Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. október 2004 7 Nú yrkja menn á Leir um kennaraverkfallið og Hreiðar Karlsson segir: Kennaradeilan er enn í hörðum hnút. Nú hafa báðir samningsaðilar lofað því að koma á næsta fund, án þess að hafa nokkuð til mála að leggja. Þetta getur orðið sérkennilegur fundur, til dæmis á þessa leið: Kennaraverkfallið treinist í talsverða stund og tímana langa nemendur mega þreyja. Deiluaðilar ætla að koma á fund án þess að hafa nokkuð frekar að segja. Fundurinn verður allur á eina lund; Ásmundur hlustar á samningamennina þegja. Hverjum að kenna? Árni Reynisson bætir við og segir: Og nú þegar önnur vikan verður frá virðist um það snúast þessi senna: ekki hvernig, hvenær eða hvort það á - heldur hverjum þetta er alltsaman- að kenna Ber lítið á hæfileikunum Að sjálfsögðu yrkja menn líka um Jón Steinar og baráttu hans og annarra um að koma honum í hæstarétt. Hreiðar Karlsson segir: Enn er þrasað um hæstarétt og tilnefningu dómara. Hópur valinkunnra lögmanna hefur gengið fram fyrir skjöldu til að benda á vanmetna og að því er okkur skilst - lítið þekkta hæfileika Jóns Steinars. Vandséð er hvernig hægt var að gera Jóni ljótari grikk en þetta, eða þannig: Jón er eflaust engum manni líkur, enda nógir til að greina frá því. Þó að hann sé hæfileikaríkur, hefur sjaldan borið mikið á því. Inni er bjart við yl og söng Séra Hjálmar Jónsson sendi þessa vísu Þórðar Kárasonar frá Litla-Fljóti á Leirinn og telur hana orta á Hveravöllum: Nóttin vart mun verða löng vex mér hjartastyrkur. Inni er bjart við yl og söng, úti svartamyrkur. Ólafur Stefánsson sagði vísurnar vera tvær og þá síðari svona: Þessi bolli lífsins laun ljúf og holl mun bera, en elta rollur út um hraun einn má skollinn gera. Kveðja Þegar einn af kunningjum Hákonar Aðalsteinssonar, skálds og skógarbónda á Húsum, varð fimmtugur fékk hann þessa kveðju frá vini sínum: Kveðjur skulu vinum valdar, verðugt er að minnast dagsins. Nú skal hylltur hálfrar aldar höfuðverkur samfélagsins. Mælt af munni fram Hvert er markmiðið/tilgangurinn með ráðstefnunni? Markmiðið er að kalla eftir norrænum áherslum og alþjóðlegum um öryggi og heilnæmi matvæla. Ráðstefnan mun gefa okkur miklivæga yfirsýn með því að kalla eftir sjónarmiðum neytenda, matvælaiðnaðar og stofnana sem hafa eftirlit með leikreglum matvælaiðnaðarins. Við viljum fara yfir stöðu Norður- landaþjóðanna á þessu sviði. Hvar stöndum við sem matvælafram- leiðendur í alþjóðlegu sam- hengi og hvernig tryggjum við að Norðurlöndin verði áfram í framvarðasveit þeirra sem keppa að sem mestu mat- vælaöryggi. Hvað einkennir ráðstefnuna - þ.e. þau erindi sem þar verða flutt? Dagskráin ber það með sér að reynt er að ná til fæðukeðjunnar í heild sinni, frá haga til maga. Fyrirlestrar á ráðstefnunni eru ólíkir um margt en í því felst einmitt sú yfirsýn sem ég nefndi áðan. Tökum dæmi: Fulltrúi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) mun ræða um reglur um fóður og matvæli. Fulltrúi Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) fjallar um rekjanleika í fiskiðnaði. Fulltrúi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) fjallar um dýraheilbrigði og fóðurgæði. Fulltrúi Matvælastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fjallar um þau matvæli sem á ensku eru kölluð Functional Foods og þær reglur sem þau verða að lúta í matvælaframleiðslu. Loks mun