Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 12. október 2004 Ragnar hugar að sveppum í einum ræktunarklefanna. Fyrirtækið Flúðasveppir er 20 ára á þessu ári. "Hér hefur orðið mikil breyting á þessum 20 árum," segir Ragnar Kristinn Kristjánsson, stofnandi og eigandi Flúðasveppa. "Framleiðslan hefur aukist gífurlega og hér er stöðug þróun í vinnubrögðum og framleiðsluvörum. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að framleiða 500 kg á viku en nú framleiðum við 9-10 tonn á viku og hér vinna að jafnaði 25 manns. Við framleiðum 8 vörunúmer í sveppum og 10 í mold. Það er orðið mikið umstang í kringum ýmsar hliðarbúgreinar með svepparæktinni. Um þessar mundir eru engin stór stækkunaráform uppi, en fyrir liggur mikið viðhald og stöðug viðleitni til að ná betri tökum á ræktun og rekstri." Flúðasveppir eru eini innlendi sveppaframleiðandinn. "Við búum í smáríki og eigum í samkeppni við erlenda framleiðslu," segir Ragnar, "og í önnum dagsins hvarflar það stundum að manni hvað það væri nú miklu auðveldara að flytja bara inn sveppi í pökkum og dósum, frekar en að standa í allri þessarri vinnu. Hér er um algjörlega innlenda framleiðslu að ræða. Við ræktum reyr á hátt í 180 ha lands til framleiðslu á hálmi í rotmassa, búum til rotmassann og mold og svo auðvitað ræktum við sveppina og pökkum þeim til söluaðila. Neytendur, sem kaupa íslenska sveppi, vita hvað þeir eru að fá. Hér eru engin eiturefni notuð, hvorki í svepparæktinni né í því hréfni sem notað er við ræktunina á hálminum. Við rekum markvissa græna umhverfisstefnu sem felst í því að nýta vatn og öll hráefni mjög vel. Þetta er afar sjálfbær búskapur. Vatn er endurnýtt eftir ákveðnu kerfi til ræktunar; í kælivatn, í rotmassa og í þrif. Hluti af rotmassanum er notaður til að framleiða mold og hluti hans er borinn á akurinn sem reyrhálmurinn er ræktaður á og þaðan hefst hringrás hans á ný." Flúðasveppir eru þekktastir fyrir hvíta sveppi en framleiða líka ljósbrúna kastaníusveppi. Þá framleiðir fyrirtækið hina vinsælu Hreppagróðurmold í grænu pokunum, Sveppamassa, mildan eða sterkan fyrir garða og ker, og algjörlega lífræna Flúðamold sem fyrst var búin til fyrir garðyrkjubændur en er nú komin á almennan markað. Þessi mold er laus við illgresi og sníkjudýr en full af lífmassa og næringarefnum. Flúðasveppir Markviss umhverfisstefna í framleiðslunni Afmælisblað Freys er komið út Út er komið 100 ára afmælisblað Freys. Meðal efnis þess er viðtal við Matthías Eggertsson ritstjóra sem ber heitið "Innst inni er ég nokkur um- vandari". Jónas Jónsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri og ritstjóri Freys, rekur sögu blaðsins í greininni "Freyr 100 ára". Bjarni Guðmunds- son á Hvanneyri rekur sögu bútækni hér á landi á síðustu öld í greininni "Tækni við bústörf á tuttugustu öld - þættir úr breytingasögu" og Magnús Óskarsson, fyrrv. kennari og tilraunastjóri, skrifar greinina: "Þættir úr sögu túnræktar". Þá eru í blaðinu kveðjur og árnaðaróskir frá Guðna Ágústssyni, landbúnað- arráðherra og Haraldi Benedikts- syni, formanni BÍ. Að lokum má nefna að í blað- inu er syrpa af efni úr fyrri ár- göngum blaðsins og nokkurt úrval af efni sem birst hefur undir fyrir- sögninni "Altalað á kaffi- stofunni". Aldarafmælisblað Freys er 88 bls. að stærð. 7.