blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 30
30 I TÓNLIST LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöiö Gaukur á Stöng: Hipp hopp- ið er dautt Þrátt fyrir mikinn vilja rapp- ara íslands og fínt skipulag Robba Chronic sýndi það sig og sannaði á fimmtudaginn að hipp hopp senan á íslandi er deyjandi fyrirbæri - að minnsta kosti virðist hún ekki eiga heima á Iceland Airwaves. Sumir listamenn- irnir sem heiðruðu okkur með nærveru sinni skiluðu sínu eins vel og hægt var fyrir hálftómum Gauknum. Til að mynda stóðu bandarísku gestirnir í The Perceptionist sig prýðilega en óneitanlega fann maður til með þeim í fámenninu. Það bætti síðan gráu ofan á svart að hljóðið var til háborinnar skammar þar sem ekkert heyrðist útfyrir þann tiltölulega litla pytt sem er fyrir framan sviðið, þegar maður stóð við barinn mátti halda að væri verið að skipta um hljómsveit þar sem ekkert heyrðist. Svoleiðis á ekki að vera á tónleikum. Vissulega er virðingarvert að Hr. Örlygur sé að reyna að leita á stærri tónlistarmark- að með því að bjóða upp á fjölbreyttari kvöld á Airwaves hátíðinni. I ljósi þess hvern- ig stemningin var á Kronik Club kvöldinu er þó erfitt að ímynda sér annað en að Gauknum verði betur varið undir atburði sem trekkja meira að í framtíðinni. Annað hvort það eða rappararnir hysji upp um sig buxurnar og fari að gera nýrri og ferskari hluti og verði þannig í anda Iceland Airwaves. Það var ljúf tilfinning að standa á Ingólfstorgi snemma að fimmtu- dagskvöldi og heyra tónlist óma frá öllum helstu skemmtistöðum borg- arinnar. Reykjavík iðaði af lífi og fólk þaut á milli staða til þess að sjá einhvern af þeim fjölmörgu atburð- um sem í boði voru það kvöldið. Þema hátíðarinnar - að minnsta kosti hvað tónlistarfólkið varðar - virðist vera athygli! Þannig virðist ætlunin vera að vekja á sér athygli með furðulegri sviðsframkomu og/eða búningum. Þannig er hátíð- in hvort tveggja fyrir auga og eyra, sem er stórgott. Rokk Hafnarhúsið var staðurinn fyrir rokkara á fimmtudaginn. Reykja- vík! sýndi frábæra takta og hristi vel upp í mannskapnum þrátt fyrir að tilraunir gítarleikarans til að kyssa söngvarann hafi orðið helst til furðulegar undir lokin. Sveitin stóð sig samt með stakri prýði og náðu ágætu sambandi við áhorfend- ur. Seinni partur kvöldsins fór svo undir Organ Quartet sem sýndu á afgerandi hátt að það þarf ekki gít- ar og bassa til að rokka heldur er þetta spurning um hugarfar. Sama sannaðist þegar hinir bandarísku New Radio stigu á sviðið með selló og kontrabassa. Þeir voru eins og klipptir út úr Tim Burton bíómynd og spiluðu alveg merkilega merki- lega tónlist. Verst að áhorfendur höfðu ekki þolinmæði til þess að horfa á tónleikana til enda því þeir The Telepathetics á Grand Rokk Powersolo á Nasa áttu feiknagóða spretti og náðu góð- um tengslum við fólkið. Popp Daníel Ágúst sveif um sviðið á Nasa í eigin heimi og dansaði fugladans- inn fyrir lengra komna, jafnvel mjög langt komna. Það var hins vegar Junior Senior sem stal sen- unni undir lok kvöldsins. Minnstu munaði að dansgólfið léti sig undan látunum í áhorfendum þar sem þeir hoppuðu og trölluðu undir gleði- hljómum „legolagsins". Áhorfendur skemmtu sér greinilega konunglega og létu það í ljós með fjöldasöng og skemmtilegri framkomu. Frábær endir á góðu kvöldi. agmrburgess@vbl.is DaníelAgústáNasa Sveitt stuð á Pravda með High Contrast LAGERSALA VORUM AÐTAKA UPP NÝJAR VÖRUR Un skór allir skór ó Video-bíó-myndir Barna myndir Geisladiskar Diesel bolir og peysur Von dutch bolir og peysur 500kr 200kr 300kr 300kr 1200 - 4000kr 1200 - 4000kr Leikföng, tölvu og Ijósmyndapappír og margt fleira Allt nýjar vörur Opið föstudaga og laugardaga frá II til 18 Sunnudaga frá 13 til 17 Uppl. ísíma 869-8171 Trönuhrauni 10 Hafnarfirði gult hús Fílaleiðangur Airwavesfarar virðast á heild- ina litið vera mjög ánægðir með hátíðina fyrir utan eitt lítið smáatriði. Þegar stór við- burður á sér stað einhvers stað- ar á hátíðinni hefur nefnilega brunnið við að gríðarlega lang- ar raðir hafa myndast sem fær- ast svo fet fyrir fet þannig að ef maður er heppinn er maður kominn nægilega nálægt tón- leikahúsinu til að heyra óminn af síðasta lagi hljómsveitarinn- ar sem maður vildi sjá. Eðlið Vissulega er lýsandi fyrir skipu- lag Islendinga að mæta á tón- leika tveimur mínútum eftir að þeir áttu að hefjast. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að tón- listarhátíð á borð við Iceland Airwaves er þess eðlis að fólk flæðir á milli staða í tilraun- um sínum til að sjá sem flesta listamenn. Nú þykir flestum ljóst að sú draumsýn er á und- anhaldi og má búast við að í kvöld verði jafnmargir í röð á Austurvelli og inni á Nasa. Raðir fyrir utan Grand Rokk náðu yfir Smiðjustíginn og komust einungis þeir allra þol- inmóðustu inn fyrir lóðina, hvað þá inn á staðinn sjálfan. Á leiðinni inn á Nasa hefur fólk getað skoðað úrval ÁTVR gaumgæfilega í röðinni og há- tíðargestir sem ætluðu sér á tónleika José Gonzales mynd- uðu vegg utan um Þjóðleikhús- ið. Margir voru sársvekktir en flestir lærðu þó af mistökun- um og skipulögðu sig betur fyr- ir næsta kvöld. Apparat Organ Quartet í Hafnarhúsi Eyberg I Þjóðleikhúskjallaranum Kosningaskrifstofa, Suðurlandsbraut 14 Sími 520 3700, opið: Frá mánudegi til föstudags kl. 14-20 Laugardaga og sunnudaga kl. 13-18 www. vilhjalmurth.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson - reynsla til forystu! Stuðningsmenn Verið velkomin r

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.