Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 18
18 Þriðjudagur 12. október 2004 Það hvarflaði ekki að Lárusi Stefánssyni, þar sem hann bograði í skólagörðunum fyrir nokkrum árum, að hann ætti eftir að gerast garðyrkjubóndi. Honum fannst ekki einu sinni gaman í garðræktinni. Síðar vann hann í mörg ár í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi og svo voru hann og kona hans, Stefanía Bjarnadóttir, bústjórar á kjúklingabúi Móa í Hvalfirði. "Ég hafði bara séð grillaða kjúklinga fram að því," segir Lárus kíminn. Óhrædd við ný og ókunnug verkefni réðust þau hjón í kaup á garðyrkjubýlinu Reykjaflöt í Hrunamannahreppi og fluttu þangað í fyrra. "Okkur langaði mikið upp í sveit," segir Lárus um ásæðu þessa, "og við erum svo sannarlega komin í góða sveit. Hér er gott mannlíf, fjölbreytt félagslíf, krakkarnir ánægðir í Flúðaskóla og elsta dóttirin í ML. Hér er mikil samvinna og samhjálp meðal garðyrkjubænda. Það eru allir kollegarnir boðnir og búnir að leiðbeina okkur og liðsinna og svo fáum við líka frábæra þjónustu ráðunauta." Á Reykjaflöt eru papríkur og chillipipar ræktað inni en út eru ræktaðar gulrætur, púrra, vorlaukur, icebergsalat, rautt salat og sætar kartöflur. Jarðhiti er á staðnum og fyrri eigandi hafði lagt hitalagnir á 70 cm dýpi undir stórum garði. Hægt er að plægja yfir þeim. Vegna þessa var hægt að setja út gulrætur 1. apríl og uppskera snemma. Lárus segir full snemmt að segja til um afkomu búsins. "Við seljum bara á því verði sem okkur er skammtað og höfum nánast ekkert um að það segja. Möguleikar okkar liggja í því að skapa okkur sérstöðu og gera ekki bara það sama og allir hinir. Við erum t.d. í ræktun á vorlauk og einu innlendu framleiðendurnir. Við köllum þessa tegund Gunnlauk," segir Lárus og bætir við:"Við vorum svo heppin að finna hana Gunn og fá til starfa hjá okkur, þar fáum við bæði fagþekkingu og duglegan liðsauka." Gunn M. H. Apeland er frá Noregi en búsett á Flúðum. "Ég er garðyrkjuhagfræðingur," segir hún, "og er mjög ánægð með að vinna hér. Nú er ég loksins farin að nota menntun mína en ekki bara að tína tómata." Gunn segir mikinn feng hafa verið að komu norsks sérfræðings, Kari Aarekol, sem hefur komið hingað til lands þrisvar í ár og kynnt garðyrkjubændum bættar geymsluaðferðir, ræktun nýrra tegunda og afbrigða og illgresiseyðingu. /Soffía. Lárus Stefánsson garðyrkjubóndi með stórar gulrætur úr volgum garðinum. Bændablaðsmyndir: Soffía. Lárus Stefánsson á Reykjaflöt “Möguleikar okkar liggja í því að skapa okkur sérstöðu og gera ekki það sama og allir hinir” Andri Þórarinsson, nágranni frá Reykjadal, fékk að máta sæti ökumanns. Þóra Sædís Bragadóttir, í Reykjadal, og Stefanía Bjarnadóttir garðyrkju- bóndi pökkuðu púrrulauk. Sigríður Bjarnadóttir frá Hólsgerði í Eyjafirði Fékk viður- kenningu fyrir viðskipta- áætlunin á fyrsta lands- byggðanám- skeiðinu ,,Þessi viðskiptaáætlun mín er eiginlega viðskiptaleyndar- mál ennþá og því get ég ekki sagt þér enn sem komið er út á hvað hún gengur," sagði Sigríður Bjarnadóttir frá Hólsgerði í Eyjafirði. Hún fékk viðurkenningu fyrir góða viðskiptaáætlun á fyrsta landsbyggðarnámskeiði Brautargengis sem haldið var í fyrra. ,,Málið er að ég hef gengið með ýmsar hugmyndir í koll- inum og þar á meðal þessa við- skiptaáætlun og hafði verið með hana í huga í nokkur ár. Síðan dreif ég mig á þetta nám- skeið þar sem ég fékk aðstoð við uppsetningu áætlunarinnar og ýmislegt í tengslum við hana sem var afar gagnlegt. Það var IMPRA Iðntæknistofnun sem hélt þetta Brautargengisnám- skeið sem var fyrsta lands- byggðanámskeiðið. Við vorum með fjarfundabúnað og það voru líka hópar á Egilsstöðum og Ísafirði á námskeiðinu. Við hittumst eina helgi í upphafi en síðan vorum við á sitt hvorum staðnum," sagði Sigríður. Námskeiðið gekk út á að gera viðskiptaáætlanir fyrir hvað sem er, það var ekkert sér- stakt þema þar í gangi. Það var mjög ólíkt margt af því sem konurnar tóku fyrir. Sumar voru þá þegar komnar með fyrir- tækjarekstur og unnu út frá því en aðrar voru með hugmyndir sem þær útfærðu. Sem fyrr segir vill Sigríður ekki skýra frá því að svo komnu út á hvað verðlaunaáætlun hennar gengur en sagðist geta skýrt frá henni að ári. Það litla sem upp hjá henni fékkst var að hún fjallaði um ræktun og verslun. Hún segist ætla að fylgja áætluninni eftir og það tengist því fyrst og fremst að skapa sér tekjur og halda áfram búsetu í Hólsgerði. ,,Námskeiðið var mjög gagnlegt og áhugavert og mjög hnitmiðað sett upp. Ég mæli með þessu námskeiði við allar konur enda er menntun orðin mikill áhersluþáttur í þjóðfélagi nútímans og sem betur fer býðst okkur landsbyggðafólki þessi kostur líka,” sagði Sigríður.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.