blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 6
6 I IlffNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaðió Barna- og unglingageðdeild 100 börn bíða eftir þjónustu Til stendur að efla göngudeild barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans. Mikil þörfer á stærra húsnœði oggreiningum á geðrösk- unum hefurfjölgað árfrá ári. VilborgG. Guðnadóttir, deildarstjóri legudeildar Barna- og unglingadeild- ar Landspítalans (BUGL), segir að hundrað börn bíði eftir komu í grein- ingu. „Ástandið á legudeildinni er viðunandi skulum við segja en það sem við ætlum að leggja mesta áherslu á er að stórefla göngudeild- ina. Ef göngudeildin er efld styttist legutíminn og góð göngudeild getur einnig komið í veg fyrir innlagnir, því það er hægt að bregðast fyrr við, og sinna miklu fleirum." Lýsing hf. hefur ákveðið að leggja málefninu lið og efna til tónleika til styrktar BUGL í nóvember. „Við vitum ekki al- veg hve mikið við þurfum að treysta á fjársafnanir til að afla verkefninu fjár, því að á fjárlögum var ekki gert ráð fyrir stækkun deildarinnar. Við erum þó að vona að við verðum inni á fjáraukalögum, en það er töluvert stór hluti sem við þurfum að treysta á í söfnun. Það er búið að eyrna- merkja peninga frá ráðuneytinu þó að það þurfi meira, og við vonum að úr því verði bætt í fjáraukanum. Megináherslan núna er þessi nýi GÓÐHHLSA GULLI BETRI www.nowfoods.com spítali. Þangað mun deildin flytjast á endanum og tengjast barnaspítal- anum en við verðum að stækka hér fyrst því húsnæðið er gjörsamlega óviðunandi. Við getum ekki beðið í þessi átta til tíu ár sem bygging nýs spítala mun taka að lágmarki.“ 5000 komur á ári Á barnadeildinni eru um 50 - 60 börn sem lögð eru inn og á unglinga- deildinni eru þau um 90. „En þess a r tölur eru bara lítill hluti þeirra sem fá þjónustu deildarinnar og á síðast- liðnu ári voru skráðar 5000 komur á göngudeildina. Það er aukning á milli ára hjá okkur en þar er tvennt sem spilar inn í, annars vegar eru það framfarir í greiningu, en það er einnig hrein aukning í komum inn á deildina. Við höfum velt því fyrir okkur hvort eitthvað sé að breytast. Mögulega liggur þessi aukning í því ð BlaOiS/lngó foreldrar eru orðnir meðvitaðri um þaðaðþeireigiréttáþessariþjónustu. “ Vilborg segir fordóma í samfélag- inu hafa minnkað að hluta til. „En fordómar hafa aukist á vissan hátt líka. Til dæmis í sambandi við þessa rítalín umræðu sem verið hefur að undanförnu, að öll börn séu sett á rítalín. Það eru hins vegar mörg börn sem þurfa á þessum lyfjum að halda og þá hálfpartinn skammast foreldrar sín fyrir að vera að setja börnin sín á geðlyf. Það er ýmis- legt svona sem er viðkvæmt fyrir okkur hér á BUGL. Á barnadeild BUGL er meðal aldurinn 9 ár, en þar vekur at- hygli að strákar eru í miklum meirihluta, eða 98 %. „Það sem er algengara hjá strákum er að hegð- un þeirra truflar meira umhverfið. Oft er það því þannig að tekið er fyrr eftir vandamálunum hjá strák- um þó að geðraskanir séu kannski ekkert algengari en hjá stelpum. Svo sjáum við að þegar komið er á ung- lingsaldurinn að kynjaskiptingin er jöfn.“ ■ 88 stilistinn MERKJAVORUR FRA GLÆSILEG VERSLUN Stílistínn, tíska og stíll Sunnumörk. Hverageröl Sími 483-4121 mmm m m m Blaöiö/Stemar Hugi Norrænir dagar 1 Smáralind Norrænir dagar eru haldnir um allt land nú um helgina í tilefni af því að Norðurlanda- ráðsþing hefst í næstu viku. Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og féiög taka þátt í dögunum og þeirra á meðal er Smáralind sem hefur sett upp norrænan markað og mun bjóða upp á ýmiskonar tónleika í tengslum við norræna daga. Grunnskólalög Takmarkanir á sjálfsforræði sveitarfélaga gagnrýndar Drögin að frumvarpi að grunnskólalögum voru send Sambandi sveitarfélaga sem trúnaðarmál og hefur það tekið nokkurn tíma fyrir menntaráð að fá þeim trúnaði aflétt. Stefán Jón Hafstein, formaður mennta- ráðs gagnrýnir sérstaklega þá takmörkun á sjálfsforræði sveit- arfélaga sem ráðið telur felast í drögunum. Þær takmarkanir felast í því að setja eigi lög um hvernig reikna skuli framlög til einkaskóla, sem ráðið segir vera tilskipun án fordæmis í samskiptum ríkis og sveit- arfélaga. Stefán Jón segir að ekkert sambærilegt dæmi sé til í lögum er varðar aðra þætti skólastarfs.„Ráðuneytið sér enga ástæðu til að lögbinda framlög til fatlaðra nemenda, sérkennslu, eða annars sem varðar gott skólastarf um land allt,“ segir Stefán. Ennfremur segir hann að menntaráð vísi algjörlega á bug þessari ríkisfor- sjá, „og ég vænti þess að önnur sveitarfélög taki sömu afstöðu, þar sem langt er síðan rekstrar- legt forræði á grunnskólum var fært frá ríki til sveitarfélaga.“ Harma að ekki skuli ráðist í heildarendurskoðun í umsögn menntaráðs segir að ráðið harmi að drögin að frumvarpinu geri ekki ráð fyrir heildarendurskoðun laganna eins og margboðað hafi verið, og hvetur ráðið ennfremur til þess að það verði gert strax. Það var fleira sem menntaráði finnst ámælisvert í þessum drögum og finnst ráðinu gæta aukinnar tilhneigingar til miðstýringar. Til dæmis er ráðið mótfallið því að mennta- málaráðuneytið skuli setja reglur um skólaakstur sem eru á starfssviði sveitarfélaga. „Þótt það sé jákvætt í sjálfu sér að lög- binda stofnun nemendaráða í grunnskólum, telur menntaráð óþarft að setja í lög ákvæði um hvernig þau skuli starfa,“ segir í umsögninni. Ennfremur segir að menntaráð harmi að ekki skyldi ráðist í umfangsmeiri breytingar á grunnskólalögum í þá veru að draga úr miðstýr- ingu og að auka frjálsræði einstakra skóla og sveitarfé- laga til að móta starf þeirra. Margt hafi breyst í umhverfi skólanna síðan 1996 og því full ástæða til að endurskoða grunnskólalög í heild sinni. Verslunareigendur og útstillingahönnuðir! ALLT FYRIR JÓLAÚTSTILLINGUNA Melabraut 19 • 220 Hafnarfjörður • Sírni 575 0200 * danco@danco.is DANCO HEILDVERSLUN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.