blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaöiö 20 I VIÐTAL Poli illa að tapa BlaöiÖ/Steinar Hugi ,Ég er að þróa Mannlíf yfir í það sem vantar á íslenskan markað, hlutlaus- an miðil sem fjallar á beinskeyttan hátt um ákveðin mál og þorir með- an aðrir þegja,“ segir Reynir Trausta- son ritstjóri Mannlífs en Reynir yfir- gaf DV á sínum tíma til að ritstýra Mannlífi. Nú segist DV þora meðan aðrir þegja, ertu þá ekki sammála því? „DV er nauðsynlegur fjölmiðill sem mér mun alltaf þykja vænt um. Ég kunni vel við að starfa með Mika- el Torfasyni. Ég hlaut mína skólun í blaðamennsku hjá Jónasi Kristjáns- syni og leit á hann sem hálfguð í íslenskum fjölmiðlum: Heiðarlegur. Árásarhneigður. Sanngjarn. Ég ætla ekki að skemma þá minningu neitt sérstaklega. Stundum hefur DV verið of árásar- hneigt. Þá segir maður: Gott og vel. Ég skal umbera árásarhneigðina en verið þá samkvæmir sjálfum ykkur. Það hefur nefnilegakomið skýrt fram á síðum blaðsins að árásarhneigð- in snýr einungis að sumum. DV er í eigu Baugs og getur illa hreyft sig út af eigendavaldinu. Þess vegna er blaðið hálf lemstrað. Ég hef enga trú á því að eigendur DV skipti sér af því hvað er skrifað í blaðið. Staðreyndin er hins vegar sú að blaðamenn læra að lesa í eigandann og hjarta þeirra slær með honum. Menn fjalla ekki að óþörfu um hans mál með sama hætti og þeir fjalla um aðra. Á gamla DV kölluðum við þetta innri ritskoðun. Blaðamaður spyr sig: Á ég að taka Jón Ásgeir sömu tökum og Árna Johnsen? Og svarar sjálfum sér: Nei! Ég horfi frekar í aðra átt þar sem þetta mun ekki hugnast stjórn- endum blaðsins. Þess vegna fjallaði DV til dæmis ekki um vísareikninga Jóns Ásgeirs með sama hætti og blað- ið hefði átt að gera ef það væri sjálfu sér samkvæmt. Á þessu verður DV að taka og eigandinn verður að hafa þroska til umbera sömu umfjöllun og aðrir. En það er jafnljóst að það er þá skylda annarra fjölmiðla að fjalla með gagnrýnum og sanngjörnum hætti um viðkomandi mál. Þannig leitar allt jafnvægis en fyrir lesendur þýðir þetta að þeir verða að fylgjast með tveimur eða fleiri mismunandi fjölmiðlum til að átta sig á sannleik- anum. Það sama á við um okkur blaða- menn og hundana. Við mígum ekki í bælið okkar að óþörfu. Ég er til dæmis ekki að leita uppi skandala varðandi mína eigendur. Ef eitthvað slíkt bærist á mitt borð bæri mér skylda til að fjalla um það. En ég er svo stálheppinn að minn eigandi er friðsöm prentsmiðja úti í bæ og eig- endur hennar eru ekki í brambolti út og suður í viðskiptum eða pólitík. Það er ákveðinn lúxus að geta unnið á fjölmiðli sem er ekki með illbæri- legt eigendavald. Með orðum mín- um er ég hins vegar alls ekki að gera lítið úr trúverðugleika blaðamanna. Hvort sem menn vinna á Blaðinu, Fréttablaðinu, DV eða Mogganum þá eru menn heilir í því sem þeir eru að gera. Ég þekki einungis einn blaðamann sem vill vera óheiðarleg- ur.“ Sendibréf úrValhöll Hver erþessi blaðamaður? „Á sínum tíma fengum við send- ingu inn á DV, blaðamann sem kall- aður var „sendibréf úr Valhöll“, Ólaf Teit Guðnason. Hann kom þar inn sem fulltrúi stjórnmálaflokks. Mér leið eins og ég væri um borð í rúss- neskum togara. Á þeim togurum var maður um borð sem var sendur frá ríkinu og átti að fylgjast með áhöfn- inni: Hvaða myndir voru hásetarnir með á veggjunum í káetunni? Hvað voru þeir að tala um? Gat verið að þeir væru að tala illa um kommúnis- mann? Og kommissarinn um borð í rússnesku togurunum sendi skýrslu í land til KGB. Á DV vorum við skyndilega komnir með alsjáandi auga úr Valhöll. Þessi drengur var aldrei almennilega skilgreindur á rit- stjórninni. Hann var titlaður blaða- maður en sat ekki hefðbundna rit- stjórnarfundi heldur sérstaka fundi með ritstjóranum. Hann virtist vera í hagsmunagæslu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Það voru allir á varðbergi gagnvart honum. Þetta var fremur ógeðfelld upplifun.