-8. tbl., 100. árg. Október 2004 FREYR 100 ára Þorkell Fjeldsted, Ferjukoti í Borgarfirði, hefur í mörg ár barist fyrir því að komið verði upp veiðiminjasafni hér á landi. Í Ferjukoti eru til fjölmargir gamlir munir sem tengjast bæði netaveiði og stangaveiði alveg frá því að þessar veiðar hófust á 19. öld. Það var langafi Þorkels, Andrés Fjeldsted, sem var frum- kvöðull að stangaveiði hér á landi. Netaveiði á laxi sem at- vinnugrein hófst í Ferjukoti upp úr 1870. Þá hófst niðursuða á laxi og er sú niðursuðu- verksmiðja til enn sem og íshúsið þar sem laxinn var geymdur, netageymslurnar og bátarnir sem notaðir voru við netaveið- arnar. Það var Skoti sem var fenginn til landsins til að kenna mönnum bæði netaveiðar eins og þær hafa þekkst síðan og að sjóða laxinn niður. Þorkell segir vaxandi áhuga fyrir því að koma upp veiðiminja- safni og segist hann vongóður um að það styttist í því að þessi draumur hans verði að veruleika. Sá vísir að veiðiminjasafni sem til er í Ferjukoti nýtur mikilla vin- sælda og segir Þorkell að fjöldi fólks komi árlega til að skoða þá muni sem til eru. Hins vegar séu munirnir ekki merktir heldur segist hann fara með gestum og kynna þeim munina. Fyrir skömmu komu skólastjórar af Vesturlandi í heim- sókn, án barnanna, og skoðuðu safnið og sögðu á eftir að það væri alveg jafn gaman að koma með krakkana að Ferjukoti eins og að fara með þau í Þjóðminjasafnið. ,,Mín hugmynd er sú að koma upp aðstöðu á þessu svæði í Borg- arfirði þar sem safnað yrði saman gömlum munum alls staðar að af landinu. Fólk gæti þá komið hing- að munum sem það hefur undir höndum og vill gefa til safnsins. Þá er mér kunnugt um að Veiði- málastofnun á tæki og tól sem hún þarf að losna við. Menn tala um að koma upp aðstöðu fyrir söfn í gamla fjósinu á Hvanneyri og þar mætti hugsa sér að koma upp veiðiminjasafni. Hins vegar hef ég áhuga á að koma upp lifandi safni hér í Ferjukoti," sagði Þorkell. Fyrir 5 árum var stofnaður menningarmálasjóður Borgar- byggðar og var Þorkell sá fyrsti sem fékk styrk úr sjóðnum sem hann notaði til að safna saman því sem til var í kvikmyndum og myndböndum um netaveiði. Hann segist hafa náð að safna um þriggja klukkustunda efni bæði frá RÚV og Stöð 2 auk kvikmynda sem hann fann. Úr þessu efni öllu saman lét Þorkell búa til um klukkustundar langt myndband sem hann notar til sýninga í Ferju- koti og víðar auk þess sem fólk hefur fengið spóluna lánaða. ,,Það var siður hér í Ferjukoti að henda aldrei neinu og þess vegna eru allir þessir dýrmætu munir til," segir Þorkell Fjeldsted. Vaxandi áhugi fyrir því að koma upp veiði- minjasafni í Borgarfirði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti. Greiðsla gæðastýringarálags Nú þegar liðið er á seinni hluta sláturtíðar spyrja margir um fyrirkomulag á álagsgreiðslum vegna gæðastýringar. Í stuttu máli þá á að greiða þann 25. nóvember n.k. 95% af áætluðum álagsgreiðslum fyrir slátrun janúar til október. Þann 20. desember á síðan að greiða 95% af álagsgreiðslum fyrir slátrun í nóvember. Lokauppgjör á að fara fram 10. febrúar árið 2005. Greitt verður á framleiðslu þeirra framleiðenda sem uppfylla kröfur um gæðastýrða framleiðslu í gæðaflokkum E, U, R og O og á alla fituflokka nema 4 og5. Frumkvöðlasmiðja Í nóvember stendur til að halda “Frumkvöðlasmiðju” að Laugum í Sælingsdal, Dalasýslu. Hér er um að ræða námskeið fyrir fólk með viðskiptahugmyndir eða fólk sem langar til að vinna með skemmtilegum hópi við leit að áhugaverðri viðskiptahugmynd. Námskeiðið verður dagana 6., 13., 20. og 27. nóvember kl. 10:00-16:00. Þátttökugjald er kr. 26.000 en bændur á lögbýlum geta sótt um styrk frá Framleiðnisjóði. Skráning á námskeiðið er í síma 563-0367 en einnig er hægt að senda tölvupóst á aj@bondi.is Hér er um að ræða áhugavert tilraunaverkefni en aðstandendur þess eru Búnaðarsamtök Vesturlands, Búnaðarsamband V- Húnavatnssýslu, Sóknarfæri til sveita, Framleiðnisjóður og Frumkvöðlafræðslan SES.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.