fulltrúi Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO) ræða um gildi neyslu- vatnsgæða við matvælaframleislu. Á dagskrá ráðstefnunnar er úrval erlendra og innlendra fyrirlesara. Erfitt er að velja nafn eða nöfn úr svo hæfum hópi en þó vil ég nefna framkvæmdastjóra Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, Geoffrey Podger, sem mun fjalla um öryggi matvæla út frá áhættumati. Hann mun kynna störf og mark- mið stofnunarinnar. Einnig vil ég nefna Unni Kjernes sem mun fjalla um traust neytenda á Norðurlöndum og Evrópu til matvæla. Hér er um að ræða afar þýðingarmikla niðurstöðu rannsóknarskýrslu sem nýtist jafnt neytendendum sem matvælafram- leiðendum. Ef hægt er að tala um "hagnað" í sambandi við svona ráðstefnuhald - hver er þá hann fyrir Ísland? Það leikur ekki vafi á því að vilji Íslendingar vera í forystu sem matvælaframleiðsluþjóð er okkur nauðsyn á að fylgjast grannt með erlendum straumum og stefnum á þessu sviði. Hér erum við að fá fyrirlestra þeirra sem best þekkja til. Það eykur skilning okkar og segir okkur hvar við stöndum í erlendum samanburði. Norðurlöndin hafa með sér afar sterka samvinnu á mat- vælasviðinu sem mun endurspeglast í umræðunni og þeirri framtíðarsýn að Norðurlöndin séu í forystu hvað varðar örugga og heilnæma fæðu. Allar nánar upplýsingar er að finna á heimssíðu ráðstefnunnar www.foodsafety.is Ráðstefna um ÖRUGG OG HEILNÆM MATVÆLI - norrænar áherslur, verður haldin á hótel Nordica í Reykjavík dagana 14. og 15. október nk. Eins og kunnugt er þá eru matvælaráðuneytin á Íslandi eru þrjú; umhverfisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og sjávarútvegsráðuneyti. Þau hafa starfað vel saman á sviði matvæla. Krafan um nákvæmlega þetta ráðstefnusamstarf kemur fram á norrænum vettvangi. Ráðstefnan er framlag Íslands á matvælasviði á formennskuári í Norður- landaráði. Á norrænum vettvangi eru starfandi embættis- mannanefndir um landbúnað og skógrækt, fiskveiðar og matvæli. Fram til þessa hafa þær starfa nokkuð sjálfstætt en það er vilji matvæla- ráðherra Norðurlanda að nefndir þessar starfi þétt saman og framtíðarsýnin er sú að nefndin verði einungis ein. Sett hefur verið fram ein sameiginleg verkáætlun nefndanna enda er þeim ætlað að ná til fæðukeðjunnar í heild sinni frá haga til maga. Samstarfið hefur gengið vel við undirbúning ráðstefnunnar og stuðlar að því að gera íslenska kerfið skilvirkara með sterkari og stærri einingum en nú er. Bændablaðið fór á fund Sigríðar Stefánsdóttur, lögfræðings í umhverfisráðuneytinu til að fræðast frekar um matvælaráðstefnuna sem hefst á fimmtudaginn. Haraldur Benediktsson, formað- ur Bændasamtaka Íslands, er ný- kominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann var viðstaddur kynningu á íslensku lambakjöti í fjórum Whole Foods verslunum í Washington, ásamt Baldvin Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Áforms, og Sigurgeir Sindra Sigurgeirssyni sauðfjárbónda. Sigurgeir Sindri og Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri BÍ, voru ásamt Baldvin líka í Austin í Texas á ráðstefnu Whole Foods búðanna. Þar voru yfirmenn verslunarkeðjunnar að ræða gerð staðla um aðbúnað og meðferð á dýrum sem er forsenda þeirra afurða sem þeir selja í sínum verslunum. Sigurgeir Þorgeirsson flutti erindi um íslenska sauðfjárrækt og aðbúnað sauðfjár á Íslandi á ráð- stefnunni. Að henni lokinni fóru þeir til Washington þar sem Haraldur kom til móts við