“ Óbeit á hjarðeðli Er það ekki rétt hjá mér að þú ert félagi í Sjálfstœðisflokknum? „Það var siður á Flateyri þar sem ég ólst upp að eiginkonur væru skráðar í sama flokk og eiginmenn þeirra og þegar börnin komust á legg voru þau skráð í sama stjórnmálaflokk og faðir þeirra. Þess vegna var ég skráður í Sjálfstæðisflokkinn 17 ára gamall. Ég hafði svosem ekkert við það að athuga, hef alltaf trúað á ein- staklingsframtakið og frelsið. Þegar ég kom með konu mína til Flateyrar var þessi vesalings kona úr Reykja- vík, sem var kommúnisti og hafði trúað á Lenín, samstundis skráð í Sjálfstæðisflokkinn. Hún brást hin versta við, sem ég skildi ekki alveg því ég hélt í þá daga að konur ættu að fylgja mönnum sínum - þannig var það einu sinni. Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn hafa gengið af göflunum síðustu tvö til þrjú árin. Þar er tilhneiging til of- stjórnar, jafnvel fasisma. Heill flokk- ur fær óbeit á einhverjum mönnum og leggur þá í einelti. Ég er bara þannig gerður að ég á erfitt með að horfa upp á það. Vandinn er sá að annars vegar höfum við Sjálfstæðis- flokkinn með allt sitt ofstæki og hins vegar er Samfylkingin sem ég botna ekkert í. Ég held að sá flokkur verði ekki sterkt mótvægi við Sjálfstæðis- flokkinn vegna þess að forystan þar er mislukkuð. Eg væri tilbúinn að berjast í pólitík ef Alþýðuflokkur- inn gamli yrði endurlífgaður. Krata- hugsjón í bland við frjálslyndi er það sem vantar í íslenska pólitík. Margir munaðarleysingjar urðu til þegar Ingibjörg Sólrún tók við Samfylking- unni og þeir þurfa að finna sér stað.“ Hvernig mótaði það þig að alast upp á Flateyri? „Það mótaði mig ekki síst að því leyti að ég fékk snemma óbeit á þvi hjarðeðli sem fær hóp af fólki til að ráðast á þá sem minna mega sín. Fyrsta skýra æskumynd mín er þegar ég var nýfluttur til Flateyr- ar, fimm ára sveitadrengur. Fjórir drengir réðust á mig og einn þeirra settist hlandblautur ofan á andlitið á mér. 1 dag er þetta ágætismaður og ég umgengst hann af virðingu en ég man eftir honum sem blandblautum ofan á andlitinu á mér og mun aldr- ei fyrirgefa það. Þegar ég var tíu ára komu tvíburar frá Reykjavík til Flat- eyrar. Þeir féllu ekki inn í hópinn og litlu púkarnir á Flateyri ákváðu að ofsækja þá með afgerandi hætti. Snjóboltar voru búnir til og þeir hertir með því að frysta þá. Síðan voru tvíburarnir króaðir af afsíðis svo þeir fullorðnu gætu ekki gripið sky news Viltu sjá fullt af fríum sjónvarpsrásum beint um gervihnött? Þá höfum við búnaðinn. Verð frá 16.900,- stgr. • Smart Rapido FTA móttakari, • 65 cm stáldiskur • 0,3dB stafrænn nemi. OREIND Auðbrekka 3 - Kópavogur sími: 564 1660 nrm HORROH ÐQtS / vs fitAUTY \TV> €M ONE 003 TWO QQHWORLD QB0MWU4 Leiöandi í loftnetskerfum mögnurum tenglum loftnetum gervihnattadiskum móttökurum örbylgjunemum loftnetsköplum www.oreind.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.