blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 16
16 I FRÉTTASKÝRING LAUGAEDAGUR 22. OKTÓBER 2005 blaöi6 Rannsókn á því hver lak upplýsingum um CIA-starfsmann að Ijúka: Ákærur líklega lagóar fram í vikunni Áætlað er að rannsókn Patricks Fitzgeralds, sérskipaðs saksókn- ara, á því hvernig upplýsingar um nafn leynilegs starfsmanns Banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA) lak til fjölmiðla, ljúki 28. október. Saksóknarar leggja megináherslu á hvort háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu hafi reynt að halda upplýsingum um aðild þeirra að málinu frá rannsóknarmönnum að sögn lögmanna sem vinna að málinu. Lögmennirnir sem ekki vilja koma fram undir nafni sögðu ennfremur á fimmtudag að Fitzgerald myndi að öllum lík- indum leggja fram kærur í næstu viku eftir rannsókn sem staðið hefur í næstum tvö ár. Einar ðrn Jónsson Þó að Fitzgerald geti enn kært embættismennina fyrir að hafa vísvitandi afhjúpað Valerie Plame, starfsmann CIA, er talið að hann muni frekar leggja fram kærur fyr- ir glæpi sem auðveldara verður að færa sönnur á svo sem fyrir að hafa gefið út rangar yfirlýsingar, reynt að hindra framgang réttvísinnar og Judith Miller, blaðamaður New YorkTim- es, sat í nærri þrjá mánuði í fangelsi fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn. Sumir telja að háttsettir embættismenn í Hvíta húsinu hafi nýtt sér hana til aö efla stuðning við innrás t (rak. að hafa birt opinberlega trúnaðar- upplýsingar. Þá telja þeir að hann kunni jafnvel að leggja fram ákæru um samsæri. Talsmaður Fitzgeralds hefur neitað að tjá sig um málið. Lög- menn embættismannanna tveggja Lewis Libbys og Karl Rove hafa ekki viljað tjá sig um lagalega stöðu þeirra en talið er að erfitt muni reyn- ast að sanna að þeir hafi vitað hver raunveruleg staða Plame var innan leyniþjónustunnar og að það hafi verið ásetningur þeirra að koma upp um hana. Mikið í húfi fyrir stjórnvöld Mikið er í húfi fyrir ríkisstjórn Ge- orge Bush enda liggja tveir háttsett- ir starfsmenn Hvíta hússins undir grun um að hafa lekið upplýsingun- um. Karl Rove, einn helsti ráðgjafi George Bush, Bandaríkjaforseta, og Lewis Libby, starfsmannastjóri Dick Cheneys, varaforseta, hafa gegnt mikilvægum hlutverkum í stjórn Bush. Verði annar hvor þeirra eða báðir fundnir sekir og neyddust til að segja af sér yrði það mikið áfall fyrir forsetann sem sjaldan hefur verið óvinsælli. Forsaga málsins Forsaga málsins er sú að í febrúar ár- ið 2002 sendi Bandaríska leyniþjón- ustan Joseph Wilson til Afríkuríkis- ins Níger til að athuga hvort eitthvað væri hæft í þvi að það hefði selt úran til íraks sem nota ætti til framleiðslu kjarnavopna. Wilson gat ekki geng- ið úr skugga um réttmæti frásagn- arinnar. Þrátt fyrir niðurstöðu Wil- sons heldur Bush því fram í ávarpi tæpu ári síðar að „Saddam Hussein Tómas Tómasson Stuðmaöur áritar nýútkomna bók sína í Mál og Menningu Laugarvegi Klukkan 16.00 laugardaginn 22. október „Sögur Tómasar frænda af affekum íslenskra poppara eru ekki einasta óborganleg skemmti- lesning heldur aukinheldur ómetanleg heimfld um stórkostlega vanmetinn geira íslenskrar menningarsögu. Þessi bók mun veröa eitt af grundvallarritum Islandssögu komandi kynslóða." DavíO Þór Jónsson „Þetta er töff hjá Tómasi. Tómas og Friðrik hafa fundið skemmtilegan vinkil á íslands- söguna." Kristján Þorvaldsson ritstjóri „Besta bók sem ég hef séð.