalahundafélags Íslands Keppni verður haldin í Dalsmynni í Villingarholtshreppi hegina 30.- 31 oktober n.k. Laugardagsmorgunin 30. hefst keppni kl. 11.00 á unghundum. Úrslit hefjast kl. 13.00 á sunnudag. Skráning í símum 483-1362 Skúli, 486-5526 Ingvar og 893-2985 Hilmar. Með von um góða þátttöku. Mótshaldarar Alls bárust 37 tillögur fyrir 54. landsþingið og hafa þær verið sendar formönnum allra hesta- mannafélaganna og hægt er að nálgast þær á heimasíðunni LH. Alþjóðlegar keppnisreglur Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður LH, sagði í samtali við Bændablaðið að viðamesta mál landsþingsins yrði án vafa tillaga stjórnar sambandsins um að taka upp alþjóða keppnisreglurnar FIPO. Þær keppnisreglur gilda á mótum íslenska hestsins erlendis en hér á landi hafa gilt aðrar reglur. Jón Albert segir að þetta muni þýða töluverðar breytingar á mótum hér heima án þess að hægt sé að tala um einhverja kú- vendingu. Íslensku reglurnar hafa verið að nálgast FIPO reglurnar og því tímabært að taka skrefið til fulls og vinna þetta í alþjóðlegu samstarfi. Á landsþinginu verða kynntar niðurstöður nefndar sem hefur unnið að tillögum um skipu- lagsbreytingar á sambandinu. Sömuleiðis verða kynntar hug- myndir stjórnarinnar að nýju skipuriti. Þá verða kynnt drög að stöðlun fyrir landsmót og Ís- landsmót hestamanna. Menn hafa deilt um landsmótsstaðina en með þessum stöðlum mun það liggja ljóst fyrir hvað mótsstaðirnir þurfa að uppfylla til að fá að halda mótin. Aukin umsvif Jón Albert segir að á undan- förnum árum hafi umsvif LH aukist mjög og að þau muni halda áfram að aukast. Velta LH hefur stóraukist og er orðin yfir 30 milljónir króna. Tekin hefur verið upp skráning reiðleiða sem unnin er í samstarfi við Vegagerðina og Landmælingar. Það hefur sér- stakur starfsmaður verið í því undanfarið í hlutastarfi. Nú stend- ur til að skipa reiðveganefndir í hverju umdæmi Vegagerðarinnar til þess að tengja betur saman starfsemi LH og starfsemina sem fram fer í hverju umdæmi Vega- gerðarinnar. Þetta telur Jón Albert að verði viðamestu mál þingsins en að sjálfsögðu verða fjölmörg önnur mál til umræðu og afgreiðslu. 54. landsþing LH á Selfossi 29. og 30. október Lagt til að alþjóðakeppnis- reglurnar FIPO verði teknar upp hér á landi Sérkjör • Útgjaldadreifing • KB Netbanki • Eigin þjónustufulltrúi • Persónutryggingar • Viðbótarlífeyrissparnaður • Fasteignalán • Afurðalán • Innkaupakort • Fjármögnun til kvótakaupa N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 3 4 7 HEILDARFJÁRMÁLAÞJÓNUSTA FYRIR BÆNDUR Ný þjónusta hjá KB banka sérsniðin fyrir önnum kafna bændur. Láttu okkur sjá um þín fjármál svo þú hafir betri yfirsýn yfir reksturinn og fjármál fjölskyldunnar. Hafðu samband við næsta útibú og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig og þína. Landsþing Landssambands hestamannafélaga, hið 54. í röðinni, verður haldið á Selfossi dagana 29. og 30. október nk. í boði hestamannafélagsins Sleipnis. Rétt til þingsetu eiga 145 þingfulltrúar frá 46 hestamannafélögum. Landssamband hestamannafélaga (LH) eru heildarsamtök 48 hestamannafélaga með um átta þúsund félagsmenn. Stjórn sem kjörin er á landsþingi fulltrúa hestamannafélaganna og framkvæmdastjóri sinna daglegum rekstri sambandsins. Frá síðasta landsmóti

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.