Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 12.10.2004, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. september 2004 9 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 74-98 hestöfl Vendigír Rafstýrt framdrif/mismunadrifslás Hliðarpúst Lipur og knár Gott aðgengi að vélarrými Hagstætt verð Valtra - þegar vanda skal valið. Ný A-lína Glæsilegt útlit Mest selda dráttarvél á Norðurlöndum Dagur kvenna í dreifbýli verður nú haldinn hátíðlegur í annað skipti á Íslandi, í samvinnu Lif- andi landbúnaðar - grasrótar- hreyfingar kvenna í landbúnaði og Kvenfélagasambands Íslands. Margvíslegar uppákomur, vítt og breitt um landið, eru fyrirhugaðar í tilefni dagsins. Af hverju? Víða um lönd er 15. október helgaður konum í dreifbýli. Mark- miðið er að gera dreifbýliskonur sýnilegri, efla samstöðu þeirra inn- byrðis og ekki síður að sýna konum í þeim löndum þar sem staða þeirra er verri, samstöðu og hvatningu. Nokkrar staðreyndir: ·Konur í dreifðum byggðum, flestar bændur, teljast vera um 1.6 milljarður. ·Konur framleiða að meðaltali yfir helming allrar fæðu sem fram- leidd er í heiminum - og allt að 80% t.d. í Afríku. ·Líf manna á jörðinni grund- vallast á möguleikum þeirra til að fá nægilegt magn af hollum og næringarríkum mat. ·Það hlýtur að vera sameigin- legt markmið að ALLAR mann- eskjur á jörðinni fái nóg af hollum og næringarríkum mat. ·Eignarhald kvenna nær ein- ungis til um 2% lands og í vasa þeirra rennur aðeins 1% af arði landbúnaðarins. ·Tveir þriðju hlutar ólæsra í heiminum eru konur. ·Fjöldi kvenna sem lifa undir fátækramörkum í dreifðum byggð- um hefur tvöfaldast frá árinu 1970. Af þessu má sjá að það er mikilvægt að virkja enn frekar þá auðlind sem í konum í dreifbýli býr, fela þeim meiri völd, gera þær sýnilegri. Líffræðilegur fjölbreytileiki = matvælaöryggi Yfirskrift alþjóðadags kvenna í dreifbýli að þessu sinni er: Líf- fræðilegur fjölbreytileiki er mikil- vægur fyrir matvælaöryggi. Í þessu samhengi er kastljósinu beint að líffræðilegum fjölbreyti- leika plantna- og dýrategunda sem mikilvægum þætti í lífsbaráttu manna. Með því að vernda margbreytileika þeirra tegunda sem notaðar eru í landbúnaði tryggjum við matvælaöryggi til langs tíma auk umhverfissjón- armiða. Nú á tímum á líffræðilegur fjölbreytileiki undir högg að sækja. Fátækt og alþjóðavæðing veldur því að víða er von um skammtímagróða látin ráða því að farið er yfir náttúrulegt burðarþol vistkerfa. Fjölbreytileiki tegunda er sums staðar kominn niður fyrir hættumörk. Kvenkyns bændur eru reiðu- búnir til að halda áfram viðleitni sinni til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á jörðinni. Þær eru víða gæslumenn líffræðilegs fjöl- breytileika, og gegna mikilvægu hlutverki í landbúnaðarframleiðslu heimsins. Fyrir konur í van- þróuðum ríkjum er mikilvægt að tileinka sér nútíma tækni, með tilheyrandi þekkingu og þjálfun, til að ná meiri og betri afköstum. Hvar er valdið og ábyrgðin nú um stundir? Í höndum framleiðenda og stjórnmálaleiðtoga? Hvaða hlutverki gegna kvenkyns bændur? Eiga þær ekki að hafa áhrif á framtíð matvælaframleiðslu, sem þær nú þegar standa fyrir að stórum hluta? Við, konur í drei- fbýli, viljum nota þetta tækifæri til að varpa ljósi á mikilvægi matvælaöryggis í heiminum fyrir okkur og komandi kynslóðir. Við viljum taka þátt í að tryggja það sem best. Dagur kvenna í dreifbýli Markmiðið er að gera dreifbýliskonur sýnilegri og efla samstöðu þeirra www.sveit.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.