“ Gísli Helgason BOKA O BLOIR iM* MÁLB OG MCNNINOAR Friðrik Indriðason les sögur úr bókinni og Tríó Tómasar tekur lagið Stuðmaðurinn Tómas M. Tómasson fer hér á kostum i ffásögn sinni af poppurum og öörum kynlegum kvistum sem hann hefur komist í kynni við á sinni viðburðaríku ævi. Persónugalleriið er fjölbreytt og inniheldur allt frá heimsfrægum erlendum tónlistarmönnum yfir í hina islensku hvunndagshetju. Þetta eru sögur sem gott er að gripa í og lesa sjálfum sér til skemmtunar, en ekki síöur til að deila með öðrum i góðra vina hópi. Góö bók til að hafa á nátt- borðinu eöa taka með sér i ferðalagiö, fjölskylduboðið eða partíiö. hafi nýlega útvegað sér umtalsvert magn af úrani frá Afríku.“ Tæpum fjórum mánuðum eftir innrás Bandaríkjanna í írak þegar engar vísbendingar um gereyðinga- vopnaeign þjóðarinnar hafa komið fram, ritar Wilson grein í New York Times sem heitir „Það sem ég fann ekki í Afríku“ þar sem hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi villandi upplýsingar um írak. Fáeinum dög- um síðar viðurkenndi ríkisstjórnin að hún hefði ekki átt að vísa í frá- sagnir af úransölunni máli sínu til stuðnings. Þann 14. júlí skrifar dálkahöfund- urinnRobertNovakað„tveirháttsett- ir embættismenn ríkisstjórnarinnar“ hefðu sagt honum að Valerie Plame, eiginkona Wilsons væri njósnari á vegum CIA og að hugmyndin um að Wilson færi til Níger hefði verið frá henni komin. Stuðningsmenn Bush segja að það sýni að Wilson hafi ver- ið valinn til verksins vegna tengsla sinna en ekki vegna sérfræðikunn- Karl Rove einn helsti ráðgjafi Bush Banda- ríkjaforseta. áttu. Andstæðingar forsetans segja aftur á móti að Plame hafi verið af- hjúpuð í því skyni að refsa Wilson fyrir að hafa dregið í efa meginfor- sendur Bush fyrir því að fara í stríð. í lok september upplýsir dómsmála- ráðuneyti Bandaríkjanna að það hafi hafið rannsókn á afhjúpun Plames og í árslok var Patrick Fitz- gerald tilnefndur sem sérstakur sak- sóknari í málinu. Cooper og Miller köll- uð til yfirheyrslu Um mitt ár 2004 voru Miller og Matthew Cooper, blaðamaður hjá tímaritinu Time, kölluð fyrir sak- sóknara sem vildi fá þau til að gefa upp við hvern þau töluðu um Plame. Lewis Libby starfsmannastjóri Dick Chen- ey varaforseta Bandaríkjanna. Fleiri blaðamenn voru einnig kall- aðir til yfirheyrslu. Cooper hafði skrifað um málið en Miller hafði rannsakað það en ekki skrifað um fiað. Fréttir Millers um vopnaeign raka sem birtust fyrir stríðið eru almennt taldar hafa rennt stoðum undir rökstuðning ríkisstjórnar- innar fyrir innrás. Síðar lýsti New York Times yfir að í sumum frétta hennar hefði verið stuðst við rang- ar eða villandi upplýsingar. Miller var í sérstaklega góðum tengslum við háttsetta embættismenn innan bandarískra stjórnvalda sem komu til hennar margvíslegum upplýsing- um í aðdraganda stríðsins. Sumir vilja meina að áróðursmeistarar stjórnvalda hafi nýtt sér hana til að auka stuðning almennings við yfir- vofandi innrás. í október árið 2004 áttu Cooper og Miller yfir höfði sér kærur fyrir að óhlýðnast réttinum með því að neita að bera vitni. í júlí á þessu ári féllst Miller á að gefa upp heimildar- mann sinn eftir að hafa fengið sam- þykki hans. Miller neitar enn sem fyrr að bera viti og er send í fangelsi. Eftir að hafa eytt 85 dögum bak við lás og slá samþykkti Miller að bera vitni eftir að hafa fengið leyfi heimild- armanns síns fyrir því. Að minnsta kosti einn heimildarmanna bæði Miller og Cooper er Lewis Libby og vitað er að Karl Rove átti samtöl við bæði Novak og Cooper. Novak hefur ekki viljað segja hvort hann hafi ver- ið kvaddur til yfirheyrslu en Fréttaskýrendur telja að erfitt geti reynst að færa sönnur á sekt þess eða þeirra sem láku upplýsingunum þar sem þeir yrðu aðeins sekir fundnir ef þeir vissu að Plame var leynilegur starfsmaður CIA. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.