blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 14
blaðið---- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. BREYTT FJÖLMIÐLAUMHVERFI Össur Skarphéðinsson viðrar á heimasíðu sínni hugleiðingar sínar um fjölmiðla og þá sérstaklega íslensku blöðin. Þannig horfir hann sérstak- lega á Blaðið, Morgunblaðið, Fréttablaðið og DV og viðrar skoðanir sínar á þeim i dag og framtíð þeirra. Hér skal ekki lagður dómur á málflutn- ing og skoðanir Össurar að öðru leyti en því að það er full ástæða til að staldra við það breytta fjölmiðlaumhverfi sem blasir við. Staðan í dag er sú að ein fjölmiðlasamsteypa, 365, sem er í meirihluta- eigu öflugasta fyrirtækis landsins, Baugs, hefur náð yfirburðastöðu á markaðnum í krafti peninga sinna. Þessi sama samsteypa hefur á stutt- um tíma náð lykilstöðu á sjónvarps, útvarps og blaðamarkaði. Baugur stjórnar því beint og óbeint meirihluta þeirrar þjóðfélagsumræðu sem á sér stað á landinu. Slíkt getur komið sér vel á ögurstundu, ekki síst ef við- komandi fyrirtæki á í erfiðum málaferlum eins og nú standa yfir. Þessi staða er hins vegar einfaldlega óþolandi og í raun hættuleg allri lýðræð- isþróun í landinu. Það einfaldlega gengur ekki að sami aðilinn stjórni flestum stærstu fjölmiðlum landsins, burtséð frá því hvort hann hefur bein eða óbein áhrif á ritstjórnarstefnu viðkomandi miðla. Varnaðarorð einstakra stjórnmálamanna eiga því fullan rétt á sér. Síðustu vikur hafa fært okkur sönnur um hversu varhugaverð staðan er. Þegar á reynir standa Baugsmiðlarnir með eigendum sínum, þeir hafa skýra stefnu með og á móti ákveðnum stjórnmálaflokkum og þeir hika ekki við að taka afstöðu til einstakra þjóðfélagsmála. Eftir stendur að almenningur fær brenglaða og oft einlita mynd af þeim raunveruleika sem blasir við. í þessum jarðvegi varð Blaðið til, sem frjálst og óháð dagblað sem er ekki í eigu stórra hagsmunaaðila. Þrátt fyrir orðróm um eignatengsl við önnur fyrirtæki þá er mikill meirihluti Blaðsins í eigu þriggja einstak- linga sem eiga 84% í fyrirtækinu. Nauðsyn fyrir mótvægi við Baugsmiðl- ana hefur aldrei verið meira en nú. Það verða einfaldlega fleiri raddir að heyrast. Það er nauðsynlegt að blaðaflóran sé fjölbreytt í okkar litla landi, öðruvísi er ekki hægt að tryggja lýðræðislega og fjölbreytta um- ræðu um þau mál sem skipta okkur máli. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. demetra Skólavörðustíg 21a Sími 551 1520 FYRSTI VETRARDA GUR OPIÐ TIL 18:00 FRABÆR TILBOÐ . r Cjfœsifegur íiristaííog fiandunnið ísCensft gfer Tráfiœrt verÖ, mifid úrvaf 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaöiö Hvar er krataflokkurinn? Það er einkennileg tilfinning að hitta hvern óbreyttan jafnaðar- manninn á fætur öðrum sem kvart- ar undan pólitísku munaðarleysi sínu. Ég hélt að Samfylkingin ætti breiðan faðm og næga pólitíska ástúð en samt eru umburðarlynd- ir kratar að hröklast frá henni. Ég hitti fólk sem ég tel vera samherja mína í pólitík og þeir byrja að tala um gamaldags-kommaflokk og ég tek hressilega undir, enda harður andstæðingur Vinstri-grænna, en átta mig svo á því í miðju samtali að það er ekki verið að ræða um gömlu kommana heldur Samfylkinguna. Ég geng burt og hugsa til gamla Al- þýðuflokksins með söknuði. Það var nú flokkur í lagi! Þar var allavega nóg af framsæknum pólitískum hugmyndum. Svo var alltaf eitthvað að gerast í flokknum, allir skemmti- legir og sumir skrýtnir. Ég verð að viðurkenna að í samburði er vistin í Samfylkingunni full daufleg. Viðbrögð en ekki frumkvæði Ég veit ekki lengur fyrir hvað Sam- fylkingin stendur enda er hún ekki að leggja fram neinar hugmyndir sem mark er takandi á. Og efnahags- stefna flokksins er víst galin, segja mér mætir hagfræðingar. Samfylk- ingin hefur í langan tíma ekki gert neitt annað, sem eftir hefur verið tekið, annað en að bregðast við skoð- unum og gjörðum Davíðs Oddsson- ar. Viðbrögð Samfylkingarinnar hafa verið þau að vera á móti án þess að gefa sér tíma til að kynna sér mál- in. Þess vegna hefur Samfylkingin verið að bregðast við en hefur láðst að sýna frumkvæði. Þessi DO-heil- kenni Samfylkingar hafa að vissu