þá. Sigurður Hall var þá einnig kominn til að standa fyrir kynningum á kjötinu í búðun- um. Þá tóku við kynningar á íslenska lambakjötinu og dreifing á geisla- diskum og bæklingum um íslenskt sauðfé og íslenskt lambakjöt. Haraldur sagði að það hefði verið mjög gaman að fylgjast með þegar Sigurður Hall og Sigurgeir Sindri gáfu fólki að smakka íslenskt lambakjöt og sjá hversu vel fólki líkaði kjötið. ,,Þegar farið var að ræða við það kom í ljós að sumir höfðu ekki hug- mynd um hvað eða hvar Ísland er, aðrir sögðust hafa heyrt þess getið og síðan var fólk sem vissi allt um landið og fagnaði því að geta fengið íslenskt lambakjöt. Mér þótti gaman að fylgjast með því fólki sem var að smakka íslenska kjötið í fyrsta sinn og sjá sælusvipinn sem færðist yfir andlit þess þegar það fann bragðið af kjötinu. Ein af Whole Foods verslun- um sem við komum í hefur selt íslensk lambakjöt lengst verslana þar vestra. Þar upplifði maður alveg nýja hlið á þessu. Verslunarstjórinn var afskaplega hrifinn af íslenska kjötinu og sagði að í ágúst væri fólk farið að spyrja hann um hvenær sölutímabilið á íslensku lambakjötinu byrji. Í þessari verslun hittum við fólk sem hafði keypt íslenskt lambakjöt árum saman og sagðist ekki geta án þess verið eftir að sölutímabilið er hafið. Sumir báðu verslunarstjórann að láta sig vita þegar sölutímabilið væri að enda til þess að það gæti birgt sig upp og keypt kjöt í frystinn. Einn við- skiptavinur bað verslunarstjórann að taka frá fyrir sig 10 lambalæri í lok sölutímabilsins. Hún sagðist ekki geta haldið veislu nema hafa íslenskt lambakjöt og sagðist ekki bara halda veislur frá ágúst til desember, hún gerði það á öðrum tímum líka og þá yrði hún að eiga til íslenskt lamba- kjöt," sagði Haraldur. Hann sagðist því hafa upplifað gríðarlega stemningu fyrir íslenska kjötinu og mikinn velvilja hjá fólki og að því þykir kjötið einstök vara. Haraldur segir kjötborðin og fram- setning kjötsins hjá Whole Foods vera með ólíkindum glæsileg og miklu framar en við þekkjum hér heima. Haraldur segist vera mjög bjart- sýnn á framhald útflutnings á ís- lensku lambakjöti til Bandaríkjanna. Hann segist líka sjá möguleika á að selja fleiri íslenskar búvörur til Bandaríkjanna, eins og osta, smjör, skyr og fleira. Baldvin Jónsson hefur verið að ræða um sölu á þessum vörum við ráðamenn Whole Food verslananna. Framhaldið ræðst mjög af iðnaðinum hér heima, hvort hann er tilbúinn að fylgja þessu eftir. Haraldur trúir að það sé farvegur fyrir sölu á þessum vörum í Banda- ríkjunum og telur það mikið slys ef menn láta ekki á það reyna. ,,Ég er mjög bjartsýnn á fram- haldið eftir þess ferð. Maður sá glöggt hve mikið starf hefur verið unnið og líka hversu mikið starf er eftir og alla þá möguleika sem eru fyrir hendi til að auka söluna til Bandaríkjanna. Ég yrði ekki hissa þótt hægt verði að selja verulegt magn til Bandaríkjanna eftir svo sem eins og sex ár," sagði Haraldur Benediktsson. Á myndinni t.v. eru þeir Siggi Hall og Sigurgeir Sindri að ræða við viðskiptavin um kosti íslenska lambakjötsins. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ fór til Bandaríkjanna til að fylgjast með sölu lambakjöts Gaman að sjá hversu vel fólki líkaði íslenska lambakjötið Sigurgeir Sindri og Siggi Hall ræða við bandaríska konu um kosti lambakjötsins. Fjöldi merkra fyrirlesara á ráðstefnu um matvæli

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.