blaðið - 20.06.2005, Page 16

blaðið - 20.06.2005, Page 16
16 ga mánudagur, 20. júní 2005 I blaðið Sumarblóm í miklu úrvali Garðagróður af öllum gerðum Ráðgjöf og tilboðsgerð GRÓÐRARSTÖÐIN '"MoiK Hleðsluveggur Gunnars Ólafssonar. getum fengið af beittum runnum og rótum. Margir vita enn síður að mold- in þurrkar upp hendurnar og getur á endanum valdið sárum, svo að hafa skal það fyrir reglu að halda ekki í neina garðvinnu án þess að vera með viðeigandi hanska. Ekki klikka á smáatriðunum Þegar fólk vinnur í garðinum hjá sér er næsta víst að auðvelt er að verða skítugur og draga svo með sér óhrein- indin inn í stofu. Flestir gera sér nú grein fyrir því að mikilvægt er að vera í hentugum fótum í þessari vinnu, og þá helst fótum sem eru ekki í miklum metum hjá viðkomandi, en alltaf eru sumir sem hendast út í garð í galla- buxunum og peysunni sem nota á jafnvel í vinnuna daginn eftir. Þetta þarf að hafa í huga. Þá eru garðhanskar afar mikilvæg- ir, en auk þess að halda höndum og nöglum hreinum, hlífa hanskarnir okkur við skurðum og fleiru sem við Garðaverk ehf. Garðyrkjufræoingur, TRJÁPLÖNTUSALA VÉLAVINNAOG HELLULAGNIR SlGUROUR ÓLAFSSON S. 822 36SO Gróðurreitur í Grafarvogi Hjónin Þórdís Stephensen og Ólafur M. Jóhannesson búa í einu af elstu húsunum í Grafar- voginum. Það er þriðja húsið sem reist var í upphafi byggð- ar í Grafarvogi og stendur við Hverafold í ákaflega grónu og veðursælu hverfi. ernak@vbl.is Annað veðurfar Ólafur segir að veðurblíðan sunnan við húsið, þar sem stærstur hluti garðsins stendur, sé ákaflega vaxtar- hvetjandi fyrir gróðurinn sem þurfi að klippa mjög niður á vori hverju. Það er líkt og þessi unaðsreitur sé á ann- arri breiddargráðu en afgangurinn af borginni. „Aspimar í Grafarvoginum eru einstakar fyrir þetta hverfi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en þegar þessar aspir voru settar niður, sem var strax við upphaf byggðar, þá gjör- breyttist veðurfarið hér í Grafarvogin- um. Hér varð allt mun lygnara og hér niðri við Gullinbrú er einn lygnasti blettur höfuðborgarsvæðisins." Sól í mánuð Garðurinn er falleg blanda af pöllum, grjóti og plöntum, og umhverfis hús- ið standa aspirnar skjólsælu. Blómin brosa við garðgestinum úr öllum átt- um, bæði úr pottum og beðum, og leik- andi söngur hljómar frá gosbrunni úr steyptri tjörn. Stanislas Bohic garðaarkitekt hannaði garðinn en áður höfðu tveir garðaarkitektar lagt til sínar hugmyndir. Þórdísi og Ólafi leist heldur illa á þær tillögur en eru ákaflega ánægð með hönnun Bohics og hófust handa við gerð garðsins ár- ið 1991. „Það kom sól í heilan mánuð og það voru tveir smiðir sem smíðuðu allar girðingar, palla og bekki, og þeir voru við vinnu í heilan mánuð frá morgni til kvölds. Garðurinn var bara leðjusvað þegar við byijuðum og hvert smáatriði var teiknað upp og smíðað.“ Ólafur M. Jóhannesson með heimilishundinn Hnoðra. Hann gengur undir nafninu Snoðri um þessar mundir því hann var nýlega snoðaður. Miðja garðsins í garðinum miðjum er stórt gijót sem Ólafur fann uppi við byggingarsvæði, þar sem nú stendur verslunarsamstæða við Hverafold. Stan- islas Bohic hannaði garðinn í kringum steininn, sem er eng- insmásmíði. „Steinn- inn er tólf tonn og það þurfti krana til að flytja hann. Við vorum að koma heim þegar við sjá- um þetta risabjarg á götunni. Við Dísa gripum tækifærið og grófum holu fyrir honum og það tók okkur fjórtán klukkustundir. Svo kom kranabíllinn, sem flutti hann að lóðinni okkar, og til allrar lukku smellpassaði hann í holuna." Hleðsluveggur með gamla laginu Bohic skipulagði einnig hvaða plönt- ur ættu að vera í garðinum en hjón- in ákváðu að fara sínar eigin leiðir í plöntuvali. Margar þeirra eru í pott- um sem þau geyma svo í gróðurhúsi yfir vetrartímann. Gróðurhúsinu er listilega vel komið fyrir í horni í norð- urenda garðsins, að baki bílskúrnum þar sem Ólafur hefur starfsaðstöðu sína, en hann rekur blaða- og bóka- útgáfu. Hleðsluveggur rammar af bakhlið garðsins og ber hann þung- ann af lóðinni umhverfis húsið fyrir ofan. Það hús stendur öllu ofar en hús Ólafs og Þórdísar svo álagið á vegginn er ekki lítið. „Gunnar Ólafs- son skólastjóri hlóð þennan vegg eftir gamalli aðferð en hann var þá á átt- ræðisaldri. Við vorum tveir með hon- um en við höfðum ekkert við honum í hleðslunni, hann var svo snöggur. Það hefur ekki haggast eitt grjót í honum frá þessum tíma, enda vand- að til verka.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.