leyti lamað hana. Nú er Davíð Odds- son hættur í pólitík - eins og ég ætla rétt að vona að Samfylkingin hafi gert sér grein fyrir. Og þá er nú lag. Samfylkingin verður að hrista af sér DO heilkennin og byrja að hlusta á fólk og leggja fram hugmyndir. Kolbrún Bergþórsdóttir Óagaður þingflokkur Nú ætla ég síst af öllu að lasta nýjan formann Samfylkingar. Ég hef trú á honum og vil gefa honum tíma til að sanna sig. Ég held að hann verði ekki í neinum vandræðum með það. Hið sama get ég því miður ekki sagt um stærstan hluta þingflokksins. Ég held að þessi þingflokkur hljóti að vera þungur baggi á formannin- um. Og ég get vel trúað því að fyrr- verandi formaður sé ansi feginn að þurfa ekki lengur að bera ábyrgð á þessum einstaklingum. Þetta virð- ist, með örfáum undantekningum, vera óagað fólk og sérkennilega mikið gefið fyrir upphlaup. Það er merkilegt í ljósi þess að þetta er fólkið sem hefur hamast hvað mest í Davíð Oddssyni vegna skapofsa hans. Svo sannarlega legg égekki blessun mína yfir allt sem Davíð hefur gert. Ýmislegt í þeim gjörðum æpir á mann og manni verður fyrir vikið ljóst hversu mikilvægt það er að menn haldi ró sinni og sýni yfir- vegun. En þingmenn Samfylkingar falla í sömu gryfju og Davíð. Fara upp í pontu á Alþingi óg dylgja gróf- lega eða þruma yfir manni ásakanir um pólitísk launráð. Flest í því tali er svo langsótt að það gengi ekki einu sinni upp í grunnfærinni am- erískri spennumynd. Og allt í einu finnst mönnum sem kalla sig jafn- aðarmenn í góðu lagi að einkapósti manna sé stolið og hann birtur í fjöl- miðlum. Hvers lags siðferði er það nú eiginlega, flokksfélagar mínir? Ég sé kunningja mína á harða- hlaupum frá Samfylkingunni. Kannski má segja að ég sé á hægum flótta frá henni. Ég tel mig samt enn vera jafnaðarmann. Ég er ekkert mikið gefin fyrir selskap en ég vil þó heldur vera í stjórnmálaflokki en vera án þess. Svo ég bíð enn um stund. Það hlýtur að koma að því að Samfylkingin fari að ræða pólitík á skynsamlegan hátt. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Gagnrýni Bjarna Harðarsonar ritstjóra hér í Blaðinu (gær um malar- nám í Ingólfsfjalli þykja orð í tíma töluð. Það er með ólíklndum að önnur eins landspjöll skuli hafa verið leyfð og eiga sér stað við þetta sögufræga fjall. Sárin í hlíðum þess bókstaflega æpa á þær þúsundir sem aka fram hjá fjallinu dag hvern. Á meðan hópar mótmælenda fylkja liði á öræfi íslands til að mótmæla virkjanaframkvæmdum þar er öllum nákvæmlega sama um þau miklu náttúruspjöll sem eiga sér stað með malarnámi - ekki bara við Ingólfsfjall, heldur víða um land. Og það sem verra er - Skipulagsstofnun virðist ráðþrota. Vilhjálmur þ Vilhjálmsson hefur styrkt stöðu sína verulega f baráttunni við Gísla Martein Baldursson í keppninni um forystusæti Sjálfstæðisfloksins í Reykjavík og samkvæmt síðustu könnun er 8 prósentustiga munur á fylgi þeirra. At- hygli vakti hversu óstyrkur Gísli Marteinn virtist vera f kappræðum við Vilhjálm f Kastljósinu og virtist fjölmiðlareynsla þess fyrr- nefnda ekki koma að miklu gagni. Það er þó enn tími til stefnu fyrir Gísla Martein og því rétt að spyrjaað leikslokum. Pað eru margir vinnuveitendur stressað- ir út af Kvennafrfdeginum á mánudag, enda kvenfólk ómissandi í flestum störf- um. Ljóst er að mörg fyrirtæki verða fyrir beinu fjárhagslegu tjóni ef starfsmenn ganga út en fæstir þora að gagnrýna kvennafrfið opinberlega af hræðslu við að upp- skera óvinsældir. Þá hafa margir ráðamenn verið hikandi í hvetja konur til að taka sér frí, þrátt fyrir áskoranir undirbúnings- aðila, enda getur það Ifka verið viðkvæmt. Það er svo allt annað mál hversu miklu svona dagur skilarf baráttunni. Innan Samfylkingar heyrast áhyggjuraddir þess efnis að flokkurinn sé ekki að fiska nægilegt fylgi. Innan þingflokksins mun hafa verið rætt um nauðsyn þess að færa flokkinn til hægrí en sumir telja að vinstrí slagsfðan hafi verið full mikil undanfarið. Um þetta munu þó skiptar skoðanir innan Samfylkingar. Líklegt er að beðið verði eftir næstu skoðanakönnun áður en ákvörðun um hægri beygju verðurtekin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.